Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 8
152 NÝTT KIRKJUBLAÐ um uppbót eftirlauna fyrir umliðin ár. Tillaga um að mæla með ‘erindinu, náði ekki iram að ganga. Að því er Prestaekknasjóð og aðra sjóði snertir undir umsjón biskups visaði biskup til Stjórnartíðindanna. Áraði vel íyrir Presta- ekknasjóðinn, 400 kr. gjöf frá frú Kristínu heitinni Krabbe, og tillög presta almenn, sjóðurinn aukist um 900 kr. umliðið ár, og vex mun meira þetta ár. Biskup mintist á kirkjuþingsmálið og tillögur synodusar að undanförnu um það; gaí skýrslu um síuar aðgjörðir í því máli, ennfremur í málinu um undirbúningsmentun presta og breyting á sóknargjaldalögunum og prestakallaskipunarlögunum. Mintist á lagabreyting um aldursröð presta o. fl. Þá lagði biskup fram messu og altarisgönguskýrslu fyrir 1908 og 1909, og að miklu leyti fyrir 1910, til atkugunar. Jafnframt lagði hann fram yfirlit yfir hag kirkna. Almenn yfirlitsskýrsla væri fyrir huguð, miðuð við árslok 1910, og yrði þá væntanlega prentuð í Stj órn artíðin dunura. Kristindómsfrœðsla barna: Síra Magnús Helgason flutti erindi síðari hluta dags um það mál. Urðu mikla umræður um það með- an dagur entist. Að morgni hins 24. hálfri stundu fyrir dagmál var aftur haldið fram þeim umræðum og loks samþyktar svolát- andi tillögur í e. hlj.: Synodus álítur að við kristindómsfræðslu í barnaskólum eigi einkum að kenna ítarlegar biblíusögur, svo og trúarjátn- inguna og sálrua. Synodus beinir þeirri áskorun til biskups, að gangast fyrir því, að nýjar biblíusögur verði samdar sem fyrst. Synodus skorar á presta og söfnuði landsins að taka krist- indómstræðsiu barna til rækilegrar íhugunar á safnaða og héraðafundum. Hugvekjusafnið og SálmabóJcarviðbœtir: Ekkert bættist af hug- vekjum, en nyrðra mnndi töluvert unnið að safni í Sálmnbókar- viðbæti, og komin ítarleg sálmaskrá frá sira Bjarna "Þorsteinssyni á Siglufirði, sem biskup ráðstafar til nefndarmanna hór syðra (síra Grísli Skúlason, síra Kristinn Danfelsson). Kirkja og skóli undir sama þaki. Biskup skýrði frá þeirri nýj- ung, að í sumar yrði reist kirkja með skóla og samkomuhúsi sveit- arinnar á neðra gólffi. iteisir Bjarnarnessöfnuður og verður eink- ar myndarleg steinkirkja. Bjarnarneskirkja er vel efnuð og á hún eða söfnuðurinn húsið alt, en sveitin geldur leigu af sínum afnot- um hússins. Nokkrar umræður urðu um þetta, og gerði prestastefn- an góðan róm að þessari nýjung.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.