Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 12
156 NÝTT KIRKJUBLAÐ um sér nógur, eða sé það ekki, þá eru hundrað fyrir einn í hverju px-estakalli á landinu, sem þykjast jafnfœrir og fœrari en prestarnir til að gerast leiðtogar lýðsins „fræðarar, vinir og ráðunauíar'1. Flestir þeirra hóa rniklu hæn-a en ungu prest- arnir“ og heyra og sjá líka betur, já jafnvel betur en „gömlu prestarnir“ gerðu. Þetta kemur alt saman illa heim við orð höf., þar sem hann er á líkingarfullan hátt er að lýsa villu- myrkrinu er menn ráfi í nú á dögum, síðan gömlu prestarnir liðu undir lok. Það er þó ekki svo langt siðan þeir voru uppi, að hó þeirra hefði ekki átt að vera liðið mönnum alveg úr minni ennþá . . . Yfirleitt virðist grein þessa háttv. sóknarnefndaroddvita eitt stórt vindhögg, nógu hátt reitt, það vantar síst, en í hvaða tilgangi skal eg ekki fullyrða um. . . . Alveg eins vii’ðist það út i loftið til þess að segja eitthvað nógu kröftugt, þegar höf. með eldmóði biður „höfuðsmenn kirkjunnar í guðanna bænum“ að senda flugrit og fai’andprédikara inn á hvert heim- ili i landinu „til að hóa okkur heim úr logndrifunni", eins og höf. kemst að orði. Ollum eru kunnug sultarkjör kristilegu ritanna okkar. Flvað eftir annað hefir orðið að hætta útgáfu þeiiTa af því engir hafa viljað kaupa eða lesa og hefir þó síst skort færa menn og áhugasama til ritstjórnarinnar. Með herkjubrögðum hefir kanske tekist að fá 2—3 kaupendur í prestakalli að einu slíku blaði alveg sarna bvaða trúmálastefnu það hefir fylgt, hvað hlæifega litið gjald sem fyrir þarf að greiða. Því er sagt upp ef keypt er eftir ár eða svo. Flest annað lesið heldur. Hvað sýnir þetta? Og farandprédikararnir, jú, það væri gott þeir væru fleiri með nægu viti og þekkingu, nægri hógværð og kærleika. Hati þeir það ekki til að bera, þá eru þeir verri en gagnslausir. Það sæti illa á mér sem presti að gera lítið úr prédikunar- starfinu. Það er ómissandi þáttur í boðun fagnaðareiindis Jesú Krists, en það er ekki þýðingarmesti þátturinn í alkristnu landi. En út í það skal ekki farið að þessu sinni. Það yrði of langt mál. Aðeins skal það tekið fram, að lúterska kirkj- an gæti lært þar margt af móðurkirkjunni katólsku og ýmsum smærri trúarfélögum. „Prédikunin á stéttununx“ er besta prédik- unaraðferðin og áhrifamesta — og fordæmið og líknarstarfsemin,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.