Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Side 13

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Side 13
NÝTT KÍRRJtteLAÐ iM Einsog tekið hefir verið fram, ríður á því, þegar farið er að ræða jafn háalvarlegt vandamál sem kirkju og kristindóms- mál vor eru að þau séu rædd af viti og stillingu. Alt há- vaðaglamur er verra en ekki neitt. Ræturnar að meinunum liggja djúpt. Ekki dugir heldur að einblina á smámunina, á flisina, en gæta ekki bjálkans. Það þarf að stinga á kýlinu, laga skóinn þar seni hann kreppir að. Það væri æskilegt að heyra raddir frá leikmönnum, sem vissu þetta og fyndu. Það er ekki allra meðfæri og það er áreiðanlega ekki meðfæri sóknarn.oddv. Hann talar ekki fyrir muun fólksins út frá hjarta þess og instu þörf. Þessvegna mátti grein hans ekki vera ómótmælt. Þegar hann fer af stað næst, verður hann að láta lesend- urnar fá ór«ttd„iiiola“ i stað síemmolanna í síðasta Kbl. Hvar á forsetinn að standa? Vonandi hefir enginn íslendingur verið jaí'n-vegalaus á þessu vori og Jón Sigurðsson. Annarstaðar eru það sérlærðir menn sem athuga og undirbúa alt er að því lítur, hvar stóru og merkilegu miunismerki verður best fyrir komið. Þeir mæla og teikna og áætla, láta alt koma út i myndum áður, hvernig horfir við öðrum mannvirkjum umhverfis og náttúrunni. Bæjarstjórnir eða nefndir sem hafa hönd yfir fénu, velja svo bara um staðina, að öllu athuguðu og prófuðu. Eremur öllu virðist þess að gæta að varðiun verði almennings- eign. JTólkið verður að fá að ganga og sitja og standa alt í kring- um hanu. Varðinu má ekki vera á neinni þeirri „lóð“, þar sem almenningi er beiulínis eða óbeinlínis meinað að vera. Varðinn ætti helst að vera i sínum eigin grasgarði, og kyn- slóðinni næstu eftirskilið starf að hlúa þar að og prýða. Háskólasetningin var rajög virðuleg athöfu. Bara við hefðum haft meira fyrir honum, lagt á oss meira fríviljuglega, af skiluingi og áhuga I — Nú er sem best við að sæma. Rektor háskólans, doktor Björn M. Ólsen, lagði vel og rótt milda áherslu á frjálsa sannleiksleit háskólans, og þess frelsis nýt- ur guðfræðisdeildin eigi siður en hinar.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.