Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ
1B1
og hann vildi styrkja vora veiku krafta og blessa starf vort,
og ef vér ekki fyndum til þess, að guð er með oss og sæi
sjálfur erindi sínu fyrir vexti og viðgangi. Guði sé lof, að
erindið er hans, guði sé lof, að þrátt fyrir alt eru þeir þó
margir, sem vilja helga honum lif sitt og lifa í samfélagi við
liann, guði sé lof að vér megum trúa því og treysta, að þótt
himin og jörð líði undir lok, þá mun þó hans orð standa
stöðllgt . . .
IFGstasÍGfnan í kjavík 1911.
Ár 1911 föatudag 23. júní var syuodus sett í Reykjavík; liófst
kl. 1 í lestrarsal alþingis. Áður var guðsþjónusta í dóinkirkjunni.
Prédikaði þar sr. Gisli Skúlason ú Stórahrauni út aí Opiub. 21.3.
Biskup setti fundiun. Skrifarar kosnir síra Bjurni Jóusson og
síra Jóhann Þorsteinsson.
Yið voru: prófastarnir Yaldimar hiskup Briem, Jens Pálsson,
Kjartan Einarsson, Jón Sveinsson, prestarnir: Jóhann Þorkelsson,
Gísli Skúlason, Halldór Jónsson, Stefán Jónsson, Ásgeir Ásgeirs-
son, Einar Eriðgeirsson, Jóh. L. Jóhannssou, Páll Stephensen,
Skúli Skúlason, Eggert Pálsson, Kristinn Daníelsson, Ólafur Magn-
ússon, Bjarni Jónsson. Ennfremur prestaskólakennarar: prófessorarnir
Jón Helgason, Haraldur Níelsson og docent Eiríkur Briem. Þá var
og viðstaddur prófessor síra Eriðrik Bergmann frá Yesturheimi.
Loks voru viðstaddir: præp.hon. Guðm. Helgason, skólastjóri síra
Magnús Helgasou, fríkirkjuprestur 01. Olaísson og præp. hon. Jó-
liann JÞorsteinsson. Seinni daginu kom síra Óíeigur Yigíússon á
fundiun.
Biskup lagði til að prestastefnan seudi símkveðju kirkjuþingi
Vestur-íslendinga og var það samþykt í einu hljóði og framkvæmt.
Daginn eftir kom simkveðja frá kirkjuþinginu. Hófust háðir
fundirnir sama daginn.
Þá mintist biskup nokkurra látinna starísmanna kirkjunnar
og nokkurra kirkjulegra atburða frá siðustu prestasteínu.
Dá lagði biskup fram skýrslu um uppgjafapresta og presta-
ekkjur og tillögu um úthlutun synodusfjár. Tillaga biskups um út-
hlutun fjárins var samþykt óbreytt.
Um nýjar og auknar upplýsingar varðandi hag prestaekkna
urðu nokkrar umræður. Biskupi falin framkvæmd þess máls.
Biskup las upp erindi írá prestsokkju Guðrúuu Björusdúttur