Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1911 Reykjavik, 1. október. 19. blað BrófkaOar frá uppgjafaprGsti. ii. ViS alt þetta og fleira, sem hér skal ekki segja, féll minn blessaði Balle mjög í þagnargildi. Mun og flestum ungling- um annað eðlilegra um það skeið æfmnar en fræði Balle biskups eða Lúters. Þó gleymast þau ekki — hið fegursta og besta verður kyrt, og stundum eitthvað af hinu. Þannig fór eg einförum sem barn og var að íhuga hvað „töður, engj- ar og kvikfénaður" væri, eða hvað „höfuðstykki þessa sakra- mentis“ væri — o. s. frv. Að láta börn og unglinga læra langar romsur frá liðnum öldum um leyndardóma er hin mesta fjarstæða. 011 bókstafstrú er og skaðleg fyrir þau frá upphafi, svo og valdboðin trú, sem þau skilja ekki heldur; en heimtað að trúað sé í blindni. Alt verður að laga eftir skynj- an barnsins og hugmyndabring. Á fermingaraldrinum vex vandinn enn þá meira fyrir prest og fræðara, er hin fornhelga biblíufræði byrjar. Þá birtist ný veröld enn fyrir sálarsjón hinna ungu. Það er forn austurlensk veröld, þar sem hver sál, ung eða gömul, sem henni kynnist i fyrsta, sinni finnur sjálfa sig óvíða heime. Þar skapar guð drottinn himin og jörðu á 6 dögum og hvílist svo á 7. deginum; þar fer hann um kring í dagsgolunni í aldingarðinum og finnur hin seku, nöktu hjón, sem földu sig rnilli trjánna. Þar talar högg- ormur. Síðan eru þau Adam rekin burt úr Paradís, og þá breytist sagan í armæðu og afturför, og loks kemur flóðið og þess saga með niðjum Nóa. Og ávalt vara þó afskifti drott- ins, en hans ráðstafanir haldast illa á jörðunni; tungurnar og þjóðirnar blandast við turninn Babel. En svo kemur Abra-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.