Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Qupperneq 13

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Qupperneq 13
NÝTT KIKKJUBLAÐ 229 Madsen biskup látinn. Biskupsdóms hans á SjálaDdi verður að engu getið, enda var liann ekki við það nema hátt á 2. ár. Og sennilega að mestu utan við andlega strauma nútímans. Merkasti guðfræðiskennarinn var hann talinn við háskólann um langt ára skeið. Rækilegur mjög, með tilvitnanir á hverjum fingri. En um andlega víðsýnið hjá honum, og skoðanafrelsi við guðfræðisdeildina yfirleitt, mætti hafa orð Elfar-Sveinka, að andarrúm áttu stúdentar þar á einn veg og otur i kelpu. Yar fyrir mörgum árum á það minst i Kirkjublaðinu gamla, bæði af sr. J. H. og ritstj. (IV, 8 og VI, 5), hvílík býsn það voru, að hinn lærði háskólakennari skyldi ekki í sinni afarstóru trúfræði hafa svo sem neitt að segja um höfuð- mann og meistara guðfræðisstefnunnar nýju á Hýskalandi Albrekt Ritschl. Af biblíuskýringar-ritum eftir Madsen er helst að nefna Skýr- ing hans á Opinberunarbókinni. Og óhugsanlegt hygg eg það væri, að nokkur raerkur og mikilhæfur guðfræðingur við lútersk- an háskóla, hvað mikill íhaldsmaður sem hann kynni að vera, lóti nú frá sér fara slíkan skólaspekivef liðinna alda. — Áfram skilar, og jörðin snýst, hve hátt sem æpt er á móti. í persónulegri kynningu var Madsen prófessor mjög ástúðleg- ur maður, og lét sér ant um stúdenta, Voru kvöldboð hans við samræður og tedrykkju vel sótt, og ekki svo leiðinleg. Hann var fimur í rökræðum, og átti það til að vera dáltið gamansamur. Þeim fækkaði áheyrendunum seinni árin, og Madsen prófessor mun hafa verið farinn að sjá það, að trúfræðin hans var ekki lengur neitt sálarfóður íyrir komandi kynslóð. William James og spírítisminn. Heimspekin hjá William James var sögð eins skemtileg og skáldsaga, og mest hugsaði hann um verklegu notin. Hann taldi það því beint skylduverk, er hann árið 1884 fór að gefa sig að sálarfræðilegum rannsóknnm. „Hvað heldurðu að þú finnir?“, sagði einhver trúardaufur vinur hans. „Balsam fyrir sálir manna“, var svarið. Og ekki þótti honum annað viðfangsefni þarfara eða þýðingarmeira. Skömmu áður en hann andaðist fór hann þeim orðum um rannsóknir sinar í tímaritsgrein: „Um 25 ár hefi eg verið handgenginn sálarfræðisrannsóknar- ritum, og haft kynni af fjölda mörgum „rannsóknurum11. All- mörgum stundum hefi eg og varið til þess — og þó færri en ver- ið skyldi — til að prófa eða reyna að prófa fyrirbrigðiu. En ekki er eg samt sannfróðari nú en þegar eg byrjaði. Og eg játa það, að á stundum hefir mér legið við að halda það, að skapar-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.