Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 14
230 NÝTT KTRKJUBLAÐ inn hafi viljandi gert þetta svæði náttúrunnar óaðgengilegt. En i þess stað ætlaðist hann til þess að glæddist hjá oss, hvað með öðru og jöfnum höndura, forvitnin, vonin og grunurinn11. Eyrirbrigðin verða hvorki skýrð til fulls, segir James, og heldur ekki sönnuð. Og vísindin verða að hafa meira til að byggja á en að eitthvað „geti verið“. Enn síður vill þó heira- spekingurinn sætta sig við það, að skaparinn hrúgi þessum fyrir- brigðum inn í tilveruna bara til spitu og spotts fyrir rannsóknar- kapp mannsandans: „Á botninum er það trúa mín, að við sálfræðis-rannsóknarar höfum verið of bráðlátir í vonum vorum. Okkur skilar áfram, en það þarf meira en aldarfjórðung svo að um muni og á sjái, aldarmissirið þarf að líða, eða þá enda árahundruðin full“. Jerúsalem í nýju fötunum. Þjóðverjar eru að gjörbreyta borginni helgu. Eitt félagið er nú að veita vatni um borgina, ofan frá Júdeufjöllum. Annað gróða- félagið er að koma fyrir járnteinum um þvera borgina inn frá Joppehliðinu, og eiga rafknúðir vagnar að renna eftir teinunum, og verður þeirri vegarhót haldið áfram suður til Betlehem. Eins er þar nú að komast á raflýsing og talsími o. ll. Vinna Þjóð- verjar að þessu með þýsku fé, og hefir Vilhjálmur keisari í garð- inn búið með komu sinni þangað og dálætinu við Tyrkjasoldán. En Jerúsalem verður öll önnur á örfáum árum. Eins er um Land- ið helga, að járnhrautirnar gera þar meira að til breytinga á 20 árum, en áður hefir orðið á 20 öldum. Þriðja útgáfa af Ljóðmælum Kristjáns Jónssonar er nýprentuð. Gefur Jóhann bóksali Jóhannesson út. Eor- málinn sami og áður, en ljóðunum nú skift í tvo höfuðflokka: I. Ljóð vinnumansins og II. Ljóð skólapiltsins. Er í fyrra flokknum það sem skáldið kvað til haustsins 1863, er hann kom í skóla. Tveim kvæðum bæt.t við þessa útgáfu, sem kunnugt hefir orðið um að Kristján ætti. Endurprentunin sýnir best vinsæld ljóðmælanna. Sum þeirra urðu strax uppáhaldssöngvar og eru enn víða. Erágangur þessar- ar útgáfu er einkar fagur og vandaður. Óbundin kosta Ljóðmæl- in 4 kr., og í skrautbandi 5 kr. 50 a. Bréfkaflarnir frá síra Matthíasi. Betra er seint en aldrei. Nú kemur framhald af Bréfköflun- unurn frá uppgjafapresti, eða æskuminningum síra Matthíasar, sem byrjað var á í júníblaðiuu fyrra 1909. Þá glataðlst handritið

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.