Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 12
228 NÝTT KIRKJUBLAÐ vikið að ferðum Eggerts hringiun í kring urn land, til að efla fé- lagsskapinn. Um þær mnndir var fyrir norðan kveðið til Eggerts Gunnarssonar, og liefir gamninu fylgt nokkur alvara: Eljúgðu eins og fugl á rauðum frelsisgandi, glæddu hjörtun glóðarbrandi, gjörðu logann óstillandi! Hvar þú fer um fjöll og nes á frera landi, hræðist skegg þitt hver einn fjandi, hvergi Sören fyrir standi! Jafnt sem aldin jörð er sveipin jörmungandi, verði’ um Snæland bundið bandi, bandið só þinn jötunandi. „Ef eg stend á eyri vaðs“. Allir kunna vísur þeirra Sigurðar Breiðfjörðs og Bólu-Hjálmars er þeir kvöddust í Hrútafirði: Kvæði og kviðlingar Bólu-Hjálmars bls. 153. Bæta má þar við frásöguna að Hjálmar gengur með Sigurði niður að ánni, og stendur eftir á eyrinni, lítur þá Sigurð- ur um öxl í miðri ánni, og kveður: „Sú er bónin eftir ein“ o. s. frv. „Þá vildi mér það til að eg gat svarað strax“. Eitthvað á þá leið komst Hjálmar að orði i Ijóðasyrpu er hann reit sjálfur, og Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðura átti síðan. Þetta þarf að vera með sögunni til að skilja, hvað vísan er snjöll: „Ef eg stend á eyri vaðs“ o. s. frv. — Bent á, eftir að þetta var sett, að sama sagan er i 8. ári „Sunnanfara11. — Andlegu yfirráðin. Jón Sigurðsson heflr fundið til þess, að einn innlimunarstimp- illinn var það, að þurfa að sækja héðan biskupsvigslu til Danmerk- ur. Hann ritar sumarið 1866, er Pétur hafði sótt vigslu til Martensens: „Þar voru tveir Englendingar við vígsluna, en notabene fram i kirkju, svo þar var mikið djúp staðfest á milli, en Marteinn var eins og skjákrummi, og svo ánægður með sitt andlega suprematí yfir íslandi, að hann lók allur á hjólum“. Þetta um Englendingana mun lúta að þvi, að þeirri flugu hafði frá Englandi verið komið í munn Pétri, að fá vígslu hjá biskupakirkjunni ensku i þvi skyni að ná í erfðabiskupsdóminn allar götur ofan frá nafna hans i Róm. Mun kalt hafa verið á það blásið frá Höfn. Að því er J. S. eitthvað að sveigja.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.