Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 225 lingsins, gagnstætt sifelduni umskiftum í Iifnaðarháttunum og stöðugu flakki frá einu leiguhúsinu til annars. Það þarf að tæma fátækrahverfin í borgunum, og hluta í sundur hin miklu og ofstóru höfuðhól. Vér verðum að venja oss við það, að hræðast ekki um- bætur, jafnvel gjörbreytingar, ef þær eru bygðar á einskæru réttlæti. En hálfverkin, skóbótaskiftin — það eru þau sem valda ógæfu og gremju. Höfum það hugfast, að komi ekki umbætur, þá koma byltingar. — — — Lauslega þýtt af B. Þ. Grönclal. Heilsuhoslið d Sífílstöðum. Mikil og fögur er breytingin á Vífilstöðum umhverfis hús- ið. Allir hafa verið sammála um það að húsið sjálft væri hið vandaðasta og fegursta að innan og utan, en margir hafa kvartað undan því að bert og nakið væri í kring. Nú hefir mikið verið grætt upp í sumar, næst húsinu, og ekki svo h'tið plantað af trjám. Bara ef þau lifa, séu ekki ofgömul til ný- græðslu. Vantar nú einkum skjólgarða til meiri útgræðslu. En það kemur. Þetta blað hefir oft minst á minningarspjöldin, að gjafir komi til heilsuhælisins i líkkransa stað, og að fénu, því sé ein- mitt varið til að gera vistlegra kringum hælið, og þessum bletti sé nú bætt lyngrifið á Reykjanesskaga að fornu og nýju. Nú geta allir gefendur séð fljótt og vel ávöxt gjafa sinna. Og landbótin er áreiðanlega besta stoðin undir heilsubót gest- anna á hælinu. Nokkuð umtalsefni varð um það í blöðunum í vor, að vistin þar væri of dýr. Og mundu allir taka hjartanlega undir það að óska þess að hún væri ódýrari. En til þess þarf hælinu að gefast svo miklu meira fé. A landssjóðinn má ekki leggja það. En sýnt var það og sannað að vistin á Vífilstöðum er svo ódýr sem framast má vænta, og ódýrari en á flestum öðr- um slíkum hælurn.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.