Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 8
224 NtTT KIRKJUBLAÐ peninga“ og „peningar, sem vantar menn“, — þar eru öfg- arnar. Þar á milli vantar aubvitað ekki blendinga og undan- tekningar. En alt af verða þó fyrir manni, sem einkenni myndirnar: öreiginn og fésýslumaðurinn. Og báðir eru þeir, hvor á sinn hátt, „mannskriíli“. Vilji menn fá sannanir fyrir því, hversu mjög „miðlungs- mennið“ hjá okkur rýrist sí og æ að manngildinu til, þarf ekki annað en að benda á tortryggnina, sem fer sívaxandi, og mannfyrirlitninguna. Það er komið svo, að menn treysta ekki hver öðrum. Þessi tortryggni manna á milli, er hvorki meira né minna en það, að menn nú á' tímum nauðugir vilj- ugir kannast við rýrnun manngildisins. Og jafnframt eykur sjálf tortryggnin og fyrirlitningin að mun rýrnunina. Því tortryggni — gagnvart mönnum — rýrir. Af þessum og fleiri ástæðum gengur nú sem stendur, ekki einasta peningaekla, heldur — enda þótt það sé nægi- lega ilt — einnig annað, sem er margfalt alvarlegra, sem sé: mannaekla. Þeir eru svo fáir, sem eru fullgildir sem menn, og hinir svo margir, hverra manngildi er undir ákvæðisverði — og er þá ekki mælt um of. Hvernig á að ráða bót á öllu þessu ? Sumir segja: það verður að jafna peningunum öðruvísi niður. Væri peningunum betur jafnað niður, mundi það stuðla til þess, að hjálpa mönnum áfram. Mikið er satt í þessu. Eigi mennirnir ekki við sæmileg kjör að búa, fer ekki hjá því að slíkt hafi skaðvænleg áhrif á manngildi þeirra. Heppilegast væri, að vorri hyggju, að umbótahugmyndir jafnaðarmanna næðu fram að ganga, þannig að allir menn hefðu næga atvinnu og gætu lifað eins og mönnum sómir af vinnu sinni. Hvernig umbótum þessum skuli háttað, mun eg leiða hjá mér að útlista að þessu sinni. Til þess skortir mig sér- þekkingu. Einungis vil eg taka það fram, að vafalaust er sú hugsjón jafnaðarmanna heillavænlegust til þess að mynda hreint og ósjúkt mannlíf, að búa búi sinu á sjálfs sín eign. Það veitir hin heilnæmustu og eðlilegustu skilyrði, bestar ástæður til að vinna, ómengaðasta ánægju í tómstundunum — og um- fram alt: staðfestu og máttarstólpa í allri tilveru einstak-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.