Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 227 amtmannssetur 1816, selur stiftamtmaðurinn sem þá var (Casten- skjold), húsið ríkissjóði, því að húsið hafði verið prívateign þeirra stiftamtmannanna. IÞá er húsið gert að yfirréttarhúsi og bæjar- þingsstotu. JÞar átti og sáttanefndin fundi sína. í sambandi við bæjarþingstofuna var það að loftið var gert að svartholi, vestur- endinn. En það eldi eftir frá stiftamtmaunayfirráðunum, að skrif- arar þeirra bjuggu, maður eftir mann, uppi í austurenda loftsins fram um miðja öldina. Enn var þar sparisjóður Reykjavíkur fyrstu árin. Svo er hegningarhúsið reist 1872. £>á losnaði um, og hús- ið er tekið uudir prestaskólann. Segir „Yikverji11 svo frá því haustið 1873, að úr yfirdómsstofunum tveimur i vesturenda só nú gerð ein fyrirlestrastofa, sem sé „einhver hinn rúmbesfi og fagr- asti salur hér í bænum.“ Margt breytist á mannsaldri. Eitthvert seinasta árið sem Benedikt Sveinsson lifði, kvað hann fast að því og barði saman hnúum fyrir framan húsið, að ekki væri von á neinni ærlegri hugs- un úr slíku greni. Var hann þá með hugann á stórhýsinu sínu. Eorni blærinn á húsinu fór töluvert við það, er nýir gluggar komu með miklu stærri rúðum. Gömlu rúðurnar voru úr grænu flöskugleri og báru illa birtu. Ljóðvinafélagið. Rétt mun það talið að félag það hafi í sumar fylt 40 árin. Það er beint stofnað með því nafni á alþingi 1871. Byrjun fé- lagsskaparins er norður f Þingeyjarsýslu, hann kominn undir (á Ljósavatnsfundi?) 1870, og getur Tryggvi Gunnarsson þess í for- mála fyrir Dýravininum í ár, að þeir Einar í Nesi séu stofnendur félagsins. En þá hét félagið Þjóðfrelsisfélag, og undir því nafni kvittar Einar í Nesi Laufásprest fyrir tillögum 1870. Annars var Þjóðvinafélagið einum 20 árum áður komið upp í huga Jóns Sigurðssonar. Hann ritar Jens rektor bróður sínum 1851: „Kanske maður ætti að stofna félag „hið íslenska þjóð- félag“(?), og setja víst contingent [tillagj, gefa út smárit, senda menn til funda etc.“ Og upptökin að félaginu, á alþingi 1869, voru auðvitað frá Jóni Sigurðssyni. Afmælis Þjóðvinafélagsins verður vist ekki minst á annan hátt en þann, að Tryggva er gefin lausn, óbeðið, eftir 30 ára for- mannsstarf, og 40 ára starf þó. Því að uppi bar hann félagið frá öndverðu. Og fari þeir nú í fötin gamla mannsins, ef þeir geta! Fyrir og i kringum þjóðhátiðarárið var pólitíska fjörið lang- mest í Þingeyjarsýslu. Yoru þar einna fremstir þeir Gunnarssyn- ir frá Laufási, helstu landvarnarmenn síns tima. Mestur grjótpáll þeirra var Eggert, Er í skýrslu Þjóðvinafélagsins 1869 -1873

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.