Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Qupperneq 10

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Qupperneq 10
226 NÝTT XIRKJUBLAÐ Pólarlagsvísur. Ritað úr ljóðasafni Ólafs Sveinssonar í Purkey 1791. Senn er komið sólarlag, sendi oss drottinn friðinn, og oss gefi annan dag eftir þennan liðinn. Senn er komið sólarlag, svifti oss drottinn föllum; honum sé lof um hauður og haf hæst sungið af öllum. Senn er komið sólarlag, sést á norðurfjöllum; lýður á þennan dýrðardag, drottinn hjálpi oss öllum. Senn er komið sólarlag sorgar hverfi tjóður; annist guð vorn allra hag elskulegur og góður. Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiði; líður á þennan dýrðardag, drottinn veginn greiði. Senn er koraið sólarlag sígur að hafið nauða; eilífur drottinn allsherjar oss styrki í dauða. Senn er komið sólarlag, sést á norðurtindi; líður á þennan dýrðardag, drottinn gefi oss yndi. Senn er komið sólarlag, sækir að dauða tíðum; guð himneskur greiði hag góðum fyrir lýðum. Prestaskólahúsið. Nú hverfur það væntanlega úr sögunni, þegar liáskólinn tek- ur við með sínum sölum, og rís þá upp einhver söluhúð á hinni dýru lóð. Ekkert hús á landinu á jafnmargar söguminningar og presta- skólahúsið, eða yfirréttarhúsið sem það áður hét. ísleifur Einarsson reisti húsið er hann fór suður frá Geita- skarði og varð yfirdómari 1800. Segir svo i Árhókum Espólíns að ísleifur léti reisa hús mikið á Austurvelli. 111 var afkoma em- bættismanna í Reykjavik þá og flýðu þeir er gátu, og fluttist ís- leifur að Brekku á Álftanesi og seldi Trampe greifa húsið. Þá voru tvær stofur í vesturenda hússins og í innri stofunni tók Jör- undur hundadagakonungur Trampe og fangelsaði. Yfirréttar-auglýsingar voru birtar á húsinu frá öndverðu og almanna-auglýsingar voru birtar í yfirrétti, og voru því líka laus brauð auglýst á húsinu, og fylgja enn báðir auglýsinga-kassarnir húsinu, hvor á sínu horni. Þegar gamla hegnitigarhúsið er dubbað upp í að verða stift-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.