Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Blaðsíða 4
220 NÝTT KIRKJUBLAÐ unaður að heyra. Um „rétUrúna8“ talaði liann aldrei, enda sagði hann einu sinni við félaga sinn, Norðmanninn: „Þú ræður, bróðir, þfnum skilningi, en það er margt í þessari hlessuðu bók (o: Nýja testani.), sem eg fæ ekki skilið.“ Klost- er var nýgjörfingur í Kvekaratrúnni og hins mótsetning. Hann var ungur og hraustlegur, en bar utan á sér, að hann var varla einhama sakir hálfsturlunar og sjúkrar ofsatrúan Sá eg skjótt, að heldur fátt var í milli þeirra félaga, undir niðri, en ofan á virtist alt með feldu. í fyrstu var eg sjálfur feiminn við þessa menn og hug- sjúkur um hvernig mér mundi takast svo nýtt og vandasamt embælti, sem eg vissi mig meira en óverðugan að gegna. Og þegar við áðum fyrst — það var í Seljadal upp af Mos- fellssveit, — og þeir lásu í Nýja testam: „og hluturinn féll yfir (postulann) Matthías“, þótti mér nóg um og setti dreyr- rauðan. En brátt minkaði feimnin, þótt vandinn héldist, og einkum að túlka Kloster, því hann var tölugur vel og oftast svo ákafur, að fáum var hent að muna alla romsuna, sem komin var þegar hann gaf mér tómstund til að túlka. Mr. Sharpe gaf mér einslega það ráð að leggja augun aftur en eyrun við, láta hugann sem allra minst dreifast, heldur ákalla andann i hljóði. „Þá skilur þú mig vel,“ sagði hann, „því gáfum og mælsku áttu nóg af“. En af viðskiftum okkar Klost- ers er það að segja, að þegar leið að ferðalokum okkar, þver- neitaði eg að túlka ræður hans framar, og efndi það vel. Hann varð afar-beiskur við, og bað mig að hafa allar sínar ófrelsuðu sálir á samviskunni á efsta degi. Englendingurinn lét sem hann lieyrði hvorki né skildi hvað okkur fór á milli, og gekk út. Þetta var í kirkjunni í Skálholti. Datt mér þá ósjálfrátt í hug hvernig fara mundi, ef einhver hinna mörgu preláta, sem þar hvíla sín bein, t. d. sjálfur meistari Jón, skyldi birtast mér í dranmi og leggja á mig reiði sína — eins og þessi ógnandi Kloster. Nei! eg svaf eins og sakleysingi næstu nótt, og aldrei, því miður, birtust mér þeir miklu guðs- menn, Þorlákur helgi eða Jón Vidalín né nokkur hinna ----- ekki einusinni Jón Gerriksson upp úr pokanum í Brúará. Næsta dag komum við félagar að litlu koti; var þar eng- in sál heima, nema konan, og lá hún sjúk á fátæklegu fleti. Það var sorgleg sjón. Sharpe talaði nokkur huggunarorð yfir

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.