Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1914 Reykjavik, 1. oktober 19. blað t ira lorsÍGinn Malldórsson. Fullu nafni hét hann Þorsteinn Jósef og var fæddur a5 Hofi í Vopnaíirði 30. janúar 1854. Fjórir urðu prestar af sonum síra Halldórs prófasts, og lifir nú einn þeirra, síra Jón á Sauðanesi. Fjarðarprestakall í Mjóafirði var endurreist með presta- kallalögunum 1880, og þangað vígist síra Þorsteinn 1882. Var sóknin áður annexía frá Dvergasteini um 80 ára skeið. Var sira Þorsteinn engin útbrotamaður, sat þar alla sína preststíð og hefir vísast aldrei sótt um annað prestakall. Nokkrar ferðir fór hann til útlanda bæði á námsárum og síð- ar, mest til að leita sér lækninga, var hann lengst af augn- veikur. Mannkostamaður var sira Þorsteinn sem hann átti kyn til, hæglátur en gamansamur. Var hann einkar vel látinn. Kvæntur var síra Þorsteinn konu frá Akureyri, Láru Svein- bjarnardóttur. Andaðist hún eftir 11 ára sambúð. Lifa 2 synir þeirra Halldór og Olafur, við háskólanám í Höfn. Síra Þorsteinn andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 18. f. m., eftir 3 vikna legu þar og langvarandi undanfarinn las- leika. Af 12 stúdentum sem fylgst höfðu að og útskrifuðust úr latínuskólanum 1877, andaðist hann annar í röðinni. Hinn, Jón læknir Sigurðsson á Húsavík, löngu látinn. Tveir þeirra tiu, er enn lifa, eru i Danmörku: Ólafur konferensráð bróðir síra Þorsteins heitins, árinu yngri, og Jón borgmeistari Fin- sen, sonur Ililmars landshöfðingja. Hinir 8 eru allir húselt- ir í Reykjavík.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.