Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 225 sínu aS eins til eldra fólksins eftir einhverjum löngu viðtekn- um „teóríum“. Þá er hætt við að kenningin verði ekki eins lífræn og hún þarf að vera. I þessu efni, eins og öllum öðrum, þarf því prédikarinn að hafa dæmi meistara síns fyrir augum, sem sagði „Leyfið börn- unum að korna til mín“. Um þetta efni mætti langt erindi ílytja, en eg læt hér þó staðar numið. Eg hefi þá minst á tvær hliðar prédikunarstarfsins, en þó er ein eftir, sern hefir ákaflega mikla þýðingu, en hún er kenningin utan kirkju i dagfarslegri breytni. Okkur er innrætt það að við eigurn að haga líferni okkar eftir kenningu Krists og dœmi, og allir munum við óska að geta það sem best. En þá megurn við eigi játa einu i orði kveðnu en aðhyllast svo alt annað. Þá verður lífið að hálfleik en kenningin látalæti, og þarf þá ekki að ávöxtunum að spyrja. „Sýn mér trú þína af verkum þínum.“ Þessi setning er hin óþrotlega krafa lífsins. Með öðrurn orðuni: Það er eftir- dceniið sem er ónússandi texti í prédikun orðsins, í hvaða grein sem er. Eftirdæmið er auðskildast og vanalega áhrifa- ríkast. Dags daglega sjáum við ótal votta um þetta í lífinu kring um okkur, og gildi eftirdæmisins rná eigi síst heimfæra til kenningarinnar og andlegra málefna. Margir ykkar muna eílaust eftir því frá skóladögunum að kenslan þar var ekki niótuð af samúð, var ólífræn, þulu- kend og ekki ólík hljóði úr forfeðranna gröfum. Þið rnunið eftir því, að þá var svo mikið djúp staðfest milli kennara og lærisveina að yfir það varð of sjaldan konúst, Og þessu er viða viðlikt háttað enn á okkar kalda landi. Við finnum sárt til þess, að þetta á ekki svona að vera. En þá megum við ekki sjálfir leiða þetta inn i okkar eigin verkahring. Síst af öllu rná prédikarinn gera það. Eftirdæmi hans má aldrei vera gagnstætt kenningunni. Hann má ekki láta sér neitt af því óviðkomandi, sem hefir almenn áhrif á söfnuðinn. Þar þarf hann að fylgjast með, eios og góður hirðir, hlása auknu lííi í þá neistana sem göfgað geta og aukið lífsfarsældina, en reyna

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.