Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 10
226 NÝTT KIRKJUBLAÐ að bægja hinu fra sem teygt getur út á eyðimörkina og valdið spillingu eða eyðileggingu. Eftirdæmið til góðs og hin þegjandi dagfarslega kenning prédikarans er oft kröftugri en nærri því alt annað. Vanti þar samúð, hlvttekning og nœman skilning, verður orðið á prédikunarstólnum eins og hljómandi málmur eða hvellandi bjalla og nær ekki til hjartnanna. Þá myndast þetta djúp á milli, sem ekki verður brúað, og hvor kennir svo öðrum um hinar ófarsælu afleiðingar. Að endingu vil eg aftur taka það fram, að þetta sem nú hefi eg sagt, er talað frá sjónarmiði og reynslu lærisveinsins, án þess að hafa nokkurn einstakan mann eða prédikara fyrir augum, og síst nokkurn hér viðstaddan. Að eg eigi minnist á framkomu lærisveinsins stafar af þvi, að eigi er hægt að taka tvö allumfangsmikil efni fyrir í þessu stutta máli, enda vil eg mega vænta þess að einhver ykkar geri það síðar meir. Það eru ])á þessi þrjú meginatriði sem mér finst að komi til greina þegar svara skal spurningunni: „Hvað skal eg pré- dika?: 1. Hin einföldu sameiginlegu sannindi trúarbragðanna séu framsett með hiklausum dliuga og krafti sannfæringar- innar; orðið sé frjálst og taki í þjónustu sína allar sið- bcetandi lífshreyfingar hvar sem þær finnast. 2. Kenningin þarf að leggja alla stund á að ná áhrifum á œskulýðinn og mynda þannig, smám saman, andlega heilbrigða og siðbætta kynslóð. 3. Eftirdœmi og dagfar prédikarans þarf að vera í fylsta samrœmi við orðið, og kennarinn þarf að lifa með söfn- uðinum, en ekki standa utan við liann. estanbr éf frá tveim fyrverandi alþingismönnum. Kunningjar mínir fiá þingi senda samtímis kveðjur, og hygg eg báðum sé meinlaust að sjáist á prenti. Fyrra bréfið er frá Halldóri Daníelssyni fyr í Langholti, Só eg um hann í Löghergi

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.