Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Síða 13

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Síða 13
NÝTT KLRKJUBLAÐ 229 Það vil eg að síðustu segja yður, að þrátt fyrir þessa skoðun, og þó eg liaíi mist trúna á ýmsislegt, sem mér var kent í æsku, þá er eg nú miklu sterkari, og að mér finst, sannari trúmaður en áður. Eg trúi á eilífa framþróun þessa lieims og annars. Þótti svo fallegt sem gamli Páll Melsteð sagði: „Eg vil deyja með forvitnishug". Mér liður þolanlega. Er samt heilsuveill og get lítið unnið. Börn mín komast vel af, eg er hjá þeim. Halda 0 hópinn og eiga heimilið. Eg syng því með Sigurði Breið- fjörð. „Nóg að eta og næturflet eg heíi“. Og enn eitt: Þið ættuð að láta Vestur-íslendinga hafa forrétt í stjórnlögum ykkar, að fá borgarrétt eftir 1 ár, ef þeir ílytja heim. Sá timi getur upprunnið, að Vestur-íslend- ingar flytji að mun heim. Astæður fyrir þeirri spá yrði of- langt mál. Eg treysti því að þér virðið á liægra veg fyrir gömlum íslending, sem aldrei hættir að vera íslenskur. jjýr pdfi. Það mun hafa verið eitt hið síðasta verk hins nýlátna páfa, að Iiann reyndi að stilla til friðar, og út af heiminum fór hann andvarpandi yfir ]>ví, hvað páfinn mætti sín lílið nú á dögum. Og þó verður engum trúarleiðtoga jafnað til páfans. Tvö hundruð og fimtíu miljónir telja hann andlegan föður sinn og hjá flestum trúuðum katólskum mönnum hafa orð hans og dómar meira að segja en vér mótmælendur getum gert oss hugmynd um. Beint það trúaratriðið sem oss meiðir mest, að páfinn sé óskeikull, er liann i embættisnafni talar um trú og siðu, er einmitt helluhjargið í trú alls fjöldans. Nú er kominn nýr páfi ok heitir Benedikt XV. Jóhann- esar nafnið hefir verið tíðast en þó enginn horið nú í rétt 500 ár. Costa karlinn sjóræningi fór alveg með það nafn. Hann var 23. Jóhannes á páfastóli. Gregorar hafa verið 10, fyrir- rennari Píusar IX hét því nafni. Þá höfðu verið 14. Bene-

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.