Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Síða 7
NÝTT KÍRKJUBLAÐ
borg. Ymsar fjölskyldur |iar i bænum skiftust á með, að
gefa lionum að borða. 1856 tók bann stúdentspróf í Upp-
sölum. Hann las heimspeki, tók doktorsgráðu 1863, og var
síðan dósent við Qppsala háskóla i nokkur ár.
Jafnframt því sem liann kendi, gaf hann út margar bæk-
ur*) beimspekiiegs-kristilegs efnis.
Sumar af þeim komu illa við kaun manna, og vöktu
mikið umtal, t. d. „Kuiturens Offervásen".
Á þessum árum átti hanu í miklu sálarstríði, því lýsir
hann í kvæðinu „Mig þyrstir" (i „Vittra Skrifter“).
Fyrir utan biblíuna segir hann, að engin bók bafi haft
jafn mikil áhrif á sig, og „Den sista Athenaren“ eftir Vietor
Rydberg**). Og af heimspekingum hefir enginn liaft jafn
mikil áhrif á bann, og landi hans, Kristoffer Jakob Boström
f 1866.
Það sannaðist á Wikner „að enginn spámaður er vel
metinn á ættjörð sinni“. Hann fekk ekki prófessorsembætti
við háskólann i Uppsölum, þótt allir vissu, að enginn af kenn-
urunum hafði jafn-mikil áhrif á stúdentana og bann.
Árið 1884 buðu Norðmenn honum prófessorsembætti við
háskólann í Kristjaníu, það þáði hann, og var þar þangað
til hann dó, 15. maí 1888, rúmlega fimtugur að aldri.
Rétt áður en hann dó, höfðu Svíar boðið honum embætti
við háskólann i Uppsölum, en ]>að var um seinan.
Hann var grafinn í Uppsölum í viðurvist fjölda manns.
Margir af merkustu mönnum Norðurlanda fluttu ræður við
jarðarförina. Nú var öllum ljóst, hversu mikils virði hann
var, og sannaðist þá sem oftar gamla máltækið: „enginn veit
hvað átt hefir, fyr en mist hefir“.
Pontus Wikner var kennari með svo miklum afburðum,
*) Af bókum lians vil eg sérstaklega benda á: „Vittra Skrift-
er“, sem er safn af ritgerðum og kvæðum eftir liann (Verð kr.
3,50. „Tankar och fragor innför Milnniskones son“, (Verð 3 kr.).
Og af bókum um hann: „Áberg: Oarl Pontus Wikner. Hans
lefnad och UVror“, (Verð 3 kr.) og „Eklund: Pontus Wikner“.
(Eöreningen Heimdals Polkeskriíter), verð 20 aur.
**) I þessari bók lýsir Rydberg baróttu kristninnar við
guðatrúna. L 0.