Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Qupperneq 8
4
NÝTT KIRKJUBLAÐ
að hann er einstakur í sinni röð. Hann elskaði nemendurna
og gerði alt sem hann gat, til þess að vekja hið göfuga og
góða í eðli þeirra. Þeir skoðuðu hann sem föður eða eldri
bróður, sem þeir ókviðnir gátu talað við um alt, og spurt til
ráða, þegar vanda bar að höndum.
Eg hefi heyrt gamla menn tala um það með tárin í aug-
unum, hvernig hann hafi vakið fagrar hugsjónir hjá þeim,
og hjálpað þeim bœði í andlegum og líkamlegum efnum.
Þegar eg gríp niður í einhverja af bókum Wikners, finst
mér áhrifin vera líkust því, að koma út í skóg á vordegi,
þegar alt angar af blómum, og fuglarnir syngja glöðum rómi
upp í trjánum.
•— Það er eins og alt segi:
„Hærra minn guð til þín,
hærra til þín“.
Gaman hefði verið að skrifa nánara um skoðanir P. W.
en annirnar leyfa það ekki.
Eg vona að þessar línur geti orðið til þess, að einhver
sem Ies þetta, geri gangskör að því að kynna sér rit þessa
merka manns. Þau finnast að öllum líkindum á landsbóka-
safninu.
Vejle í okt. 1914.
Ingibjörg Ólafsson.
HlY’arp
við búnaðarndmsskeiðslokin i :H|jarðarholti 1914.
Kærir hræður!
Eg vona að ykkur öllum þyki ])að vel við eiga, að slíta
þessu námsskeiði hér með nokkrum góðum orðum. En þeg-
ar eg tala um að slíta þessari samkomu með góðum orðum,
þá má enginn misskilja mig svo, að það hafi ekki einmitt
líka verið góð orð sem hér liafa verið sögð þessa daga.
Eg sagði hér nýlega, að eitt af því hugðnæmasta, sem
væri að gerast hjá ]>jóð vorri um þessar mundir, væri dreif-
ing þekkingarinnar út til fjöldans. Það var einu sinni sú tíð,