Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Qupperneq 9
NÝTT KIRKJUBLA©
5
að fáir menn áttu alla ]»ekkingu, sem þá var til. Allur þorri
fólksins var fáfróður, og varð að láta aðra svo að segja sjá
alt fyrir sig og gera alt fyrir sig, sem einhverja þekkingu
þurfti til — og þá voru erfiðar tíðir. Nú er þetta alt að
breytast, þekkingin að verða eign fleiri og fleiri; og einn lið-
urinn í þessari þekkingaráveitu á akur þjóðlífsins eru þessi
námsskeið. Og eg er þess viss, að þeir sem hér hafa setið
allan tímann, og fylgst vel með því, sem hér hefir verið sagt,
að þeir fara héðan talsvert fróðari um ýmislegt sem menn
þurfa að vita, ekki sízt, eða aðallega í því, er landbúnað snert-
ir, og sem á ýrnsan hátt má þeim síðar að gagni verða.
Þeir liafa fyrir veru sina hér eignast dálitið af viðbótarvopn-
um í baráttunni fyrir tilverunni; þeir œttu fyrir það að vera
dálítið betur út í lífið búnir, dálítið sterkari.
Þekking er afl, ment er máttur, — þessi skoðun, þessi
sannfæring ryður sér nú meira og meira til rúms í hugum
þjóðarinnar. Gamla spekin: að bókvitið verði ekki látið i
askana, er að líða undir lok — nýja skoðunin, að þekkingin,
ekki sízt á öllu því er alvinnuvegina snertir, og mörgu öðru,
sé ómissandi fyrir hvern þann, er komast vill áfram í lífinu, og
verða þar maður með mönnum talinn, þessi skoöun er alstað-
ar að vinna sigur — og öll þau orð, sem að því Iúta, að
gjöra menn á einhvern hátt sterkari og hæfari í lífsbaráttunni,
öll þau orð eru góð orð, eða verða að teljast góð orð. —
Eg mintist á það, að mentun væri máttur, og mátturinn er
góður, en hann er því að eins góður, að hann komi niður á
réttum stað. Það má misbrúka máttinn á ýmsan hátt. Með-
an hann er notaður eins og Þór notaði sinn mátt forðum,
til að berja á tröllum og illþýði, meðan hann er notaður til að
mylja erfiðleikana, láta hið illa og ljóta og ranga hverfa, meðan
hann er notaður til varnar hinu veika, til að hefja hið lága, á
meðan er hann sannnefndur kostagripur — en það má nota
hann í aðrar áttir, þessum gagnstæðar — og þá getur hann
orðið sannnefndur hættugripur. Til ]>ess að mátturinn, líka
sá máttur, sem er fólginn í mentun og lærdómi, — til þess að
hann geti orðið einni þjóð til sannrar blessunar, til þess þurfa
að vera sameinaðir honum mannkostir, drenglyndi, sannleiks-
ást, réttlætistilfinning og um fram alt kærleikur. Og þetta alt
liggur eiginlega í þessu orði, mentun; mentun er ekki aðeins