Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Side 19

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Side 19
NÝTT KtttKJUBLAÐ 15 Sælir eru friðflytjendur, þvi að þeir munu guðs synir kall- aðir verða. Striðið og brennivínið. £>egar þýzka hernum var stefnt saman, var allur vari hafður á því að hermenn fengju nokkuð í staupinu. Ollum sem að stóðu kom saman um það, að áfengisdropi mætti ekki koma inn fyrir varir hermannanna. Keisarinn hafði og hátíðlega lýst því yfir, að sigurvonin væri mest komin undir bindindi. „Taugarnar, taugarn- ar — þurfa að vera óskemdar11. Þegar stríðið hafði staðið 7 vikur, kemur svolátandi skeyti til Berlínar frá frönsku vlgstöðvunum: „Krónprinsinn biður um romm og arrak, sem allra fyrst út á vigstöðvarnar, svo að um muni". Áfengissalar og bruggarar hafa orðið ágætlega við þessu, og gjafabrennivínið hefir streymt að í tugum þúsunda lítra á herfylki, og pósturinn flytur þessar „kærleiksgjafir11 ókeypis. Norska Kirkjublaðið tekur þetta eftir merkum þýzkum blöðum. Eftir að þetta var sett, berst Norskt Kirkjublað með þeirri leiðrétting, að krónprinsinn hafi lýst þvi yfir, að þessi pöntun liafi. bara verið til heilsubótar-nota. Stríðslokin. Allir geta spáð — og enginn. — Getspakur maður erlendis ritar skömmu fyrir árslokin: Seigt gengur með stríðið og litur nú út fyrir, að það muni verða mjög langvint. Sennilega verða Þjóðverjar að lúta að lok- um fyrir ofuraflinu, en litla trú liefi eg á, að þeir verði með vopn- um unnir, allra sízt á lundi. En það verður „ökónómiska" stríð- ið, sem þá mundi koma þeim á kné. Englendingar eyðileggja alla verzlun þeirra og siglingar, útflutning og innfiutning, og þá einnig allan iðnað. Slíkt þolir engin stórþjóð til lengdar. Allur íjárhagunnn fer 1 kaldakol og skortur á mörgum nauðsynjum verð- ur óbærilegur. Þetta get eg hugsað mér að verði Þjóðverjum að falli, en ekki vopn fjandmannanna. Gott vatn. Sira Helgi á dren jaðarstað hefir með ærið miklum kostnaði náð Laxá yfir túnið og grundirnar niður af. Árangurinu orðið sá, að þar sem áður fékst af grundunum að meðaltali hátt á 4. hundr- að, losuðu þær í sumar 900 hesta, af þingeysku bandi. Gamall bóndi um þær slóðir hefir í 30 ár veitt Laxá á engi sitt, og fær þar er bezt lætur 50 hesta af liektara.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.