Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Page 20
16
NÝTT KIRKJUBLAÐ
Áin segir til áveitugæðanna, grænn kögur með henni allri.
Og ekki lánast stangaveiðin niður við fossana, — alt í slíi, öngull
og æti.
Gróðrarauður íslands fljótteknastur i áveituvatninu.
Jarðabætur presta.
Vel eru þeir við með jarðabætur, margir prestarnir, þótt ílestir
séu leiguliðar. Hefir fjórði liluti presta, þeirra er í sveit búa,
hlotið verðlaun úr Ræktunarsjóði.
Hæstu verðlaun, 200 kr., hafa 3 prestar fengið, þeir síra Björn
á Dvergasteini, síra Eggert á Breiðabólsstað, og nú síðast sira
Magnús í Vallanesi.
Sira Magnús hlaut 100 kr. verðlaun 1905 fyrir umbætur sín-
ar á prestsetrinu, en 200 kr. verðlaunin voru fyrir afarmikil og
hagsýn mannvirki á nýbýlinu.
Sighvatur Grímsson Borgfirðingur.
Sívinnandi er hann á söfnunum hér hinn mikli fræðimaður.
Hann sendi N. Kbl. kveðju á jólum, og var þar í þessi staka:
Degi hallar, dofnar ról | Drottins lýsir náðarsól;
sé eg nú um svella ból | sjötugustu og fimtu jól.
Jólabókin IV.
Komin frá bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar, eiguleg
og efuisgóð að vanda: Nóttiu helga, kvæði eftir G. G., tvær eink-
ar fagrar þýddar sögur o. fl. Verð 50 au.
Hallgrímsmynd Samúels Eggertssonar.
Steinprentuð í Dýzkalandi, skrautleg mjög í mörgum litum.
Hallgrímur er f stólnum. Yfir er bogi, allar útgáfur Passíusálm-
anna að greindum ártölum. Margt skráð úr sálmuuum og kveð-
skap um H. P., af mikilli list. Verð 1 kr. Seldist ágætlega í
Rvik.
Til Brezka Biblíufélagsins.
Bætst hefir við áðurgefnar 20 kr.: Sr. Sig. Gunnarsson 10 kr.
Bjarmi, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvur i miinnði. Verð
1 kr. 50 au., í Ameríku 75 cent. Ritstjóri Bjarni Jónsson kennari.
Sameiningin, mónaðarrit liins ev.lút. kirkjuí'. Isl. í Vesturlieimi.
Hvert númer 2 urkir. Verð hér ú lundi kr. 2,00. Fæst hjó kand.
Sigurb. Á. Gislasyni i Rvk.
_______Ritstjóri: ÞÓIIHALLUR BJARNARSON.
F élagsprentsmiðj an.