Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Page 9

Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Page 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 201 þessu viijum á nokkurn hátt vekja illdeilur, aSeins viljum vér leita til yðar spyrjandi, og oss fmst það vera rétt aðferð, þar sem vér erum í stjórn félagsins, en þér eruð verndari þess, og standið yfir stjórnarnefndinni, þar sem þér eruð í tilsjón- arráði félagsins. En svo segir í 12. grein félagslaganna: „Til- sjónarráðið gætir þess, að télagið víki ekki af grundvelli sín- um; gjöri félagið það, er tilsjónarráðinu heimilt að uppleysa félagið í samráði við Sambandsstjórnina í Sviss“. Nú trúum vér þvi, að félagið hafi ekki vikið af grund- velli sínum, en hyggjum að athugasemdirnar í N. Kbl. eigi við aðferðina og um slíkt væri gott að ræða nánar. Vér höfum reynt að gæta barnseðlisins eftir því sem oss hefir veizt skilningur til, raðað unglingunum og börnunum niður i deildir eflir mismunandi þroska og aldursskeiði, þess* vegna er til bæði sunnudagaskóli, yngsta-deild, unglinga-deild og aðal-deild. Vér höfum reynt eftir föngum að hafa efnið margbreytilegt, almennar kristilegar samkomur, biblíulestra og annað, er miðar til uppbyggingar. Fyrirlestrarnir hafa verið haldnir af ýmsum mönnum um margbreytileg efni, saklausar skemtanir hafa verið á boðstólum, bókasafni hefir verið kom- ið á fót með mörgum góðum og hollum hókum, ýmsir smá- flokkar hafa komið upp innan félagsins eftir mismunandi þrá meðlimanna, t. d. íþróttaílokkar, jarðræktarflokkur, hljóðfæra- flokkur o. fl., en alt bygt á hinum eina og sama grundvelli, og takmarkið hið sama með því öllu — að leiða ungar sálir til Krists, og aðalkjarninn í samkomum vorum hefir verið guðs orð. En starfið er vandasamt og mikil ábyrgð hvílir á þeim, sem starfa í vfngarði drottins, og því eigum vér alls ekki að loka eyrum né augum, þegar oss er bent á gallana og fáum að vita, hverjir þeir eru; af slíkum bendingum eigum vér einnig að læra. Á síðasta stjórnartundi kom oss undirrrituðum því saman um að snúa oss til yðar og biðja yður, herra biskup, um nánari upplýsingar þessu viðvikjandi oss til leiðbeiningar. Reykjavík 28. júlí 1915. Með mikilli virðingu. í stjórn K. F. U. M.: Bjarni Jónsson. K. Zimsen. P. Þ. J. Gunnarsson. Haraldur Sigurðsson. Sigurjón Jónsson. Guðm. Ásijörnsson. Sigurbj. Þorkelsson.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.