Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Qupperneq 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ
203
vill heldur eigi ómælt hafa þetta i greininni 15. júli, að bet-
ur megi vinna, og hetur þurfi að vinna en gjört hefir verið í
K. F. U. M.
Ný stefna, á hverju svæði sem er, lifir beint á því að
hún þykist taka hinni gömlu fram. Og brýningin var til
hennar í N. Kbl., að sýna það í verki.
Sú ásökun var borin fram á synodus 1913, að nýja
stefnan vildi ekki gefa sig að verklegri kristilegri starfsemi.
Hefi eg fyrir mér „Bjarma“ 1. ágúst 1913, að það sé „áreið-
anlegt að síðan nýja stefnan komst í algleyming í guðfræðis-
deildinni hafa námsmenn hennar dregið sig alveg í hlé frá
sunnudagaskólanum og öðru kristindómsstarfi í Reykjavík“.
Mér rann því í skap á synodus í ár, er það var borið fram
ómótmælt, að guðfræðisnemendur háskólans hefðu siðastliðinn
vetur verið gjörðir afturreka, er þeir buðu fram starf sitt í
K. F. U. M.
Skýringin á þessu kom svo í fundarskýrslunni í Bjarma,
að mönnum nýju stefnunnar sé ekki treystandi til að vinna
með þeim sem eldri stefnunni fylgja.
Þá kom greinin ’í N. Kbl. 15. júlí um stefnumuninn, með
þeirri ályktun, að hvor slefnan fyrir sig verði að starfa frjáls
og sjálfstæð.
Hygg eg enn að svo færi bezt, en heyri utan að mér van-
traust á því, að ráðandi menn í K. F. U. M. mundu láta hús
sitt falt til þeirra nota.
Það skil eg ekki, ef ú reyndi. Hitt skil eg fremur, að
þeir hafni samvinnu, því nánara er það, en að nota sömu
stofu til skiftis.
En ráðandi menn hinnar eldri stefnu geta eigi hvort-
tveggja í senn: ámælt háskólamönnum fyrir samvinnuleysi,
og varnað þeim samvinnunnar er fram er boðin.
„Málefnin og ekki mennirnir" er þrásinnis viðkvæðið, en
í lífinu er það oftast nær öfugt, sem er ofur-skiljanlegt.
Og líti eg á mennina, sem hér yrðu í fylkingarbrjósti
hvoru megin, þá eru það hinir góðu samverkamenn N. Kbls.,
sem nú, sem oftar áður, eiga mest í blaðinu, upp úr synod-
ushaldi, þeir síra Bjarni prestur i Reykjavík og dósent síra
Sigurður Sívertsen, Á eg bágt með að trúa því, að sam-