Fréttablaðið - 09.11.2009, Blaðsíða 10
10 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Aðeins eitt verð
1.190,- kr/kg
Ath! Sama hvað það er.
Allur ferskur fi skur, allir fi skréttir
....allur fi skur í fi skborði.
Tilboðið gildir alla vikuna.
HÆLISLEITENDUR Hælisleitandinn
Paul Ramses hefur ekki fengið
svar frá Útlendingastofnun um
hvort hann fái að vera áfram á
landinu eða ekki. Hann sótti fyrst
um hæli hér í febrúar 2008.
Ramses og kona hans Rosemary
eru bæði í vinnu og leigja íbúð í
miðbænum. Sonur þeirra, Fídel
Smári, er að
verða átjá n
mánaða gamall,
en honum hefur
þega r ver ið
synjað um leik-
skólavist, þar
sem foreldrar
hans eru utan
kerfis.
Lögmaður
Ramses, Katrín
Theódórsdóttir, mótmælti þessu
fyrir hönd fjölskyldunnar og
benti leikskólasviði borgarinnar á
að foreldrar Fídels Smára greiddu
skatt og útsvar í Reykjavík.
Leikskólasvið féllst þá á að gera
„undan tekningu frá ófrávíkjan-
legu skilyrði“, þannig að Fídel fær
pláss hjá dagforeldri niðurgreitt
frá borginni. Hann fær samt ekki
að vera á leikskóla.
Katrín segist fegin þessari
niðurstöðu, þótt hálfur sigur sé.
Einnig virði hún það við Útlend-
ingastofnun að taka ekki Paul
Ramses fram fyrir röð hælisleit-
enda, þótt mál hans hafi fengið
mikla umfjöllun á sínum tíma.
Hins vegar segi það meira en
mörg orð um ástand útlendinga-
mála hér á landi hversu langan
tíma þetta taki.
„Ég fullyrði að þessi vinnslu-
hraði og lengd málsmeðferðar-
innar er brot á stjórnsýslulögum.
Það á að afgreiða mál eins fljótt
og auðið er. En allir hælisleitend-
ur þurfa að bíða svona lengi eftir
frumákvörðun í hælismálum og
síðan, ef þeir kæra neitunina,
mega þeir bíða í átján til 24 mán-
uði til viðbótar eftir afgreiðslu
dómsmálaráðuneytis,“ segir
hún.
Eftir að Ramses sótti um hæli
í febrúar var honum synjað um
það að kvöldi 2. júlí og boðið að
gista hjá lögreglu. Daginn eftir
var hann sendur til Ítalíu, en kona
hans og barn voru skilin eftir á
Íslandi.
Mikið var fjallað um málið í
fjölmiðlum og mótmælt fyrir
utan dómsmálaráðuneytið,
uns ný gögn í málinu bárust
Útlendingastofnun, og Ramses
var kallaður til hælismeðferðar á
Íslandi. Þetta var 25. ágúst 2008.
klemens@frettabladid.is
Bíður enn milli vonar og ótta
Paul Ramses og fjölskylda bíða þess enn að Útlendingastofnun ákveði hvort þau fái að búa á Íslandi eða
ekki. Sonur þeirra fær ekki að vera á leikskóla. Útlendingastofnun brýtur stjórnsýslulög, að mati lögmanns.
KATRÍN
THEÓDÓRSDÓTTIR
PAUL, ROSEMARY OG FÍDEL SMÁRI Foreldrarnir vinna og búa í Reykjavík, en vita ekki
nema þau þurfi að fara frá landinu hvenær sem er með skömmum fyrirvara. Fídel
Smári fær ekki að fara á leikskóla fyrr en úr því er skorið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SVEITARFÉLÖG Undirbúningur
vegna kæru Djúpavogshrepps og
Vopnafjarðarhrepps vegna starf-
semi Giftar/Samvinnutrygginga
GT stendur enn yfir hjá Sam-
bandi sveitarfélaga.
Sveitarfélögin fólu samband-
inu í ágústmánuði að óska eftir
opinberri rannsókn á hugsanlegu
misferli í rekstri Giftar. Eignir
Giftar urðu verðlausar við hrunið
síðastliðið haust en félagið hafði
ávaxtað sjóði tryggingataka hjá
Samvinnutryggingum GT með
kaupum á hlutabréfum í Kaup-
þingi og Existu.
Þorsteinn Steinsson, sveitar-
stjóri á Vopnafirði, sagði við
Fréttablaðið í gær að lögfræði-
deild Sambands sveitarfélaga
væri enn að vinna í málinu og
málið hefði ekki verið sent til
meðferðar hjá yfirvöldum. - pg
Rannsókn á Gift:
Sveitarfélög
undirbúa kæru
Bannið verði framlengt
Bann við því að Kjararáð hækki laun
alþingismanna, ráðherra og helstu
embættismanna verður framlengt til
ársloka 2010 samkvæmt frumvarpi til
laga, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt
að leggja fyrir Alþingi. Frá og með
ársbyrjun 2011 getur ráðið hins vegar
aftur fellt úrskurði um kjaramál og
hækkað laun kjörinna fulltrúa og
embættismanna ef launaþróun hjá
viðmiðunarhópum gefur tilefni til.
KJARAMÁL
Ég fullyrði að þessi
vinnsluhraði og lengd
málsmeðferðarinnar er brot á
stjórnsýslulögum.
KATRÍN THEÓDÓRSDÓTTIR
LÖGMAÐUR PAULS RAMSES
LÖGREGLUMÁL Stúlka á tvítugs-
aldri var handtekin í gærkvöld,
eftir að hafa reynt að kasta
pakka inn í fangelsisgarðinn á
Akureyri. Í pakkanum voru lyf-
seðilskyld lyf, sprautur og nálar.
Sama stúlka var handtekin á
Akureyri fyrir viku vegna gruns
um fíkniefnamisferli.
Fjögur önnur mál komu upp í
umdæmi lögreglunnar á Akur-
eyri í vikunni. Á þriðjudag gerði
lögreglan leit í húsi í bænum.
Þar var karlmaður um þrítugt
handtekinn og fundust um fjöru-
tíu grömm af fíkniefnum, bæði
örvandi efnum og kannabis-
efnum.
Tilraun til smygls á Akureyri:
Sama stúlkan
tekin tvisvar
ALÞINGI Átta þingmenn allra
flokka hafa lagt fram á Alþingi
þingsályktunartillögu um að fela
ríkisstjórninni að skipa nefnd til
þess að gera tillögur að úrbótum á
stöðu transfólks hér á landi. Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, þing-
flokksformaður VG, er fyrsti
flutningsmaður tillögunnar.
Í greinargerð tillögunnar segir
að réttarstaða hópsins hér á landi
sé bæði veik og óljós. Engin sér-
stök lög gildi um málefni fólksins
hérlendis og margt vanti upp á til
að lagalegt jafnræði og full mann-
réttindi séu tryggð.
Nefnt er dæmi um að ýmis-
legt sé óljóst þegar kemur að
meðhöndlun transfólks innan
heilbrigðisgeirans og umboð
og réttarstaða þegar kemur að
læknisfræðilegri meðferð séu
óskýr. Þá sé ýmislegt óljóst þegar
kemur að óskoruðum rétti trans-
fólks til að óska eftir breytingu á
skráningu nafns og kyns í þjóð-
skrá. Einstaklingur sem lifi í
nýju kynhlutverki geti ekki fengið
nafni sínu breytt nema hafa geng-
ist undir aðgerð til leiðréttingar
á kyni, jafnvel þótt einungis hluti
transfólks gangist undir slíka
aðgerð.
Bent er á að til þess að móta
framsækna löggjöf í þessum
efnum hérlendis sé hægt sé að
sækja fyrirmyndir til hins besta
sem finnist í löggjöf annars staðar
á Norðurlöndunum og í Hollandi.
Átta þingmenn allra flokka leggja fram þingsályktunartillögu:
Vilja aukin réttindi transfólks
GUÐFRÍÐUR OG TRYGGVI Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og
sex aðrir þingmenn allra flokka hafa lagt
fram þingsályktunartillögu um bætta
réttarstöðu transfólks.
BÆNHEIT MÓÐIR Nú nálgast óðum
inntökupróf í framhaldsskóla í Suður-
Kóreu. Þessi móðir lagði af því tilefni
leið sína í Búddahof í Seúl þar sem
hún bað fyrir góðum árangri sonarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FANGELSISMÁL Unnið er að gerð
frumvarps sem felur í sér að fang-
ar geti lokið hluta afplánunar undir
rafrænu eftirliti.
Páll Winkel, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, segir að þrátt fyrir
að slíkt eftirlit geti verið kostnaðar-
samt lítist honum vel á hugmynd-
irnar.
„Stefna okkar og ráðuneytis-
ins er að auka vægi afplánun-
ar fyrir utan fangelsi,“ segir Páll
og bætir við að þeir sem fengju
að vera undir slíku eftirliti væru
menn sem stofnunin treysti og
væru búnir að vera lengi í afplán-
un. „Okkur vantar vissulega pláss
fyrir hættulega glæpamenn en það
eru menn inni á meðal sem er full-
komlega treystandi í þetta.“
Hvernig eftirlitinu yrði háttað
liggur ekki nákvæmlega fyrir en
Norðurlöndin hafa haft fanga með
ökklaband þar sem fangaverðir og
félagsráðgjafar taka þátt í eftirlit-
inu. Til greina getur komið að fylgj-
ast með föngum í gegnum síma
þeirra, sem er ódýrari aðferð.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra segir eftirlitið íþyngjandi
fyrir fanga og ekki þýða afslátt af
refsingu þeirra. Í frumvarpinu eru
einnig tillögur um rýmri reglur um
reynslulausn, sem og að fangar geti
í auknum mæli afplánað refsingu
með samfélagsþjónustu. - jma
Rafrænt eftirlit með föngum hugsanlegt:
Gæfi ekki afslátt af
refsingu fanga
HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ FÖNGUM Í GEGNUM SÍMA Nokkrar aðferðir við rafrænt
eftirlit eru viðhafðar í öðrum löndum. Ein af þeim ódýrari er að eftirlitið fari fram í
gegnum síma fanga.