Fréttablaðið - 09.11.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.11.2009, Blaðsíða 36
20 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Tannlæknirinn og lagahöfundurinn Heimir Sindrason hefur sent frá sér hina hugljúfu plötu Ást og tregi. Ellefu ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út. „Ég gef út álíka oft og Hekla gýs. Ég vona að þetta hafi ekki í för með sér að hún gjósi,“ segir Heimir og hlær. Margir af bestu söngvurum þjóðarinnar þenja raddböndin á plötunni, þar á meðal Diddú, Egill Ólafsson og Stefán Hilmars- son. Yngri söngvarar á borð við Klöru í Nylon og Edgar Smára koma einnig við sögu. Þau syngja lög sem tóku þátt í undan keppni Eurovision-hér á landi fyrr á árinu, The Kiss We Never Kissed og Cobwebs. Einnig eru á plötunni þrjú lög sem Heimir samdi fyrir brúðkaup barn- anna sinna auk þess sem lag hans við sjálft Faðirvorið bindur endahnútinn á plötuna. „Ég var að svæfa barnabörnin mín og vantaði lag við þessa bæn, þannig að ég raulaði þetta á miðri nóttu,“ segir Heimir og vonast til að lagið eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni. „Allir krakkar sem heyra þetta lag eru sjúkir í það og þá er tilganginum náð. Mig langaði fyrst og fremst að gera þetta lag aðgengi- legt fyrir krakka.“ Heimir sló í gegn á sjöunda áratugnum í dúettnum Heimir og Jónas og samdi Heimir þá hið gríðarvinsæla lag við ljóðið Hótel jörð. Síðan þá hefur hann einbeitt sér að tannlækningunum þó svo að tón- listargyðjan hafi aldrei verið langt undan, eins og sannast með nýju plötunni. - fb Krakkarnir sjúkir í Faðirvorið HEIMIR SINDRASON Lagahöfundurinn snjalli hefur sent frá sér plötuna Ást og tregi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Michael Caine upplýsir í við- tali við Esquire-tímaritið að allir vinir hans hafi yfirgefið sig þegar hann ákvað að gerast leik- ari. Ástæðan var einföld; hann hafði einfaldlega ekki efni á því að kaupa drykki á barnum. Caine, sem nú er orðinn það ríkur af leiklistinni að hann gæti keypt sér sinn eigin bar, segir að fyrstu árin sín sem leik- ari hafi verið erfið. „Ég var hálfatvinnu- laus og átti engan pening. Slíkir menn eru yfirleitt mjög ein- mana.“ Yfirgefinn Caine MICHAEL CAINE Steven Tyler, söngvari Aerosmith, yfirgaf sveitina á tónleikum í Abu Dhabi fyrir tæpum mánuði. Hann er sagður hættur öllu rokk- stússi. Hljómsveitin var að spila í Abu Dhabi fyrir um mánuði og eftir að ellismellirnir höfðu lokið sér af lét Tyler sig hverfa upp í flugvél og hefur hvorki talað við kóng né prest síðan þá. Gítarleikari hljómsveitar- innar og hennar helsti lagasmiður, Joe Perry, segir í samtali við Las Vegas Sun að hann búist ekki við því að Tyler snúi aftur. „Hann er hættur en ég veit ekkert meira. Ég kom frá Abu Dhabi fyrir tveimur dögum og las á netinu að Tyler hygðist segja skilið við okkur,“ segir Perry. Perry heldur því jafnframt fram að söngvarinn svari hvorki í síma né neinum skilaboðum frá öðrum hljómsveitarmeðlimum þannig að þeir standi í raun á gati hvað þetta varðar. „Hann hefur hvorki sett sig í samband við mig né hina meðlimi Aerosmith til að ræða þessa hluti. Hann er reyndar frægur fyrir svona stæla og ég hef bara lært að lifa með þeim,“ útskýrir Perry í viðtalinu við Las Vegas Sun. Perry segir Tyler augljóslega hafa misst áhugann, hann hafi ekki gefið sig allan í verkefni sveitarinnar og þetta sé niðurstaðan. „Hann var greinilega búinn að hugsa um þetta í mjög langan tíma. Mér þykir enn vænt um hann sem manneskju, alla- vega þá manneskju sem ég þekkti einu sinni, en mér þykir það jafn- framt lélegt að láta okkur lesa um þetta á netinu.“ Perry tekur reynd- ar skýrt fram í viðtalinu að sveit- in sé hvergi nærri hætt, með brott- hvarfi Tylers geti hún fundið nýjan og betri hljóm. fgg@frettabladid.is Steven Tyler yfirgefur Aerosmith > HÆTT AÐ REYKJA Kate Hudson er hætt að reykja. Eða svo fullyrða bandarískir fjöl- miðlar. Og hefur snúið sér að því að borða góðan mat og dansa salsa með nýja kærastanum Alex Rodriguez, fyrrverandi elsk- huga Madonnu. BRESTIR Í SVEITINNI Steven Tyler er hættur í Aerosmith og hefur hvorki talað við kóng né prest um brotthvarf sitt. Aðrir liðsmenn sveitarinnar lásu um þessa ákvörðun Tylers á netinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.