Fréttablaðið - 09.11.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2009, Blaðsíða 6
6 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR ÞJÓÐGARÐAR „Ég á von á því að þess- um sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjar- lægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvalla- nefndar, um lokaðan veg um sumarbústaða- lönd í Gjábakka- landi. Félögin Gjá- bakki ehf. og Vatnsvík ehf. hafa frá því 2004 keypt þrjá sumarbústaði á samliggjandi leigulóðum í Gjábakka innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Stærsta húsið er bústaður sem Gísli Jóns- son alþingis- maður átti og gaf SÍBS fyrir rúmum fjöru- tíu árum. Þeim bústað fylgir fjórtán hektara leigu- lóð í eigu ríkisins. Lauslega áætlað er lóðin um þrjátíu sinnum stærri en meðal sumarhúsalóð. Skráður eigandi Gjábakka ehf. og Vatnsvíkur ehf. er Ólafur H. Jónsson. Með Ólafi í stjórn þessari félaga er dóttir hans Kristín Ólafs- dóttir. Hún er eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þingvallanefnd hefur ráðfært sig við lögfræðing í tilefni þess að vegi sem liggur að leigulóðum áður- nefndra bústaða hefur verið lokað með keðju og hann merktur sem einkavegur. „Þetta er alveg fáránlegt þegar menn eru að búa til fréttir um aðra um ekki neitt. Ég held að þú eigir að fara að snúa þér að því að fara að hugsa um það að skrifa eins og maður en ekki fara eftir skítlegu eðli þinna ritstjóra og annarra manna sem í kringum ykkur eru,“ segir Ólafur H. Jónsson meðal ann- ars. Álfheiður Ingadóttir segir að í lögum um þjóðgarðinn séu mjög skýr ákvæði um að almenningi eigi að vera heimil för um þjóðgarðinn. „Þetta er þjóðgarður og hann er eign okkar allra Íslendinga,“ segir for- maður Þingvallanefndar og upplýsir að nefndin hafi samþykkt árið 2003 að lóðin við gamla SÍBS-bústaðinn verði minnkuð niður í einn hektara við næstu endurskoðun lóðaleigu- samningsins sem vera eigi um mitt næsta ár. gar@frettabladid.is –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. Hefur þú fengið svínaflensu? Já 10,3 Nei 89,7 SPURNING DAGSINS Í DAG Munu Nylon-stúlkur slá í gegn í Hollywood? Segðu skoðun þína á vísir.is Sjö fórust í bruna Sjö manns létust og tveir hlutu meiðsli í eldsvoða í þriggja hæða íbúðarhúsi í Riga seint á laugar- daginn. Átta manns björguðust úr byggingunni, þar af fjögur börn. LETTLAND Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð Ólafur H. Jónsson og Kristín dóttir hans stýra félögum sem eiga þrjú sumarhús á samliggjandi leigulóðum ríkisins í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Ein lóðin er gríðarstór og vegi að henni er lokað með keðju sem Þingvallanefnd vill burt. EINKAVEGUR Í ÞJÓÐGARÐI Þingvallanefnd sættir sig ekki við að eigandi þriggja bústaða í Gjábakkalandi loki á almenning með keðjum og bannskiltum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÓLAFUR H. JÓNSSON ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR HENGILÁS Nær bústaðnum er annað hlið með hengilás. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM H ra fn ag já 1 5 3 Gjábakkaland í Þingvallaþjóðgarði Þingvallavatn Gjábakkaland Þi ng va lla ve gu r Va lla ve gu r 1 km N Hlið Sami eigandi er að sumarhúsunum í Gjábakkalandi 1, 3 og 5. SELTJARNARNES Ásgerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi, vann afgerandi sigur í próf- kjöri sjálfstæðismanna sem fram fór á Seltjarnarnesi á laugardag- inn. Hún hlaut 707 atkvæði en alls greiddu 1.090 manns atkvæði. Guðmundur Magnússon, sem sótt- ist eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi var það fyrsta sem fram fór vegna sveitarstjórnar- kosninganna í maí á næsta ári. Gunnar Lúðvíksson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um endan- legan lista. „Miðað við úrslit- in eru nokkur sæti bindandi og önnur ekki. Á þessu stigi er eng- inn sérstakur hugur í okkur að gera breytingar á listanum, en sá möguleiki er til staðar.“ Frumvarp um persónukjör til sveitarstjórnarkosninga er nú til meðferðar á Alþingi. Á Seltjarn- arnesi eru venjulega fjórtán nöfn á kjörseðli fyrir sveitarstjórn- arkosningar, þar sem efstu sjö frambjóðendur eru kosnir í próf- kjöri og neðstu sjö valdir af full- trúaráði flokksins. Ef frumvarp um persónukjör verður samþykkt segir Gunnar líklegast að kjósend- ur geti kosið um efstu sjö sætin, meðal þeirra sem völdust á lista í prófkjöri laugardagsins. Endan- leg útfærsla á persónukjörinu sé þó ekki ljós. - hhs Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi efndu til prófkjörs um helgina: Ásgerður vann afgerandi sigur NÝI OG GAMLI BÆJARSTJÓRINN Ásgerð- ur Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, vann afgerandi sigur í prófkjöri sjálfstæðismanna í bænum. BRETLAND, AP Bretar minntust í gær fallinna hermanna í öllum styrjöldum sem landið hefur átt í, þar á meðal bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldunum ásamt núver- andi stríðsrekstri í Afganistan og Írak. Alls hafa 232 Bretar týnt líf- inu í Afganistan síðan stríðið þar hófst árið 2001. Minningardagur fallinna her- manna hefur verið haldinn árlega í Bretlandi síðan 1918. Bretar lögðu meira upp úr þessum degi en venjulega vegna þess að á árinu létust þrír aldraðir menn, þeir síðustu eftirlifandi sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. - gb Minningardagur í Bretlandi: Fallinna her- manna minnst Neyðaraðstoð áfram Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna boða áframhaldandi neyðaraðstoð fyrir efnahagslífið í ríkjum sínum þangað til sér fyrir endann á kreppunni. Þeim tókst hins vegar ekki, á fundi sínum í Skotlandi, að ná samkomulagi um skiptingu kostnaðar við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. SKOTLAND VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for- seti Venesúela, sagði her lands- ins að búa sig undir stríð við Kól- umbíu. Hann sagði hættu á að Banda- ríkin myndu reyna að etja Kólumbíu út í hernað gegn Venesúela. „Besta leiðin til að komast hjá stríði er að búa sig undir það,“ sagði hann í vikulegu sjón- varpsávarpi sínu í gær. Þetta voru viðbrögð hans við samningi sem Bandaríkin og Kól- umbía gerðu um að bandarískir hermenn fengju aukinn aðgang að herstöðvum í Kólumbíu. - gb Viðbúnaður í Venesúela: Chavez býr her sinn undir stríð HUGO CHAVEZ Flóttamaður handtekinn Ítalski mafíósinn Luigi Esposito var handtekinn á laugardag í einu úthverfa borgarinnar Napolí. Hann hafði verið á flótta síðan 2003. ÍTALÍA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.