Fréttablaðið - 09.11.2009, Blaðsíða 18
Fjölmiðlakonan knáa Kristín Eva Þór-
hallsdóttir sem er annar tveggja
umsjónarmanna útvarpsþáttarins
Leynifélagsins á Rás 1 heldur úti
skemmtilegri vefsíðu (www.next-
doortomagic.blogspot.com). Þar
viðar hún að sér myndum og
hugmyndum sem snerta börn
á einhvern hátt. Þetta geta verið
innanstokksmunir, skraut í barna-
herbergið, leikföng eða jafnvel
verslanir um víðan heim sem stíla
inn á börn.
Þar bendir hún meðal annars á
þetta ljómandi fallega dúkku-
hús í Viktoríustíl. Húsið er frá
Etsy (www.etsy.com) og er hver
hlutur þess leiserskorinn úr viði
með ótrúlegum árangri eins og
sést.
Dúkkuhús í Viktoríustíl
Á VEFSÍÐUNNI NEXTDOORTOMAGIC.BLOGSPOT.COM ER AÐ FINNA SKEMMTI-
LEGAR HUGMYNDIR FYRIR BÖRN.
AÐ HENGJA UPP MYNDIR getur verið vandaverk. Til að
koma í veg fyrir klúður og óþarfa göt í gifsveggina er sniðugt að
klippa form myndarammanna sem á að nota út úr pappír og líma
á vegginn áður en hafist er handa við upphenginguna sjálfa.
Í Flower Eruption-sandvösunum sameinar vöru-
hönnuðurinn Jón Björnsson efnivið og aðferðir sem
hann notaði við gerð útskriftarverkefna sinna frá
The Design Academy Eindhoven í Hollandi.
„Útskriftarverkefnin mín voru sandborð og
pappírs lampar en gerð sandborðsins, sem heitir Fata
(Askja), byggir á fyrstu framleiðsluaðferðinni sem
ég notaðist við sem barn í sandkassanum. Þar fyllti
ég hverja fötuna á fætur annarri af blautum sandi
og byggði upp heilu borgirnar á góðum degi. Síðan
var kallað í mat og daginn eftir voru verkin horfin.
Hugmyndin með borðinu var að leyfa sandinum að
fylgja með inn í hús og búa til eitthvað varanlegt úr
honum,“ lýsir Jón.
„Þegar ég sneri heim fór ég
að fikta við að gera vasamót úr
pappír sem ég steypti sandinn
í og má því segja að útskriftar-
verkefnin mín sameinist í vös-
unum.“
Jón, sem býr á Höfn í Horna-
firði, er með vinnuaðstöðu í
gamalli verbúð. „Ég hugsa að
vasarnir, sem eru væntanlegir í
verslanir um næstu mánaðamót,
væru jafnvel komnir í almenna
sölu ef ég byggi í Reykjavík. Hins vegar er ég mun
nær efniviðnum hér fyrir austan, en sandurinn
kemur úr fjörum Austur-Skaftafellssýslu.“
Jón vinnur mikið með pappír. „Með pappírs-
módelum get ég á ódýran hátt áttað mig á hlutföll-
um, sem getur verið erfitt ef ég styðst eingöngu við
þrívíddarteikningar.“ Þannig hefur Jón unnið hug-
mynd að stól sem hefur fengið nafnið Gosi. „Gosi
er úr pappír en hans heitasta ósk er að er að verða
einhvern tímann alvöru stóll og er hugmyndin að
herða hann að innan. Til eru ýmsar aðferðir við
að gera það en ég hef ekki aðgang að þeim eins og
er.“ Af öðrum hugmynd-
um Jóns má nefna blaða-
borð sem enn sem komið
er er einungis til á tölvu-
tæku formi. „Þetta er
hugmynd sem ég vann í
skólanum fyrir hönnunar-
keppni japanska fram-
leiðandans Muji en borð-
ið er með handhægri lausn
fyrir tímarit og blöð.“
Jón á von á því að sand-
vasarnir verði seldir í Epal
og öðrum hönnunarverslunum
en þá má einnig nálgast í gegnum
vefsíðuna www.bjoss.com.
vera@frettabladid.is
Gosi er úr pappír en á þá ósk
heitasta að verða alvöru stóll.
Jón Björnsson
Cheddarbrauð
375 g hveiti
3 sléttfullar tsk. lyftiduft
1 kúfuð tsk. salt
100 g cheddar-ostur, rifinn gróft (má
nota parmesan ef vill)
1 egg
3 msk. jurtaolía
100 ml Ab-mjólk og 150 ml mjólk
(eða 250 ml mjólk og sleppa Ab-
mjólk)
smá rifinn parmesan-ostur
Eggjablanda til penslunar:
½ tsk. salt
1 egg
örlítil mjólk
Fyrst er hveiti, salti, lyftidufti og rifn-
um osti blandað í skál. Í aðra skál
er blandað mjólk, Ab-mjólk, eggjum
og olíu. Svo er þessu öllu blandað
saman í skál og hrært laust með
gaffli. Bæði má gera bollur úr þessu
eða brauð. Galdurinn er að hafa
deigið eins blautt og hægt er því þá
verður brauðið svo mjúkt. Eftir að
deigið er komið á plötuna er það
penslað með eggjablöndunni og
jafnvel smá parmesan stráð yfir.
Brauðið er bakað í 20-30 mínútur
við 180 gráður á celsíus.
Leiðrétt uppskrift að brauði
Í UPPSKRIFT AÐ CHEDDAR-BRAUÐI SEM BIRTIST Á FORSÍÐU ALLTSINS FÖSTU-
DAGINN 6. NÓVEMBER VAR RANGT FARIÐ MEÐ INNIHALDSLÝSINGU. HÉR ER
RÉTT UPPSKRIFT.
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 9. nóvember
Miðvikudagur 11. nóvember
Fimmtudagur 12. nóvember
Qi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita
og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng-
um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00.
Skiptifatamarkaður - Útiföt barna - Komdu og
skiptu útifötum barnanna í aðrar stærðir og gerðir.
Tími: 13.30 -17.00.
Áhyggjur, kvíði og fælni – Hvernig er best að fást við
kvíða og áhyggjur? Tími: 13.30-15.00.
Baujan sjálfstyrking - Byggð á slökunaröndun og
tilfinningavinnu til sjálfshjálpar. Fullt! Tími: 15.00 -16.30.
Sorg og sorgarviðbrögð - Það er til margskonar
missir og sorg. Tími: 15.00 -16.00.
Markþjálfun fyrir atvinnuleitendur - Skráning
nauðsynleg. Tími: 12.00-14.00.
Uppeldi sem virkar – Að tala við börn - Annar hl-
uti af fjórum sjálfstæðum fyrirlestrum. Tími: 12.30-13.30.
Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort -Athug-
ið ný tímasetning! Gott er að hafa skæri meðferðis.
Tími: 12.00-14.00.
Saumasmiðjan - Gerðu við og breyttu flíkum. Komdu
með saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Ungt fólk í atvinnuleit - Lísbet frá Lectura fjallar um
tengslanet, byrjunarreit og hvað á ekki að gera í atvinnuleit.
Erindi fyrir yngri atvinnuleitendur. Tími: 12.30-13.30.
Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng-
um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 12.30 -13.30.
SalsaIceland – Salsa fyrir byrjendur - Komdu og
prófaðu grunnsporin í þessum sívinsæla dansi undir
skemmtilegri salsa tónlist. Tími: 14.00-15.00.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 13. nóvember
Psychosocial support - An introduction to the main
elements of psychosocial support. Tími: 12.30-14.00.
Markþjálfun fyrir atvinnuleitendur - Einkatímar
hjá Vildísi Guðmundsdóttur markþjálfa. Skráning nauðs-
ynleg. Tími: 12.00-14.00.
Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00.
Talaðu án ótta- Edda Björgvins leikkona gefur góð
ráð um hvernig má koma fram óttalaus og virkja gleði-
hormónin um leið. Tími: 14.30 -16.00.
Skákklúbbur - Fyrir lengra komna sem og byrjendur.
Tími: 15.30-17.00.
Allir velkomnir!
Hagsmunasamtök heimilanna - Formaðurinn ræð-
ir aðgerðir stjórnvalda fyrir heimilin. Tími: 12.00-13.00.
Áhugasviðsgreining - Taktu áhugasviðskönnun og
fáðu einkaráðgjöf í framhaldinu. Skráning nauðsynleg.
Tími: 13.00-15.00.
Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð og komdu
með eigin tölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30.
Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Dóttir Beina-
græðarans eftir Amy Tan. Tími: 14.00-15.00.
Færnimappa - skráning á raunfærni - Hefur þú
starfsreynslu en hvorki próf né formlega staðfestingu til
að sanna kunnáttu þína? Tími: 15.00-16.00.
Gerði Jesú kraftaverk? - Hefur þig alltaf langað til að
að lesa Biblíuna en aldrei byrjað? Tími: 15.30-16.30.
Þriðjudagur 10. nóvember
Rauðakrosshúsið
Mótar sand í varanleg form
Vöruhönnuðurinn Jón Björnsson hefur getið sér gott orð fyrir sandvasana Flower Eruption sem hann steypir í pappírs-
mót. Hann hlaut styrk úr Aurorusjóðnum til að koma þeim á markað og eru þeir væntanlegir innan skamms.
Vasarnir verða
komnir í almenna
sölu um næstu
mánaðamót en þá
má einnig nálgast á
slóðinni www.bjossi.
com MYND/ÚR EINKASAFNI
Hugmynd að blaðaborðinu sendi Jón
í hönnunarkeppni japanska framleið-
andans Muji en S-stóllinn fyrir aftan
er einnig hugarfóstur hans.