Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 9
Tímarit iðnaðarmanna 6. XIV. 1941 Lög um iðnlánasjóð. Iðnlánasjóður var stofnaður með lögum 9. jan. 1935 og hefir ríkissjóður lagt honum ár- lega íil 25 þús. kr., nema 2 ár, sem hann fékk aðeins 22’/2 þús. kr. Um síðustu áramót var stofnfé sjóðsins orðið rúmar 160 þús. kr. og hefir sú upphæð verið lánuð út til ýmiskonar iðnaðarstarfsemi í landinu. A iðnþingi 1939 var því hreyft, að nauðsyn bæri lil að fá Iðnlánasjóð efldan með einhverj- um ráðum og nefnd kosin til þess að athuga það mál og gera tillögur um það. Umsjónarmaður með Iðnlánasjóði hefir frá þvi fyrsta verið Elías Halldórsson, sem einnig sér um Fiskiveiðasjóð fyrir Útvegsbankann. A öndverðum siðasta þingtíma benti hann á mögu- leika fyrir því að fá aukið framlag úr ríkis- sjóði til sjóðsins og lögum hans dálítið bi-eytt honum lil eflingar. Nefnd sú, sem áður er sagt frá, féllst á það sem hann, stjórn Landssam- bandsins og stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda töldu rétt að leggja fyrir siðasta Alþingi í þessu efni. Varð það til þess, að stjórnir þessara tveggja félaga skrifuðu iðnaðarnefnd neðri deildar Alþingis og báðu liana að bera fram á þinginu tvö lagafrumvörp. Annað um breytingu á lögum sjóðsins, þar sem ákveðið var m. a. að ríkissjóður legði sjóðnum árlega 40 þús. kr. og lionum yrði sett sérstök 3ja manna stjórn af ráðherra, og skjddi stjórn Landssambands Iðnaðarmanna og stjórn Félags íslenzkra iðn- rekenda tilnefna sinn manninn hvort. Hitl frumvarpið var um iðnlánasjóðsgjald, sem félli til sjóðsins árlega auk ríkissjóðsframlagsins. Átti að afla þess þannig: a. að af öllum innfluttum iðnaðarvörum, öðr- um en matvælum, eldsneyti og ljósmeti, yrði greitt V-2.% af innkaupsverði varanna, b. og að öll iðnaðar- og iðjufyrirtæki greiddu 3/i % af öllum greidum vinnulaunum við fyrirtækið. Með þessu ákvæði vildu stjórnir félaganna sýna, „að iðnaðar- og iðjufyrirtæki í landinu vilji sjálf leggja eitthvað af mörkum lil styrkt- ar sjálfum sér, en lieimti ekki alll af öðrum, ' eins og það var orðað í greinargerð fyrir fritin- varpi þessu. Þessi efling Iðnlánasjóðsins gekk mjög greið- lega gegnum Alþingi. Sú breyting var þó gerð, að iðnlánasjóðsgjaldið var fellt niður, en í lögum sjóðsins álíveðið að ríkissjóður iskuli leggja honum 65 þús. kr. á ári og sjóðnum lieimilað að gefa út handhafavaxtabréf, er nemi að nafn- verði allt að tvöföldum þeim höfuðstól. sem hann liefir á liverjum tíma. Bréf þessi eiga að tryggjast með höfuðstól sjóðsins og ábvrgð ríkissjóðs. Þessi lausn málsins var aðstandendum þess fullt svo kær. Má því segja að Alþingi liafi farizt vel til iðnaðarins í þessu máli. Með tilliti til þess hve greiðlega hefir gengið að selja vaxtabréf ríkisins undanfarið, má telja víst að sjóðurinn geti lánað út lil iðnaðarins allverulega uppliæð seint á þessu ári og þar á eftir, allt að 200 þús. kr. árlega. Verður að telja þetta mikið hagræði fyrir iðnaðinn í landinu, og ber honum að sjálf- sögðu að nota þessa bættu aðstöðu til rýmilegs lánsfjár, á sem hagfelldastan hátt fvrir þjóðar- heildina. Það er naumast hægt að ljúka svo frásögn um þessa langþráðu eflingu Iðnlánasjóðs, að ekki verði getið um hjáróma rödd, sem kom fram í Morgunblaðinu frá einum iðjuhöldi í höfuð- staðnum. Hann hyggur ýmislegt vera meira að- kallandi og iðnaðinum nauðsynlegra en efling Iðnlánasjóðs. Hann fordæmir þó sérstaklega að- ferðina, sem nota átti, nýja skatta og nýjar á- lögur. Hann feitletrar það sem ósvífni, að leggja eigi nýlt gjakl ó hvert einasla iðju- og iðnaðar- fyrirtæki í landinu. Sennilega greiðir þessi iðju- höldur um 60 þús. kr. á ári i laun, að hans eigin launum meðtöldum. Eftir lagafrumv. hefði hann orðið að greiða 150 kr. á ári í iðnlánasjóðs- gjald. Fyrirtæki, sem greiddi 100 þús. kr. í vinnulaun, hefði orðið að fórna 250 kr. Lítið verkstæði, sem grciddi 10 Jjús. kr. vinnulaun, hefði orðið að sjá af 25 krónum. Þessum upp- hæðum átti svo að safna saman til þess að mynda nauðsynlega lánsstofnun fyrir sjálfan iðnaðinn. Þólt þessi maður sé svo vel settur, að hafa nægilegt fé til sinnar starfsemi, eru þó margir, sem vantar það eða verða að nota of 91

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.