Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Page 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Page 8
Hið nýja hús Iðnaðarbankans í Lækjargötu io er 5 hæðir og kjallari. Flatarmál þess er 347 fermetrar og rúmmál um 6600 rúmmetrar. Bankinn notar til starf- semi sinnar götuhæð og 2. hæð, og á 5. hæð er eldhús og matstofa fyrir starfsfólk. Afgreiðslusalur er á götu- hæð, en á 2. hæð er salur fyrir bókhald, biðstofa, skrif- stofa bankastjóra og aðalbókara auk fundarherbergis bankaráðs. Teikningar af húsinu gerði Halldór H. Jónsson. Byggingameistari var Jón Bergsteinsson, múrarameist- ari. Vcrkfræðistörf, tcikningar og hitalögn, vatns- og skolplögn, sem unnar voru af Sighvati Einarssyni & Co., gerði Almenna byggingarfélagið h.f. Teikningar af raf- og símalögnum gerði Jón Á. Bjarnason, verk- fræðingur. Raflagnir vann firmað Johan Rönning h.f. Teikningar af innréttingum í afgreiðslunni og skrifstof- um á 2. hæð, svo og húsgögnum, gerði Jón Karlsson, arkitekt. Viðarklæðning á veggjum er úr palisandervið og einnig húsgögn. Vinnuborð eru klædd að ofan gráum plastplötum. Viðarklæðning í loftum er úr greni. Jónas Sólmundsson, húsgagnasmíðameistari, hafði umsjón með smíði innréttinga og húsgagna, og var mestur hluti vinnu við það unnin á vcrkstæði hans. Málmglugga og málmskilrúm smíðaði h.f. Málmglugg- ar í Hafnarfirði og önnuðust þeir uppsetningu þeirra. Gólf í anddyri og framan afgreiðsluborðs í af- greiðslusal eru klædd slípuðum grásteini, sem var sag- aður og unninn af Ársæli Magnússyni. Innan af- greiðsluborðs í afgreiðslusal eru gólf teppalögð, enn- fremur skrifstofur á 2. hæð. Teppin eru ofin hjá Ála- fossi h.f., en Teppi h.f. lagði þau. Málningu annaðist Einar Gíslason, málarameistari, en veggfóðrun og dúklagningu Ágúst Markússon, vegg- fóðrarameistari. Rafmagnslampar og ljósatæki eru smíðuð af Stál- umbúðum h.f. Lyftan í húsinu er af þýzkri gerð, keypt fyrir milli- göngu Bræðranna Ormsson h.f. og sett upp af þeim. Skilti bankans er smíðað af Neon rafljósagerðinni í Reykjavík. TlMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.