Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 18
BJORN ROGNVALDSSON
byggingamexstari
Hinn 17. sept. 1962 andaðist Bjötn Rögnvaldsson,
byggingameistari. Hann var fæddur að Gröf á Höfða-
strönd 21. des. 1896. 21 árs gamall hóf hann nám í húsa-
smíði, fyrst hér í Reykjavík og síðan í Kaupmanna-
höfn. Strax að loknu námi var Björn kominn í röð
fremstu og áhrifamestu byggingameistara hér í Reykja-
vík, enda hlóðust á hann störf í félagsmálum iðnaðar-
manna. Hann var formaður Trésmiðafélags Reykja-
víkur um skeið og prófdómari við sveinspróf húsa-
smiða í 30 ár, svo að eitthvað sé nefnt.
Árið 1936 hóf hann starf sitt hjá Húsameistara ríkis-
ins sem byggingameistari og eftirlitsmaður mcð opin-
berum byggingum, er hann gegndi til dauðadags. Björn
var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Sigríður
Steingrímsdóttir, er hann missti árið 1934, en síðari
kona Sigríður Hallgrímsdóttir og lifir hún mann sinn.
ARNGRIMUR F R. BJARNASON
prentari
Arngrímur Fr. Bjarnason iézt 17. sept. 76 ára að
aldri. Hann var fæddur 2. okt. 1886.
Arngrímur var prentari að iðn, er hann lærði á ár-
unum 1903 til 1906 og stundaði iðn sína síðan til ársins
1918 og af og til árin 1930 til 1940. Jafnframt prentara-
störfum sínum tók hann þátt í blaðamcnnsku og blaða-
útgáfu, ásamt flciri ritstörfum og rekstri prentsmiðju.
Arngrímur var mikill áhugamaður um öll félagsmál
og þá ekki sízt um félagsmál iðnaðarmanna, enda
hlóðust á hann störf varðandi félagsmál þeirra. 1 stjórn
Iðnaðarmannafélags Isafjarðar var hann um fjölda ára
SNÆBJÖRN G. JÓNSSO
húsgagnasmíðameistari
Snæbjörn G. Jónsson var fæddur í Sauðeyjum á
Breiðafirði 15. júlí 1893, cn lézt 17. sept. 1962. Foreldrar
hans voru Jón Ormsson, bóndi, og kona hans Ingibjörg
Jónsdóttir.
Til Reykjavíkur fluttist Snæbjörn 1918 og stundaði
þar húsgagnasmíði til æviloka. Hann tók mikinn þátt í
félagsmálum iðnaðarmanna, svo sem Iðnaðarmanna-
félaginu í Reykjavík, Húsgagnameistarafélagi Reykja-
víkur, en hann var varaformaður þess og fulltrúi á
mörgum Iðnþingum.
og um skeið formaður Iðnráðs ísafjarðar og þá jafn-
framt fulltrúi þess á nokkrum Iðnþingum íslendinga.
Arngrímur rak verzlun meiri hluta ævinnar og komu
þar vel fram hæfileikar hins sívinnandi athafnamanns,
sem lét sér ekkert málcfni óviðkomandi utan sveitar
sem innan.
Arngrímur kvæntist 21 árs gamall fyrri konu sinni
Guðríði Jónsdóttur, en missti hana árið 1922. Síðari
konu sinni, Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted, kvæntist
hann árið 1923.
N
Snæbjörn var hagyrtur vel og málsnjall. Eitt af síð-
ustu verkum hans var að smíða forkunnarfagran pré-
dikunarstól, sem hann færði Grafarneskirkju að gjöf.
Lýsir það vel höfðingsskap hans og átthagatryggð.
Árið 1934 gekk Snæbjörn að eiga eftirlifandi konu
sína, Önnu Friðriksdóttur. Varð þeim tveggja sona
auðið: Snæbjarnar Þórs og Stefáns Jóns, en auk þess
tóku þau í fóstur Þorvald Valsson.
146
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA