NT - 15.12.1984, Page 21

NT - 15.12.1984, Page 21
 *“ rff? Laugardagur 15. desember 1984 21 m Útlönd ■ Bresku Bítlarnir, eins og þeir heita í gufuradíóinu, unnu fyrr í vikunni áfangasigur í máli sem þeir hafa höfðað gegn breska útgáfufyrirtækinu EMI. „ Þeir halda því fram að EMI hafi snuðað þá stórlega um höfundar- laun á árunum þegar frægð þeirra óx með degi hverjum. ■ Bítlarnir undirrituðu fyrsta hljómplötusamning sinn við Parlophone, dótturfyrirtæki EMI, árið 1962. Þeir voru síðan á snærum EMI þar til þeir stofnuðu sitt eigið útgáfufyrir- tæki, Apple, árið 1968. Það er Apple sem höfðar málið fyrir hönd Paul McCart- ney, Ringo Starr, George Harri- son og Yoko Ono, ekkju John Lennon. Niðurstaða dómstóls í London var sú að ítarleg rann- sókn þyrfti að fara fram á samn- ingum Bítlanna og hljómplötu- - fyrirtækisins frá þessum árum. Dómarinn, Peter Gibson, gat heldur ekki leynt hrifningu sinni á Bítlunum og sagði að sjöundi áratugurinn hefði verið „áratug- ur Bítlanna, fólk um allan heim naut laga þeirra og nýtur þeirra reyndar enn“. Eftir dómsúrskurðinn sagði talsmaður Apple að Bítlarnir teldu sig eiga milljónir sterlings- punda í vangoldnum höfundar- launum hjá EMI. ■ Á þeim glöðu árum þegar Bítlarnir unnu hug og hjörtu gervallrar heimsbyggðarinnar snuðaði EMI-hljómplötufyrir- tækið þá um höfundarlaun í stórum stíl. Svona litu nú strák- arnir út árið 1966. Ásamt þeim á myndinni er sá frægi umboðs- maður, Brian Epstein. Vill giftast tengdamúttu sinni London-Reuter ■ Breska lávarðadeildin hefur sam- þykkt sérstaka undanþágu frá hjú- skaparlöggjöfinni til þess að 29 ára gamal! bílstjóri geti gifst tengdamóður sinni. Bílstjórinn heitir AlanMonk. Hann býr nú heima hjá fyrrverandi tengda- móður sinni, Valerie Hill, sem er 48 ára. Monk á tvö börn með dóttur sambýliskonu sinnar sem skildi við hann fyrir einu ári. Þau geta samt ekki gift sig strax þar sem sérstök nefnd á vegum lávarða- deildarinnar verður að gefa leyfi fyrir giftingunni. Hingað til hefur gifting af þessu tagi verið bönnuð í Bretlandi þar sem hún hefur verið talin fela í sér sifjaspell. Hin væntanlegu brúðhjón segjast vera himinlifandi yfir samþykkt lá- varðadeildarinnar. En ekki voru samt allir lávarðarnir samþykkir ráðahagn- um þar sem þeir töldu að það gæti verið ruglandi fyrir börnin að eiga föður sem væri giftur ömmu þeirra. Plötufyrirtæki snuðaði Bítlana um milljónir Túlkavanda- mál hjá EBE Brussel-Reuter ■ Stjórn Efnahagsbanda- lagsins hefur ákveðið að ein- falda tungumálaþjónsutu á fundum bandalagsins í fram- tíðinni. Framvegis verður að- eins þýtt eða túlkað hjá EBE þegar það er talið nauðsynlegt en hingað til hafa túlkar jafn- vel verið notáðir til að túlka á fundum þar sm fundarmenn skyldu mál hvers annars. Pegar Spánvcrjar og Port- úgalir ganga í EBE í janúar 1986 fjölgar opinberum mál- unt bandalagsins úr sjö í níu. Það táknar að ef einn túlk þyrfti fyrir hvern þýðingar- möguleika yrðu túlkarnir að vera 81 á hverjum fundi þótt fundarmenn væru kannski ekki nema níu. Núna starfa 1.700 manns við þýðingar hjá EBE og stjórn bandalagsins vill helst ekki fjölga þeim mikið þótt Spán- verjar og Portúgalir gangi í EBE. Tillögur um að gera frönsku og cnsku að opinber- um niálum EBE hafa samt ekki fengist samþykktar hing- að til þar sem sum bandalags- ríkin telja að með því væri gengið á hlut sinn. En nú hafa þau fallist á að nota ekki túlka nema þegar þess er brýn þörf. Pólskir flóttamenn sár- óánægðir í V-Þýskalandi veita þeim hæli sem pólitískum flóttamönnum. Þeir hvetja einnig þýsk stjórnvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að beita sér fyrir því að hin frjálsu verkalýðsfélög í Póllandi verði leyfð.á nýjan leik. Pólverjarnir eru meðal 900 landa sinna sem hafa gengið af pólskri skipsfjöl í Þýskalandi að undanförnu og ekki viljað snúa aftur til heimalands síns. 42 þeirra undirrita yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við Samstöðu og vestræn ríki hvött til þess að beita sér fyrir því að frjáls og lýðræðisleg verkalýðs- félög verði endurreist í Pól- landi. Vestur-þýska stjórnin hefur leyft Pólverjunum að dvelja í Þýskalandi, en viðurkennir ekki að þeir séu pólitískir flótta- menn. Talsmenn Pólverjanna segja hins vegar að þeir hafi flúið vegna þess að þeir hafi ekki lengur „þolað það misrétti sem þeir voru beittir vegna stjórnmálaathafna sinna.“ „Þarf ég að koma hingað með undirritaðan dauðadóm áður en stjórnin veitir mér pólitískt hæli?“ spyr einn þeirra sem undirrituðu yfirlýsinguna og bætir við að ekki geti Pólverj- arnir talist efnahagsflóttamenn, því lífskjör þeirra hafi síður en svo batnað. Að sögn hans þurfa Pólverj- arnir að lifa á 300 marka (um 4000 ísl. kr.) styrk á mánuði, sem þeir þiggja frá félagsmála- stofnunum. „Við skildum eftir allt sem við áttum til að lifa í lýðræðisríki, en nú þurfum við að berjast fyrir réttindum okkar.“ Upp á síðkastið hefur stjórnin í Bonn verið tregari en áður við að veita flóttamönnum pólitískt hæli. Hún telur að margir flótta- mannanna sæti ekki pólitískum ofsóknum, heldur séu þeir ein- ungis að ieita sér að ríkmann- legra lífi vestan megin. Hamborg-Reuter mjög gagnrýnir á viðtökurnar ■ Pólverjar sem nýverið sem þeir hafa fengið þar, en flýðu til Vestur-Þýskalands eru stjórnin í Bonn þráast við að . Ali vill heimsmeistara- titilinn frá 1967-1971 VVashington-Rcuter ■ Múhammeð Ali, frægasti boxari allra tíma og heimsmeist- ari til margra ára, hefur höfðað skaðabótamál vegna fangelsis- dóms yfir sér frá árinu 1967. Þá var Ali hnepptur í fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu á tíma Víetnamstríðsins. Hann krefst 50 milljóna dala í skaða- bætur. ■ Ali biðst fyrir: Hann segir að hann hefði ekki þurft að _ gegna herþjónustu vegna þess að hann var klerkur í krikju Múhameðs spámanns. Auk þess heimtar Ali að hann verði úrskurðaður heimsmeist- ari frá árinu 1967 til 1971, en hann var sviptur titlinum vegna máls þessa. í málshöfðuninni segir að háttsettir embættismenn hafi brotið á honum rétt með því að neita honum um undanþágu frá herþjónustu af samviskuástæð- um. Þeir halda því hins vegar fram að AIi hafi ekki viljað fara í herinn af stjórnmálaástæðum. Ali segir einnig að hann hefði átt að vera undanþeginn her- þjónustu þar sem hann var klerkur í kirkju múhameðstrú- armanna í Bandaríkjunum. í frægum dómi frá 1971 hnekkti hæstiréttur Bandaríkj- anna fangelsisdómnum yfir Ali, sem og 10 þúsund dollara sekt sem hann fékk. Ali segir að ef hann vinni málið muni stór hluti skaðabót- anna renna til samtaka sem liðsinna fyrrum hermönnum í Víetnam ogfjölskyldum þeirra. Umsjon: Ragnar Baldursson og Egill Helgason

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.