Vikan - 01.03.1951, Síða 4
4
VIKAN, nr. 9, 1951
>
AFBRVÐISEMI «dd smasaga
AÐ var Þorláksdagur. Bent var kalt á
fótunúm. Það var krap á götunum og
vond færð. Hann stappaði fótunum í gang-
stéttina, þar sem hann hafði staðið urn
stund.
Bent var að svipast eftir Birte og hon-
um var orðið kalt, einkum á fótunum. Bent
hafði séð Birte fara inn í stórverzlunina
á horninu. Nú voru liðnar tuttugu mínút-
ur frá því það gerðist. Ef til vill hafði
Birte farið út um dyr, sem voru á hinni
hlið hússins og vissu út að annarri götu.
Fjöldi fólks var á götunum og allir
höfðu böggla meðferðis. Einhver var að
leika jólasálma á lagkassa eða strætis-
organ.
Bent hafði engan tíma til þess að gefa
neinu gaum af því sem fram fór umhverf-
is hann. Hann hafði allan hugann við
Birte.
Bent gekk nær stórverzlun þeirri er
Birte hafði farið inn í.
Heppnin var með honum. Þarna kom
Birte út um sömu dymar.
Bent öslaði krapið«og hélt til móts við
ungu stúlkuna. Er hann kom í nánd við
hana kallaði hann: ,,Nei. Ert það þú,
Birte. Þetta var skemmtileg tilviljun að
við skyldum hittast.“
,,Bent!“ Birte brosti og roðnaði ofurlít-
ið. „Hvaðan kemur þú? Þú ert blár í fram-
an af kulda. Hefirðu staðið og beðið?“
„Nei, ég kom hingað af tilviljun,“ sagði
Bent og brá hendinni upp að andlitinu.
Honum var kalt, nefið var dofið.
„Já, það var tilviljun," sagði hann aft-
ur. „Ég ætlaði að komast yfir Strikið, en
tókst það ekki. Það er svo margt manna
þar á ferð. Ég skal bera böggulinn.“
„Nei, nei.“ Hún þrýsti bögglinum að
sér. „Ég get borið hann.“
Bent tók böggulinn þrátt fyrir mótmæli
hennar.
Bent hafði aldrei verið kjarkmikill, og
allra sízt er hann var með Birte. En nú
brá svo við að hann greip undir handlegg
hennar og hugðist leiða hana eftir næstu
þvergötu.
Lítill grár, bíll rendi upp að gangstétt-
inni spölkorn fram undan þeim Bent og
Birte.
Það var tilviljun að Bent veitti bifreið-
inni athygli, og einnig tilviljun að hann
sá hver ók henni.
En það var ekki tilviljun að Bent breytti
um stefnu og gekk í áttina til Striksins.
„Hvað er þetta?“ sagði Birte. „Ég er á
heimleið. Það er krókur að fara þessa leið.“
„Já, en ekki mikill,“ mælti Bent. „Þú átt
ekki svo annríkt að það komi að sök að
fara þennan krók. Það er svo gaman að
ganga eftir Strikinu rétt fyrir jólin. Marg-
ir gluggar eru skreyttir og margt fallegt
að sjá, fólkið er í jólaskapi. Ef menn vilja
komast í jólaskap er ágætt að ganga eftir
Strikinu.
Ég er hrifinn af þesari götu dagana fyr-
ir jólin.“
Þau voru komin á götuhomið. Bent ýtti
Birte inn í mannþröngina á götunni, og
leit um öxl.
Hann bölvaði í huganum, er hann sá að
grái bíllinn veitti þeim eftirför.
Jú, Albert ók bílnum. En sú óheppni að
Albert skyldi skjóta upp á þessum stað
og tíma.
Albert hafði um margra mánaða skeið
reynt að koma sér í mjúkinn hjá Birte.
Hann hafði oft boðið henni út. Hann stóð
vel að vígi, þar sem hann hafði bíl til
umráða. Albert átti ekki þennan bíl,
heldur firmað, sem hann vann hjá. Skyldi
forstjórinn vita að Albert notaði bílinn
í eigin þarfir? Það hafði þó ekki verið
til þess ætlast.
En heiður sé lögreglunni fyrir þá ráð-
stöfun að banna bílakstur á Strikinu
dagana fyrir jólin.
Birte mælti: „Mér skildist áðan að þú
álitir ekki gaman að fara nú um Strikið
vegna mannfjölda."
Bent þóttizt sjá að Birte virtist þetta
skrítin hringlandaháttur.
Hann varð ringlaður og mælti:
„Já, menn segja svo margt þegar jól-
in standa fyrir dyrum. Ég á mjög ann-
ríkt, og taugarnar eru spenntar.“
Birte sagði: „Þú hefur þá, ef til vill,
ekki tíma til þess að koma heim til okk-
ar og borða hádegisverð á jóladaginn ?“
„Auðvitað hef ég tíma til þess. Ég
mundi slá öllu öðru á frest til þess* að
geta þegið það boð.“ Bent hafði þegar
I VEIZTU -?
| 1. I Brazilíu eru meztu frumskógar í |
heimi, en þó er þar flutt inn mikið |
af trjávið. Hversvegna?
| 2. Hver á Islandsmetið í stakkasundi, og =
hvenær var það sett?
I 3. Hvenær dó norska skáldið Kielland og j
hvað var hann þá gamall?
= 4. Hvenær var tónskáldið Giovanni Pier- :
luigi da Palestrina uppi og hverrar |
= þjóðar var hann?
| 5. Hvað þýðir orðið afbendishnútur ?
1 6. Hvaða frægu málverki var stolið i |
listasafninu í Louvre 1911?
1 7. Hver gerði Maximilian keisara í !
Mexikó og hvenær var Maximilian !
! drepinn ?
| 8. Hver er þekktasti fjörður Skotlands? !
I 9. Hvenær var málarinn Giotto uppi?
| io. Hvenær ruddust Kimbrar inn í Róma- i
veldi ?
Sjá svör á bls. 14. !
*'•'< MMIMIIIIIIIHIIIIIltlUlltlliMMHIIIMfllllllllllllll
gert það. Hann sagði gömlu föðursyst-
ur sinni að hann gæti ekki komið til henn-
ar á jóladaginn vegna þess að forstjór-
inn hefði boðið sér heim. Heimboði bróð-
ur síns, sem bjó utan við borgina, neit-
aði Bent einnig.
„Ég hlakka til að koma til ykkar,“
sagði Bent og leit um öxl.
„Hversvegna ertu alltaf að líta um öxl“
spurði Birte. „Það virðist svo, sem þú eig-
ir von á að okkur sé veitt eftirför. Þú
vilt, ef til vill, ekki að menn sjái okkur
saman?“
„Eftirför?“ sagði Bent kjánalegur á
svip. „Hver ætti að hafa áhuga á því?
Að ég vilji ekki láta fólk sjá okkur sam-
an? Jú. Ég vildi gjarnan vera með þér,
sem oftast, helzt alltaf.“
Það kom babb í bátinn. Bent tróð skó-
hlíf niður af manni, sem gekk á undan
honum. Þröngin á Strikinu var svo mikil.
Maðurinn reiddist all mikið. Bent bað af-
sökunar mjög innilega.
Á meðan þessu fór fram barst Birte
áfram í átt til Kongens Nytorv. Bent varð
að olnboga sig áfram til þess að ná Birte.
Hann varð afar glaður er hann sá að
hún beið eftir honum.
í sama bili og Bent tók undir arm
Birte var sem hann fengi rafstraum í sig,
eða raflos öðru nafni. Hann sá að grái
bíllinn hans Alberts kom á móti þeim.
Bent tók til fótanna og veifaði til leigu-
bíls. Bíllinn kom þegar.
„Hvað er nú?“ spurði Birte forviða og
Bent sá ekki betur en hún horfði í átt-
ina til Alberts eigi óvingjarnlega.
„Við tökum leigubíl. Það er ómögu-
legt að ganga á götunum í þessari mann-
þröng,“ sagði Bent. Hann ýtti á eftir
Birte inn í bílinn og flýtti sér á eftir.
Hann sagði bilstjóranum heimilisfang
Birte, og bað hann að aka hratt.
„Áttu annríkt?11 spurði hún.
Bent sá að hún brosti að ákafa hans.
„Já, ég mundi eftir dálitlu, sem ég á
ógert,“ sagði Bent og vafðist tunga uni
tönn. Honum hafði komið til hugar að
hann fengi tækifæri, í bílnum, til þess
að segja Birte, hvað honum bjó í huga.
Tóbakskrukkan! Hann hélt á henni.
Hann langaði til þess að fleygja krukk-
unni. Birte hafði sagt að þetta væri jóla-
gjöf. Bent var kunnugt um að Axel
þekkti foreldra Birte. Ætlaði hún að gefa
Axel krukkuna? Axel var mikill reyk-
ingamaður.
Bent lyfti krukkunni. Hann langaði til
þess að henda henni í gólfið og mölva.
hana í þúsund mola. Nei, það var ófært.
Hann leit á Birte og kom vísa í hug.
Hún byrjar þannig: „Ég sá þig um vor,-
þá var sól yfir simdum---------“
Bent mælti: „Birte! Þú ert indæl------“
Meira fékk hann ekki sagt að sinni. Bíll-
inn nam staðar úti fyrir húsi því er Birte
átti heima.
„Þá er hingað komið,“ sagði Birte.
„Þakka þér fyrir, Bent.“ Hún opnaði bíl—
dymar og fór út. Framh. á bis. 14.
llltllllllM^