Vikan


Vikan - 01.03.1951, Qupperneq 11

Vikan - 01.03.1951, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 9, 1951 11 Framhaldssaga: VERULFURIIMIM "'j IIMMIMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMtUMimMM Eftir EDEN PHILLPOTTS IMIMMMtMMMIItMMMMIMIMIIMMMIMt* Vilhjálmur sat á sínum venjulega stað í skóg- inum og las. Eftir skamma stund lagði hann frá sér bókina, kveikti sér i pípu og hugurinn flaug víða, en loks fór hann að hugsa um Ölmu, svip- ur hans varð dreymandi. Og einmitt, á meðan hann vai- að hugsa um hana, kom hún gangandi eftir skógarbrautinni. Hún kom frá Stormbury, og Vilhjálmur gat sér þess til, að hún hefði komið þangað til að 'heimsækja hann, og Meadows hefði sagt henni, hvar væri helzt að finna hann. Vilhjálmur sat og horfði á ástmey sína, og í huganum dáðist hann að því, hve hraustleg og létt í spori hún var. En hve hún var ólík honum. Alma nam augnablik staðar og leit upp i krónu kirsuberjatrés, sem óx villt þama. Einmitt i sama mund kom andvari og blóðrautt haustlauf- ið féll af tréinu yfir hana. „Það var eins og það rigndi yfir þig blóði,“ sagði Vilhjálmur, þegar hann faðmaði hana að sér augnabliki síðar. „Það var yndislegt, að þú skyldir koma einmitt núna. Ég var að hugsa um þig, og ætlaði mér að fara yfir á prestssetrið til þín.“ „Þú hefðir átt að koma i morgtm, Bill. Þú hefð- ir átt að skilja, að ég þráði að frétta af þér eftir alit, sem skeði í gærkveldi." „Það hefur ekkert nýtt komið fyrir, annars hefðir þú áreiðanlega fengið fréttirnar fyrst allra. John leitaði við vatnið og fann hvergi spor, og í morgun sagðist hann vera sannfærður um að sér hefði skjátlazt i gær.“ „Ekkert mundi gleðja mig meira," sagði hún og dauft bros færðist yfir andiit hennar. „Það var aðeins vegna þess, hve John þykir vænt um mig, sem hann skrökvaði að mér í dag. Honum skjátlazt ekki hvað þessu viðvíkur. Hann sagði sannleikann í gærkveldi. En mig undrar það ekki, að hann skuli reyna að halda öðru fram í dag. Ef hann hefði ekki gert það, hefði ég undrazt. — 1 gær ætlaði ég að tala alvarlega við þig, og ætla að gera það í þess stað núna.“ Og hann hóf einmitt máls á þvi, sem Dafna hafði verið að ræða um. „Það er brúðkaupið okkar, Alma. Um þessar mundir steðja að mér miklir erfiðleikar, og ég fæ ekki umflúið örlög mín. Ég vildi að þið gæt- uð skilið mig. En það hræðilega er, að þið virð- ist vera alveg blind fyrir hvað yfir mér vofir.“ ölmu varð samstundis ljóst, hvað hann mundi nú segja, en hún greip ekki fram í fyrir honum. „Það er ákaflega eðlilegt," hélt hann áfram, ,,að þar sem þið eruð öll á sama máli og á móti mér, að þið séuð sannfærð um að ég vaði í villu og svima. Ég veit að þið eruð öll á sama máli. Ég veit að þið hljótið að hugsa svona og það gleður mig að svo skuli vera, því að stund- um reyni ég að hanga á skoðun ykkar eins hún væri siðasta hálmstráið. En hinsvegar er ég allt- of sannfærður um sannleiksgildi kvæðisins, og ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda, hvem- ig fer fyrir mér. Þú veizt hvaða augum ég er nauðbeygður til að líta á þetta mál. Ég finn það sjálfur, að mér er engri undankomu auðið, brautin þrengist og hana verð ég að feta, hversu hryllilegir sem þeir atburðir verða, sem leynast á þessari leið. En ég væri hræðilega eigingjarn og sjálfselskufullur, ef ég færi að draga þig á þessa braut, og eyðileggja þannig líf þitt, sem ég elska svo heitt." ,,En hvers virði væri ást mín,“ svaraði hún, „ef ég gæti ekki tekið þátt í áhyggjum þínum og erfiðleikum? Ef ég héldi, að eitthvað hræði- legt ætti að koma fyrir þig, mundi ég segja, að ef þú kvæntist mér ekki strax, svo að ég gæti staðið við hlið þér í erfiðleikunum, þá vildi ég alls ekki giftast þér. En það segi ég þér satt, að þar sem ég er sannfærð um, að guð mundi aldrei láta neitt hræðilegt koma fyrir þig, ætla ég að fara að ósk þinni.“ „Ég kem með þér heim á prestssetrið og drekk með ykkur feðginunum,“ sagði hann. „Þá er bezt að við segjum honum hvemig komið er. Jæja, það er vist bezt að við förum heim á Stormbury og sækjum bílinn, svo að ég geti ek- ið þér heim." „Ekki býst ég við að pabbi verði mjög undr- andi eftir allt sem á undan er gengið," svaraði hún, og þegar þau rúmum hálftíma síðar sátu inni hjá prestinum, ísagði Vilhjálmur honum, hvernig komið væri, og presturinn gerði sínar athugasemdir. „Þú álítur sem sagt, Vilhjálmur, að það væri hyggilegast af þér að fresta brúðkaupinu þar til óveðrið er um garð gengið, og engar ógnir vofa lengur yfir þér?“ Vilhjálmur kinkaði kolli. „Ölmu vegna," svaraði hann. ,,En ef hún er andvíg því? Ef hún segir nú, að ekkert óveður sé svo geigvænlegt, að hún sé ekki nægilega sterk til að standa við hlið þér í því? Ef hún skyldi nú álita, að hún geti fundið kraft og guðdómlegan stuðning til að sigra hin illu öfl sem þú álitur því miður að séu til, en hún neitar að trúa á.“ „Það er til einskis að neita tilveru illra afla,“ svaraði Vilhjálmur. „Við erum öll börn í leit að sannleikanum, trú okkar getur verið mismun- andi, en við megum ekki fordæma þá, sem hafa ólík lifsviðhorf og við. Trúið mér, að mér fellur það mjög þungt að fresta brúðkaupinu til næsta árs, en mér finnst það vera skylda min eftir allt, sem skeði í gærkveldi. Ég veit hvað Alma gæti verið mér mikils virði þennan tima, en ég veit að ég verð að líða þá eldraun, sem örlögin hafa búið mér, og það væri bæði 'illa gert og heig- ulsháttur frá minni hálfu, ef ég byndist henni nú. Ég elska hana svo heitt að ég gæti aldrei gert neitt slíkt. Ef til vill eigið þið rök að mæla, þegar þið segið að kvæðið sé meiningarlaust þvaður, en ég trúi því aldrei, sannanirnar eru of áþreifanlegar. Dómgreind min segir mér að spádómurinn eigi eindregið við mig. 1 það minnsta bið ég ykkur um að andmæla mér ekki.“ „Það mundi hvorki ég né nokkur annar, sem þekkir þig, gera, Bill minn," svaraði Boyd. Hvað segir þú Alrna?" „1 fyrstunni var ég mjög andvíg ráðagerðum Vilhjálms, en ég er nú búin að sætta mig við þær,“ sagði hún. „Ég þrái að fá að standa við hlið hans í baráttunni. En ég þrái ennþá heit,- ar að það komi aftur friður í sál hans, og bar- áttan sé á enda.“ „Og þú heldur, að hér sé aðeins um stuttan tíma að ræða?-“‘ spurði presturinn tengdason sinn. „Ég er sannfærður um að um leið og þetta ár er á enda runnið, þá er reynslutímanum lokið." „Það er þá bezt, að þetta verði að þínum vilja, og guð gefi að þessar hugmyndir þínar hverfi um leið og kirkjuklukkurnar hringja þetta ár út." „Vertu viss um það,“ svaraði Vilhjálmur. Hjónaleysin ákváðu að mætast næsta dag og Vilhjálmur kvaddi. Þegar hann var farinn áttu presturinn og dóttir hans alvarlegt samtal. Boyd komst að raun um, að Alma var sátt við þær ákvarðanir sem þau höfðu tekið. „Ég efast ekki um,“ sagði hún, „að fólk mun undra sig á því, að við skulum hafa breytt fyrir- ætlunum okkar, en eins og nú er ástatt með hann var það nauðsynlegt. Það er augljóst, að fólk með heilbrigðan hugsunarhátt getur ekki skilið, hvað þetta er hræðilegt fyrir Bill. Hann trúir því að allskonar ógnir bíði hans." „Mér er það einnig ljóst,-“ sagði presturinn, ,,að það er eitthvað geigvænlegt við þetta allt. Óskiljanlegir atburðir eiga sér stað. En hvernig ættum við að geta skilið, hvað þar felst á bak við. Að atburðirnir séu yfimáttúrulegir, og að satan sjálfur ætli að eyðileggja Vilhjálm, er auð- vitað ekkert annað en heimska. Bill er ekki harðgerður. En öfl, sem okkur eru óskiljanleg, ásækja hann; það er auðséð." Alma játti þvi. „Já, það er satt, einhver öfl eru að reyna að tortíma Bil), og ef til vill færa þau sér einmitt hjátrú hans i nyt, og það gerir allt miklu eríið- ara viðfangs. En hvemig stendur á þessu? Hvaða fjandmenn á Vilhjálmur, sem gætu sótzt eftir lifi hans? Allir, sem þekkja hann, þykir vænt um hann, og kunningjahópur hans er ekki stór. Við þekkjum vel alla vini hans og kunningja, og enginn þeirra gæti átt nokkuð að vinna, en allt að tapa, ef hann félli frá. Ég hef sjálf spurt hann, hvort hann ætti nokkum fjandmann, eða hvort hann gæti ímyndað sér, að nokkur bæri kala til hans, en hann neitaði þvi eindregið. „Til þess að verða óvinir þarf tvo aðila alveg eins og til þess að verða vinir,“ sagði hann aðeins. „Og ég veit hreint ekki hvernig ég gæti fjand- skapazt við nokkum mann,“ sagði hann, og ég veit heldur ekki, hvernig það ætti að ske.“ „Menn með sterkan persónuleika eignast alltaf ósjálfrátt óvini,“ svaraði faðir hennar. „Auðugur og ættgöfugur maður eignast líka óhjákvæmi- lega óvini. En hér em þessar hugleiðingar til einskis, ökkur sjálfum er málið alltof skylt til þess að við séu dómbær á þetta mál. Mér finnst að kunningjahópur hans sé hafinn yfir allan grun, en ég álít að réttast væri að fá einhvern ókunnugan mann til að taka málið i sínar hend- ur, en vitanJega verður þar að gæta ýtrustu varfærni." Alma var honum samþykk, en sagði þó hik- andi: „Það má ekki vera fagmaður, þeir eru allir vísir til að heimfæra þetta undir sína sér- grein. Læknir mundi álita þetta sálsýki. Leyni- lögregluþjónn mundi samstundis álíta að hér væri um glæp að ræða. En hér er ekki hægt að hallast að neinu ákvéðnu. Flestir yrðu einung- is óþolinmóðir og myndu fullyrða, að það sem við segðum þeim, væri ósköp einfalt, bara ef við værum nógu skynsöm til að sjá hvað lægi á bak við atburðina." Boyd varð hugsi. „Þegar ég hugsa um atburðina, er ég þér ekki sammála, barnið mitt," sagði hann. „Eins og þú segir, höfum við ekki mikið að halda okkur við, en eitt er þó augljóst . . . einn hyrhingar steinn í óskapnaðinum. Mér var hugsað til þess, vegna þess, sem þú sagðir sjálf." „Hvað er það? Þú talar svo óljóst," sagði Alma, en hann vildi ekki svara henni. „Leyfðu mér að hugsa' þetta nánar, áður en ég tek nokkra ákvarðanir," sagði hann. „Maðúr verður að vita hvaða stefnu maður á að taká

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.