Vikan


Vikan - 24.01.1952, Page 7

Vikan - 24.01.1952, Page 7
VIKAN, nr. 4, 1952 7 Gigolo og gigolette. Framhald af bls. 4. Jiaft svo margt skemmtilegt um að tala væna mun.“ Þjónninn kom og sagði Cotman, að Espinel hefði verið að leita að honum. ,,Já, nú förum við,“ sagði frú Penezzi og stóð upp. „Komið og borðið hjá okkur hádegisverð einhverntíma. Mér þætti gaman að sýna ykkur myndirnar mínar og blaðaúrklippur. Að hugsa sér að þið skuluð aldrei hafa heyrt talað um fallbyssukúluna lifandi. Ég sem var eins víð- fræg og Tower of London. Þau kvöddust og Stella lét fallast aftur í hæg- indastólinn. ,,Ég ætla bara að klára bjórinn minn,“ sagði Syd, „og svo ætla ég að vita hvað Paco vill. Ætlarðu að bíða hérna, vina, eða inni í bún- ingsherberginu ?“ Hendur Stellu voru fast krepptar. Hún svaraði ekki. Syd leit á hana og síðan fljótt af henni aftur. „Það voru naumast læti í þeirri gömlu,“ hélt hann áfram í glaðlegum tón. „Það er sjálf- sagt rétt sem hún sagði, þó að erfitt sé að trúa því að hún hafi sett London á annan end- ann fyrir fjörutíu árum. Og svo heldur hún að allir þekld sig.“ Hann gaf Stellu gætur í laumi og sá að hún var að gráta. Hann þagnaði. Tárin runnu niður fölar kinnar hennar. Hún gaf ekki frá sér neitt hljóð. „Hvað er að, ástin mín?“ „Syd, ég get ekki stokkið aftur i kvöld,“ sagði hún kjökrandi. „Af hverju ekki?“ „Ég er hrædd.“ Hann tók í hönd henni. „Þú sem 'ert svo hug- rökk. Fáðu þér staup af brennivíni, það hressir t>isr“ „Nei, það gerir aðeins illt verra.“ „Þú mátt ekki bregðast fólkinu." „Þessu viðbjóðslega fólki. Þessum svinum, sem •éta og drekka sér til óbóta. Þessum lýð, sem veit ekki hvað hann á að gera við peningana sína. Það er ekki hægt að bregöast því. Hvað lætur það sig skipta þó ég hætti lífi rninu?" „Auðvitað er það hin hrollkennda eftirvænt- ing sem dregur það að, það er ekki til neins að neita því,“ sagði hann vandræðalega. En við vitum bæði, að þetta er alveg hættulaust, ef J)ú hefur vald á taugum þínum." „En ég er búin að missa valdið á þeim, Syd. Ég drep mig.“ Hún hafði hækkað lítið eitt röddina, og hann leit á þjóninn, en þjónninn var niðursokkinn í að lesa blað. „Þú veizt ekki hvernig er að vera þarna efst uppi á pallinum og horfa niður í kerið. Síðast hélt ég að það ætlaði að líða yfir mig. Ég get ekki gert það aftur í kvöld, þú verður að fá mig lausa, Syd.“ „Ef þú lætur undan þér í kvöld, þá verður það enn verra á morgun." „Nei. Það sem fer með mig er að þurfa að hafa tvær sýningar á dag. Biðin og allt sem henni fylgir. Segðu Espinel að ég geti ekki sýnt aftur í kvöld.“ „Hann samþykkir það aldrei. öll matsalan byggist á þér. Fólkið kemur aðeins til að sjá þig.“ „Ég get ekki gert að þessu. Ég get ekki meir.“ Hann var þögull stundarkom. Tárin héldu áfram að streyma niður föla vanga hennar, og hann sá að hún var að missa stjórn á sér. Hann hafði fundið í nokkra daga að eitthvdð var í aðsigi. Hann hafði forðast að gefa henni tæki- færi til að tala. Hann hafði óljóst hugboð um að betra væri fyrir hana að færa ekki tilfinn- ingar sínar í orð. En hann hafði verið áhyggju- fullur. Því að hann elskaði hana. „Espinel vill finna mig,“ sagði hann. „Hvað vill hann?“ „Ég veit það ekki. Ég ætla að segja að þú gætir ekki sýnt nema einu sinni á kvöldi og vita hvað hann segir. Ætlarðu að biða mín hérna?" „Nei, ég verð í búningsherberginu." Hann kom þangað tíu mínútum síðar, léttur í spori og hratt upp hurðinni. „Ég hef miklar gleðifréttir handa þér, elskan mín. Við erum ráðin næsta mánuð fyrir tvöföld laun.“ Hann bjóst 'til að taka hana í fang sér og kyssa hana en hún ýtti honum frá sér. „Þarf ég að sýna aftur í kvöld?" „Það er víst óhjákvæniilegt. Ég reyndi að fá samningnum breytt í eina sýningu á kvöldi, en hann tók það ekki í mál. Hann sagði að kvöldmatarsýningin yrði að vera með, og það er vissulega tilvinnandi fyrir tvöföld laun.“ Hún fleygði sér á gólfið og brast í grát. „Ég get það ekki, Syd. Ég drep mig.“ Hann settist á gólfið, lyfti höfði hennar og tók hana í faðm sér. „Hertu upp hugann, ástin mín. Þú getur ekki neitað þessum launum. Þau nægja okkur í allan vetur. Það eru ekki nema fjórir dagar eftir af júlí og svo bara ágúst.“ „Nei, nei, nei. Ég er hrædd. Ég vil ekki deyja, Syd. Ég elska þig.“ „Ég veit það, ástin mín. Ég elska þig líka. En við höfum aldrei haft svona góðar tekjur og munum aldrei fá þær. Þú veizt hvernig þetta er, við erum á tindinum núna, en við getum ekki vænzt þess að vera þar til eilífðar. Við verðum að hamra járnið meðan það er heitt.“ „Viltu að ég deyi, Syd?“ „Segðu ekki svona vitleysu. Hvar væri ég án þín? En þú mátt ekki láta svona undan sjálfri þér. Þú verður að hugsa um sjálfsvirðingu þína. Þú ert heimsfræg." „Eins og fallbyssukúlan lifandi var,“ æpti hún tryllingslega. „Það var hún sem opnaði augu mín. Til hvers kemur fólkið til að sjá mig aftur og aftur? Til að missa ekki af því ef ég skyldi drepa mig. Og viku eftir að ég er dauð er það búið að gleyma nafninu minu. Þannig er fólkið. Þegar ég horfði á farðað andlit kerlingarinnar sá ég það allt fyrir mér. Ó, Syd, mér líður svo illa.“ Hún vafði handleggjunum um háls honum og þrýsti andliti hans að andliti sínu. „Syd, þetta er ekki til neins, ég get ekki gert þetta aftur.“ „Þú átt við í kvöld? Ef þú tekur þetta svona nærri þér, þá get ég sagt Espinel þú hafir fengið yfir höfuðið. Ég býst við hann taki það ekki illa upp i þetta eina sinn.“ „En ég á ekki bara við kvöldið i kvöld, held- ur alltaf." Hún fann, að hann stirðnaði lítið eitt. „Elsku Syd, ekki að halda að ég sé rugluð. Þetta kom ekki fyrst í kvöld, það hefur verið að smávaxa inni í mér. Ég get ekki sofið á næt- urnar af umhugsun um það, og komi mér dúr á auga sé ég sjálfa mig standa efst í stiganum og horfa niður. 1 kvöld ætlaði ég varla að kom- ast upp, ég titraði svo og þegar þú kveiktir logana og sagði stökktu, var eins og eitthvað héldi aftur af mér. Ég vissi ekkert af því, þegar ég stökk. Hausinn á mér var tómur, þangaö til ég var aftur komin upp á pallinn og heyrði það klappa. Syd, fyrst þú elskar mig hleypirðu mér ekki aftur í þvílíkar pyntingar." Hann stundi. Augu hans flutu í tárum. Því að hann elskaði hana svo ákaft. „Þú veist hvað það þýðir," sagði hann. „Lífið í gamla daga. Maraþondans og allt það.“ „Fyrir mér er allt betra en þetta." Lífið í gamla daga. Bæði mundu þau það greinilega. Syd hafði verið gigolo* frá því hann var átján ára. Hann var mjög lag- legur, dökkur yfirlitum og spánsklegur og þrunginn lífi. Gamlar konur sem miðaldra þótt- ust hólpnar að mega dansa við hann fyrir borg- un, og hann hafði alltaf nóg að gera. Hann lét reka frá Englandi yfir á meginlandið, og þar hélt hann sig á flakki milli hótelanna, í Rívíeru á veturna, við baðstrendur Frakklands á sumrin. Þeir lifðu alls ekki svo slöku lífi. Venjulegast héldu þeir sig tveir þrír saman, karlmennirnir, og leigðu herbergi í ódýrum leiguhúsum. Þeir gátu sofið frameftir á morgnana, og klæddu sig rétt tímanlega til þess að komast í hótelið um tólfleytið og dansa við digrar konur, sem þráðu að lækka þyngd sína. Svo voru þeir frjálsir ferða sinna til fimm, þegar þeir héldu aftur til hótels- ins og settust við borð, þrír og þrír saman, og höfðu gát á öllum, sem sýndust til í tuskið. Sum- ir þeirra höfðu fasta viðskiptavini. Á kvöldin fóru þeir inn í matsöluna, og hótelið sá þeim fyrir ríkulegum dagverði. Svo dönsuðu þeir, þegar tími gafst til. Það færði mikið í aðra hönd. Iðulega fengu þeir fimm- tíu eða hundrað franka hjá hverri konu. Stund- um voru þær auðugar, og þegar hann hefði dans- að drjúgum við eina þeirra tvö eða þrjú kvöld, fékk hann kannski allt að þúsund frönkum í einu. Stundum báðu miðaldra konur hann um að eiga með sér nótt, og fyrir það fékk hann alltaf hundrað og fimmtíu franka. Og svo gat alltaf hent, að einhver skrukkan tapaði sér al- veg, og þá gat vinningurinn orðið platínu- og safírhringir, sígarettuveski, föt og armbandsúr. Kunningi Syds hafði kvænzt einni, sem vel gat verið móðir hans, en hún gaf honum bíl og peningana til að leggja i fjárhættuspil, og þau bjuggu í fallegu skrauthýsi í Biarritz. Á þeim góðu gömlu dögum höfðu allir átt morð fjár. En kreppan skall yfir, og þá urðu gigoloarnir hart úti. Hótelin tæmdust að fólki, og konurnar * Gigolo: maður sem lifir af að leigja sig sem dansherra og friðil. Framhald á bls. 10. ★ Danssalur í Ritz- hóteli í kvikmyndinni „Encore". Þarna fer fram mestur hluti sögunnar „Gigolo og gigolette".

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.