Vikan


Vikan - 28.02.1952, Page 9

Vikan - 28.02.1952, Page 9
VIKAN, nr. 9, 1952 9 Yfirritstjóri blaðsins ^merican Press stendur hér í vitnastól fyrir i'étti. Hann var einn fimm blaða- manna, sem ákærðir voru fyrir að niðra sextán opinbera starfsmenn o" þrjá fjárhættuspilara í blaði sínu. Þessi mynd er af Theron Lamar Caudle, rikissaksóknara, sem Truman Bandaríkjaforseti hefur vikiu írá störfum fyrir að hafa gegnt öm'um störfum en honum bar. Claudle segist ekki hafa gert neitt rangt. Litla stúlkan á myndinni varð fyrir því slysi, að það kviknaði i fötum hennar, þegar hún var að leika sér i garðinum heima hjá sér í Los Angeles. Á hún líf sitt að þakka snarræði tveggja smiða sem voru að vinnu i nánd og heyrðu hljóðin í litiu stúlkunni, en þeir skvettu vatni á logandi föt hennar og óku með hana á sjúkrahús. Var myndin tekin eftir að hún kom þangað, þegar hjúkrunarkona er að færa hana úr fötunum og móðir hennar reynir að hugga hana. Hún var talsvert brennd en ekki hættulega. Lafayette Pairbrother er nú ,,í taumi“, þar sem honum varð það á að láta frú Olive E. Weber bíða árangurslaust frammi fyrir altarinu. Fairbrother sagði, að hann hefði allt í einu verið gripinn kvíoa fyrir öllum mannfjöldanum og hefði þess vegna ekki kom- ið til brúðlcaupsins. Frú Weber fyrirgaf honum- Þessi mynd er af Eric John- ston fyrrverandi ráðunaut banda- risku ríkisstjórnarinnar i efna- hagsmálum. Honum var vikið úr embætti 30. nóv. síðastliðinn_ Hann sagði fréttamönnum, að Truman forseti hefði ekki fundið neinn, sem komiö gæti i hans stað. Á myndinn sjást nokkrir hermenn, sem voru áhorfendur að atómsprengingu. Þeir voru allir i minna en tíu mílna fjarlægð frá sprengjustaðn im. 1 blaðamannaviðtali í Las Vegas í Nevada sögðu sumir hermennirnir, að þeir hefðu verið hræddir, en aörir sögðu, að þeir hefðu aldrei séo neitt þvílíkt fyrr. FRÉTTAMYNDIR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.