Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 11, 1952 5 Ný framhaldssaga: 4 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY vilt ekki missa umráðaréttinn yfir peningum mínum.“ ,,Ég ætla ekki að fara að rífast við þig, Ró- berta,“ sagði hann höstuglega. ,,Það er bezt að þú farir inn í herbergið þitt. Ég hef annrikt í kvöld, og þetta sífellda rifrildi er farið að þreyta mig. Reyndu ekki að læðast út aftur.“ Hann einblíndi í augu henni, og hún hrökkl- aðist ósjálfrátt undan augnaráði hans. Hún gat vel skilið, hversvegna vitnin í réttarsalnum gugn- uðu fyrir litla, harðsnúna lagahrottanum. Hún gekk út úr lesstofunni án þess að segja fleira. Eins og alltaf áður, hafði Ólífant enn unnið sigur. Viðurkenning Bobby á ósigri hennar kom fram í áköfum gráti, þegar hún kom fram á ganginn, og var orðin ein. Henni tókst þó brátt að hafa hemil á tilfinn- ingum sínum; hún þerrði af sér tárin og snyrti sig fyrir framan gangspegilinn. Síðan opnaði hún hurðina og fór út úr íbúðinni. Hún hljóp niður stóran, dimman stigann; hann var jafngam- all húsinu. Hún var glöð yfir því, að miðíbúðin á fyrstu hæð var ekki í notkun. Neðan við stig- ann opnaði hún litla hurð og kom þá niður í neðri forstofuna eða réttara forsalinn. Það var eins og að koma í annan heim. Þótt efri hæðir hússins væru að mestu leyti í sinni upphaflegu mynd, þá hafði stofuhæðinni verið breytt í fyrir- myndar nýtízku íbúð með allskonar skrauti úr plasti og málmi, og endurkastslýsingu. Gamli i stiginn var ekkí notaður I þessari íbúð og einu dyrnar þar sem komizt varð inn og út úr íbúðinni voru litlu dyrnar á innri enda forsalsins. 1 kjall- araibúðinni, sem var algerlega fráskilin öðrum hlutum hússins, bjó húsvörðurinn og kona hans. Eini inngangurinn í þá íbúð var á úthlið hússins. Um leið og Bobby kom inn í skrautlega for- ■salinn, opnuðust aðrar dyr og öldruð kona, skrautklædd, kom út. Beeding, húsvörðurinn, sem var í látlausum einkennisbúningi, fylgdi konunni út að bifreið, sem beið hennar. ... 1 þessari íburðarmiklu íbúð bjó Dr. Paul Merri- valé Cardew, hinn nafnkunni geðveilíilæknir, sem var meðal hinna þekktustu sérfræðinga í Harley- og Wigmorestræti. Meðal viðskiptavina hans var margt auð- og virðingamanna. Bobby beið þangað til Beeding kony' aftur. Vissan tíma dagsins fór hann I þennan einkennis- búning og stóð á verði í fordyrinu. Hann var gamall og góðlegur. Þegar hann tók eftir stúlk- unni í hálfopnum dyrunum, um leið og hann sneri aftur að húsinu, flýtti hann sér til hennar. „Þarfnist þér mín, ungfrú ?“ spurði hann nær- gætnislega, þegar hann veitti þrútnum augum hennar eftirtekt. „Já, Beeding. Getið þér komið fram fyrir augnablik?" „Get ekki hætt á það, ungfrú Bobby,“ svaraði hann og leit í áttina til stóru vængjahurðanna. „Ef ég get gert eitthvað . . .“ „Vinnutími yðar er bráðum á enda, er það ekki ?“ „Eftir um það bil fimmtán minútur." Þrátt fyrir annríki sitt, smeygði hann sér gegnum litlu dyrnar og lokaði hurðinni. Þau stóðu i rökkrinu við gamla stigann. „Heyrðuð þér nokkuð Beeding?“ spurði hún og snerti handlegg hans. „Ég er hræddur um það, ungfrú Bobby. Ég hélt það væri eitthvað mikið að, og hálfopnaði FORSAGA: Haustnótt eina er Nor- man Konkvest á ferð í bil. Kona hans, Joy, situr við hlið hans. Skyndilega geys- ist stúlka út úr þokunni og brunar fyrir bílinn. Norman tekst að hemla, en stúlk- an biður hann að leyfa sér stiga upp í bílinn. Hún er dauðhrædd. Hún fer síðan að segja sögu sína. Ólífant lögfræðing- ur, frændi hennar, bauð henni til veizlu, en fór þess í stað með hana í lítið úti- hús. Þar var staddur Everdon lávarður. Ólífant taldi hana ákaft á að dveljast hjá Everdon um nóttina. Þeir gerðust svo aðgangsharðir, að stúlkan varð að flýja. Konkvest kannaðist við báða þrjótana. Þau doka stundarkorn við í bílnum. Þá kemur Ólífant gangandi. Norman á orðasennu við Ólifant, en að þvi loknu ekur hann heim til sín með stúlkuna. Þegar hún er sofnuð fer hann að segja konu sinni frá Everdon lávarði. Hann segir henni, að Everdon sé forrikur, en beiti fjármunum sínum til hinna fyrir- litlegustu athafna. Hann heitir því, að klekkja á báðum skálkunum. Næst segir frá því, að unga stúlkan, Bobby, ætlar að ganga út úr húsi frænda síns, Óli- fants, en hann fyrirbýður henni að fara, þau fljúgast á. Bobby ætlaði að hitta unnusta sinn, Gillespie. Ólífant þykir hann henni ósamboðinn, en hún segist elska hann. hurðina hérna. Rækallinn! Hvað kölluðuð þér gamla skrjóðinn . . . gamla manninn? Viðbjóðs- lega ófreskju, var það ekki ? Og þér sögðust geta stútað honum . . .“ „Við heyrðum yður opna hurðina, Beeding. Já, við vorum að rífast, eins og oftar. Matthew frændi er svo ósanngjarn og harðbrjósta. Ég veit ekki hvernig ég gæti lifað án ykkar hjón- anna.“ Þau voru líka í sannleika sagt, vinir í raun. Alltaf síðan Bobby hafði farið úr heimavistar- skólanum og komið á þetta svo kallaða „heim- ili“, hafði hún fundið lAggun og hlýju í litlu kjallaraíbúðunni hjá Beeding-hjónunum. Þau höfðu verið hjá frænda hennar frá þvi hún mundi eftir sér. Þau vissu bæði um ástir hennar og Roy Gillespie. Ungi maðurinn hafði, satt að segja, stundum notað fátæklegt heimili gömlu hjónanna til stefnumóta þeirra Bobby, þar sem honum var bannað að heimsækja hana á heimili hennar. Frú Beeding, sem var jafn góðhjörtuð og maður henn- ar, hafði stuðlað blákalt að þessum fundum hjóna- leysanna, þrátt fyrir bann húsbóndans. „Ég vona, að útlitið sé ekki mjög dökkt, ung- frú Bobby,“ sagði Beeding vandræðalega. „Þetta lítur illa út. Frændi minn er gallharður. Hann bannar mér að koma með Roy heim, og lika að hitta hann nokkurs staðar annars stað- ar.“ Málrómur Bobby lýsti sárri gremju. „Hver heldur hann, að hann eiginlega sé? Herra Barr- ett?“ „Hef engin kynni af þeim manni,“ sagði Beeding vandræðalega. „Hafið þér aldrei séð sjónleikinn „The Barrets of Wimpole Street"? Barrett var andstyggilegur harðstjóri frá Viktoríu-timanum, sem drottnaði yfir fjölskyldu sinni með ógnum og ótta. Jæja, ég lifi í Wimpolestræti, og frændi minn er orðinn eins og Barrett. En þetta er ekki Viktoriu-tím- inn.“ „Það er ekkert vit, að tala sig æsta ung- frú,“ sagði Beeding höstugur. „Það leiðir ekkert gott af sér. Herra Ólífant er hörkukarl . . .“ „Ég hata hann — ég fyrirlít hann,“ sagði hún grimmdarlega. „Hann er svo litill og horaður — svo litilfjörlegur. Þó er hann sterkur. Hann er rotta í mannsmynd . . . og stundum finnst mér, að ég gæti drepið hann eins og rottu.“ Beeding sperrti upp augun. „Þér megið ekki tala svona, ungfrú Bobby,“ tautaði hann óttasleginn. „Heyrið þér, ég verð að fara. . . . Hvað ætluðuð þér að biðja mig að gera?“ „Æ—já, símið þér til Roys á skrifstofuna, og segið honum, að ég geti ekki staðið við loforðið um stefnumót í kvöld, og biðjið hann að koma síðar, þegar hann sé laus. Þér ætlið að lofa þessu, — er það ekki?“ „Auðvitað, ungfrú,“ sagði Beeding og klapp- aði á handlegg Bobbys. „Líklega er engu verra, að þér fóruð ekki út í kvöld. Það er óvanalega dimm þoka núna.“ „Þér eruð alltaf jafn góður,“ sagði Bobby og brosti. „Þér reynið alltaf að hughreysta mig, er það ekki?“ Þau skildu. Hún læddist á tánum aftur upp stigann, en hann fór inn í íburðarmikinn forsal- inn. Þegar hann losnaði, fór hann í næsta götu- síma og símaði á skrifstofu blaðsins, þar sem Roy Gillespie vann. „Ég er skolli glaður, að þér hringduð mig upp, Becding," svaraði glaðleg rödd i símanum. „Þessi rækalls ritstjóri — þetta er í lagi, hann heyrir ekki til min — hefur falið mér starf, sem mun taka mig allt kvöldið og fram á nótt; svo að mér hefði orðið ómögulegt að hitta ung- frú Bobby, hvort sem var. Þar að auki er veðrið afleitt. Ég lít inn seinna.“ „Við kella mín munum hafa gát á því, er þér komið.“ „Þið eruð bæði hvort öðru betra,“ sagði ungi blaðamaðurinn glaðlega. „Einhverntíma munuð þér fá maklega umbun, Beeding minn, — tvo ríflega skammta af giftingartertunni." „Það getur nú orðið bið á því,“ sagði hús- vörðurinn kankvíslega. „En, í alvöru talað, herra Gillespie, ég vildi gjarna að þér lituð inn vegna ungfrú Bobby; það liggur illa á henni í kvöld. Henni varð sundurorða við frænda sinn, eins og oftar.“ „Auðvitað deilt um mig. — Karlskömmin! — Jæja, ég skal líta inn, en ég get ekki tiltekið tímann." Beeding gamli fór brosandi frá símanum. Sið- ustu vikurnar höfðu þau gömlu hjónin séð Gille- spie talsvert oft, og hann féll þeim vel í geð. Roy hafði sérstaklega unnið vináttu frú Beeding. Hann var síkátur og fullur af glensi, og var óspar á „brandarana", er færi gafst. Hann var líka mjög örlátur á fé. Þokan varð æ svartari. Beeding var að núa saman höndunum, til að halda á sér hita á leið- inni heim, er skuggalega veru hillti uppi í dyr- um á afarmiklu byggingarporti, sem skag- aði fram á gangstéttina á þessum stað. „Komdu inn fyrir og vermdu þér, kunningi," sagði brjóstþyngslaleg en góðleg rödd. Beeding stanzaði. „Hver skollinn! Þú gerðir mér hverft við, Sam,“ sagði hann. „Þokan er að verða enn dimm- ari, finnst þér ekki? Eklti svo að skilja, að þokurnar nú séu svipað því eins dimmar og áður fyrr. Til dæmis þegar ég var drengur ...“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.