Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 6
6 Hann þuldi endurminningar sinar meðan hann gekk inn um dyrnar á portinu og stóð og vermdi sér við glóandi glóðarkerið, sem var einasti holl- vinur og félagi Sam Peppers á hinum löngu vökunóttum. Allstaðar umhverfis sáust stálbitar, grjót- og sandhrúgur, steinlímspokar og allskon- ar byggingarvörur óglöggt i skímunni frá glóð- inni. Allt var þarna saggað og rakamettað. Sam Pepper var nætúrvörður við byggingu stóra steinsteypuhússins, sem verið var að reisa við hliðina á gamla húsinu hans Matthews Ölífants. „Hvernig líður gamla eiturbyrlaranum í kvöld?“ spurði Sam. „Ég sá hann ganga fram hjá fyrr i kvöld. Svei mér ef hann þarf ekki að setja sprungur í snjáldrið á sér til þess að geta brosað." Beeding settist á tóman umbúðakassa og teygði hendurnar feginsamlega að eldinum. Hann hafði bundist vináttuböndum við gamla manninn, síðan hann tókst á hendur næturvarðarstarfið þarna í nágrenninu. Beeding var, satt að segja, nokkuð málugur og þótti gaman að.segja sögur. Framar öllu öðru i þvi efni, féll honum vel að segja óhróður um húsbónda sinn. Hann bar ekki kvíð- boga fyrir að neitt af þvi, er hann sagði Sam Pepper bærist til eyrna Ólífants. „Þau voru í háa-rifrildi fyrir hálftíma siðan, Sam," sagði Beeding. „Ég meina hann og unga frænkan. Veslings stúlkan, henni er haldið inni eins og fanga. Ég get ekki láð henni, þótt hún geri uppreisn stundum." „Ég hef séð hana,“ samsinnti Sam og var að- dáunarhreimur í röddinni. „Ljómandi telpa, — ég er ekki enn of gamall til að sjá það. — Um hvað deildu þau í þetta skipti." „O, eins og oftar um piltinn. Ég var víst búinn að segja þér frá vini hennar, var það ekki? Það er ungur blaðamaður, Gillespie að nafni, er vinn- ur hjá einhverju dagblaðanna." Hann fór að skýra vini sínum frá þessu síðasta rifrildi, og eftir venju, ýkt'i hann frásögnina stór- lega. Samkvæmt frásögn hans, höfðu þau Ólí- fant og frænka hans deilt af mikilli heift. Sam Pepper sat og hlustaði með athygli og hneigði höfuðið við og við, eins og til að sýna hve vel hann fylgdist með frásögn vinar síns. Hann tottaði gamla pípu úr kirsiberjaviði, sem hékk milli skemmdra tanna hans. Hann sat þarna, rauður í framan í bjarmanum og hitanum af glóðarkerinu, klæddur gömlum lörfum, gamall og lotinn. „Þetta var hatröm deila, Sam,“ sagði Beeding. „Hún kallaði hann gamla ófreskju upp í opið geðið og sagðist geta stútað honum með köldu blóði. Mér var næst skapi að segja gamla fant- inum til syndanna, Sam. En til hvers væri það? Það er ekki svo auðvelt fyrir mann á mínum aldri að komast í nýja stöðu, og ég get ekki átt á hættu . . .“ „Skiljanlegt, vinur — ég skil,“ tók næturvörð- urinn fram í. „Það er sama að segja um mig. Verkstjórinn hérna er bölvaður fantur, en ég þori ekki að svara honum í sömu mynt. Lífið er enginn leikur, vinur.“ „Það er satt, og ég kemst í ónáð hjá kerlu minni, ef ég fer ekki að komast heim,“ sagði Beeding um leið og hann stóð á fætur. „Kvöld- verðurinn er kominn á borðið, býst ég við. Vertu sæll, Sam.“ Hann þræddi leiðina út úr portinu, en þegar hann var að ganga fram hjá dyrunum á húsi Ólífants og að kjallaradyrunum, sá hann þoku- lega mannsmynd koma út um aðaldyrnar. Hann stanzaði og heilsaði með lotningu. „Eruð þetta þér, Beeding? Aðeins augnablik." Þetta var Dr. Paul Merrival Cardew; hann var í samkvæmisklæðnaði og hafði yfir sér frakka yztan klæða. Hann benti dyraverðinum að koma. Þeir fóru báðir saman inn í skraut- lega forsalinn. „Andstyggilegt veður, herra." „Já, fjandi slæmt, ég vildi helzt ekkert fara út,“ sagði læknirinn með daufu brosi á alvarlegu en góðlegu andlitinu. „En læknirinn er þjónn al- mennings, hvað sem öðru líður, og hann má ekki mögla." Hann varð alvarlegur á svipinn. „Mig langar til að spyrja yður um dálítið, Beeding. Deilduð þið hjónin um eitthvað fyrir um hálf- tíma ?“ „Við hjónin að rífast?" át Beeding eftir gremjulega. „Nei, ó-nei, herra minn. Jafnvel þótt okkur lendi saman einstaka sinnum, ■— sem varla kemur fyrir á mánaðarfresti, — þá gerum við slíkt ekki svo allir heyri. Það var húsbónd- VIKÁN, nr. 11, 1952 inn, herra Ólífant." Hann beindi þumalfingrin- um upp á við og benti óbeint til íbúðarinnar á efstu hæð. „Hann og ungfrú Ólífant. Þau voru í hörku-rifrildi. Verra en nokkru sinni áður.“ „Mér fellur þungt að heyra þetta," sagði Dr. Cardew og hleypti brúnum. „Ég er málkunnugur stúlkunni og mér hefur alltaf virzt hún einarðleg og menntuð .... Mér líkar þetta ekki, Beeding. Hvenær sem er, getur Ólífant gengið of langt og neytt hana til einhverra óyndisúrræða. Stúlk- ur láta ekki bjóða sér slíkt nú á dögum. Ég er kunnugur ýmsu af þessu tagi, og mér lízt ekki á þetta." „Gætuð þér ekki minnzt á þetta við Ólífant, herra?" „Ég gæti það, en á því eru ýmsir erfiðleikar. Ólífant leigir mér íbúðina og . . . já, maður vill ógjarna skipta sér af fjölskyldumálum annarra. Nei, þvi miður er ég hræddur um að ungfrú Bobby verði að berjast ein sinni baráttu. Þess- vegna er ég hugsjúkur. Þér segið, að þetta hafi verið alvarleg deila?“ Beeding sagði nú frá deilunni í annað sinn, er, að sögn hans, hafði verið mjög heiftarleg. Góði, gamli húsvörðurinn gerði sér ekki grein íyrir því, hve lausmælgi hans gat orsakað mik- ið illt. „Og heitaðist hún við hann?“ spurði læknirinn, alvarlegur á svipinn. „Og seinna, í samtali við yður, sagðist hún líka geta drepið hann með jafn köldu blóði og rottu. Þetta er ófagurt, Beeding. Stúlkan er sýnilega yfir sig æst, og ef þessi unnusti hennar er ekki skyniskroppin gunga, ætti hann að taka hana strax í burtu og kvæn- ast henni." „Það er einmitt það, sem gamli eiturbyrlar- inn . . .“ Beeding áttaði sig og hóstaði. „Það er einmitt það, sem herra Ólífant vildi helzt. Ef ungfrú Bobby giftir sig í banni hans, missir hún arfinn eftir föður sinn.“ „Afleitt!" sagði Dr. Cardew. „Þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir þetta okkur ekki, Beeding. Við getum ekki skipt okkur af því, eins og þér skiljið. Ólífant er húsbóndi yðar og leigir mér.“ Hann hneigði höfuðið og gekk út í þokuna, en Beeding fór heim til konu og kvöldverðar. Ég ætla að byggja mér kofa! Hr. Gústi: Vissulega — Lilli litli! Taktu þá, hvenær sem þú vilt! Lilli: Ég ætla að fara heim og sækja vagninn minn! En sú umferð — ég kemst aldrei heilu og höldnu í gegn. — Lilli: Nú datt mér snjallræði í hug! Ef Gústi Lilli: Hæ! Gústi! Á kassanum stendur DYNAMITE! lánar mér hjólbörur kemst ég yfir götuna!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.