Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 13, 1952 Ogleymanlegur maður Eftir Andromache Schliemann Melas. VIÐ sátum saman í járnbrautarvagni, þegar hann leit skyndilega upp úr blöðunum, sem hann var að lesa. „Hvað lest þú?" spurði hann. „Ivar Hlújárn." „Lestu fyrir mig eina setningu." Eg byrjaði á setningu, og hann greip fram í og endursagði nákvæmlega blað- síðu eftir blaðsíðu af bókinni, sem lá í kjöltu minni. Hann hafði lært bókina ut- an að, þegar hann lagði' stund á enska tungu 19 ára gamall. Nú var hann orðinn sextugur, en hann gat látið hugann hvarfla íangt aftur í liðinn æviferil og kallað á nýjan leik fram í minni sitt setn- ingar og orð, eins og hann læsi þær af blaði. Henry Schliemann kunni átján tungu- mál og hafði lært tvær bækur á hverju máli utan að. Hann er ógleymanlegur ekki aðeins mér, dóttur hans, heldur einn- ig öllum heiminum. Hann var mesti tungu- málamaður síns tíma, og hinn ólærði snill- ingur fornleifafræðinnar, sem fann borg- arstæði hinnar fornu Troju og gróf upp legstað Agamemmons í Mykenu. Mér þætti gaman að vita, hvort nokkur annar könnuður hefur nokkurn tíma í veraldarsögunni ákveðið, hvað hann ætl- aði að finna, þegar hann var aðeins átta ára að aldri, og haldið fast við það í f jöru- tíu og fjögur ár, þangað til honum hafði tekizt það! Það mætti næstum ímynda sér, að örlögin sjálf hefðu kvatt föðurinn til að segja þessum litla, draumlynda, þýzka dreng á prestsetrinu , Ankershagen, kringum 1830, frá uppgreftrinum, sem unnið var að í Pompeji, og því næst las hann fyrir drenginn hina miklu sögu Hóm- ers frá Trojustríðinu. „Ef til vill væri hægt að grafa Troju upp eins og1 Pompeji," hrópaði litli dreng- urinn upp yfir sig. Faðir hans hristi höfuðið. „Troja, ef hún hefur nokkurn tíma verið til, var brennd til grunna fyrir þúsund ár- um." En skömmu síðar fann drengurinn í sögubók sinni mynd af hinni brennandi Troju. Þetta mikla steinhlið og þessir þykku veggir gátu vissulega ekki brunn- ið til ösku. Þó að faðir hans benti hon- um á, að myndin væri aðeins hugarsmíð málarans, hélt hann fast við draum sinn. „Troja er ennþá þarna — einhvers staðar," sagði hann ákveðið. Upp frá því, var hann sannfærður um, að hann mundi finna Troju. Þegar hann var tólf ára varð hann að hætta skólanámi og tók að vinna hjá ný- lenduvörukaupmanni. 1 fjögur ár stritaði hann f rá kl.' 5 á morgnana til kl. 11 á kvöldin. Launin hans voru fæði og hús- næði. Pimmta árið, einmitt þegar hann átti að fá sín fyrstu laun í peningum, meiddi hann sig svo við að taka upp of stóra tunnu, að hann gat ekki lyft neinu eftir það og missti atvinnuna. Hann lagði leið sína til Hamborgar þar, sem hann fékk atvinnu sem skipsdrengur á briggskipi, sem átti að sigla til Venezuelu. En svo fór um sjóferð þá. Ekki var skip- ið fyrr komið út á rúmsjó, en ofsastorm- ur tætti það í sundur. Skipsdrengurinn náði í tunnu á floti, og klukkustundum saman köstuðu risavaxnar öldur hins ís- kalda hafs honum á milli sín. Loks köst- uðu þær honum hálfdauðum upp á sendna strönd Hollands. Þýzki konsúlíinn gaf honum tvö gyllini fyrir fargjaldinu til Amsterdam, og hann hóf leit að atvinnu, meiddur og hrakinn eftir sjóvolkið, og kunni ekki stakt orð í máli Hollendinga. Hann fékk atvinnu sem sendisveinn. Að vísu voru launin lítil, en stundum fékk hann tækifæri til að sinna eigin áhugamálum. Og hann hvíldi sig aldrei án þess að draga bók upp úr vasa sínum og læra eitt erlent orð. Hann lærði holl- enzku, ensku og frönsku á fyrsta árinu. Því næst lærði hann spönsku, ítölsku og portúgölsku, hvort málið um sig á sex vikum. Hann var ekki sérlega duglegur sem sendisveinn, en þegar hann knúði á dyr hins mikla útflutningsfyrirtækis, B. H. Schroeder & Company með kunnáttu í sjö tungumálum, tók gæfuhjól hans að snú- ast nokkuð hraðar. Hann byrjaði sem bók- haldari og bréfritari, en var hækkaður í tigninni, og innan tveggja ára var hann orðinn einn af framkvæmdarmönnum fyr- irtækisins. Hann lærði rússnesku og var tveimur árum síðar sendur sem fulltrúi Schroeders til Pétursborgar. 27 ára gam- all stofnaði hann sitt eigið innflutnings- fyrirtæki og gæfan fylgdi honum allt frá því. Tungumálagáfa hans gerði hann að sannkölluðum heimsborgara. Hann ferð- aðist um allan heiminn, og hvar svo sem hann kom, var hann allsstaðar fullkom- lega eins og heima hjá sér. Hann fór til Ameríku, þegar gullið fannst í Kaliforníu og opnaði banka í Sakramento. Á 18 mán- uðum hafði hann tvöfaldað eigur sínar. Þar sem Kalifornía var gerð sérstakt ríki, meðan hann dvaldist þar, varð hann ame- rískur ríkisborgari og fagnaði því alla sína ævi. Faðir minn var stoltur af því að vera kaupsýslumaður. Ráðvendni og heiðarleiki í viðskiptum voru í hans augum lög, sem ekki mátti brjóta, en viljaþrek hans og sá vani að hafa rétt fyrir sér, gerði hann með árunum nokkuð drambsaman og ráð- ríkan. Einnig olli hans eigin röskleiki og þrek því, að hann var oft óþolinmóður við fólk, sem var ekki eins skjótt til hugsun- ar og starfs og hann. Hann skrifaði einu sinni fyrrverandi félaga sínum í Amster- dam og komst svo að orði: „I fyrsta lagi óska ég þér og konunni þinni hjartanlega til hamingju með trúlofun hinnar yndis- legu dóttur ykkar. En hvar í heiminum eru þessi 50 tonn af sykri, sem ég keypti að- eins með því skilyrði, að þeim væri skipað um borð í hvelli?" Þrátt fyrir ákefð hans eftir að ná settu markmiði, gætti hann þess vandlega, að viðskiptalífið næði aldrei of sterkum tök- um á huga hans. Mitt í velgengni sinni syrgði hann glötuð ár æsku sinnar, og hann var knúinn áfram af þeirri tilfinningu, að hann yrði að hlaupa í kapp við lífið og lærdóminn. Hann lærði að tala og skrifa forn-grísku og nútíma grísku. Hann lærði líka arabisku og allan Kóraninn utanbók- ar. Til að sanna, hversu fær hann væri í arabisku, fór hann til Mekka, klæddist tyrkneskum klæðnaði, stakk bænaábreiðu undir handlegginn og fór inn í Kaaba, hið allra helgasta meðal Múhameðstrúar- manna og mælti fyrir munni sér ritningar- greinar Kóransins. Ef hann hefði verið gripinn, og komið hefði í ljós að hann var vantrúaður, hefði hann vissulega verið drepinn. 42 ára gamall hætti hann verzlunar- störfum og lagði af stað til að finna borg- ina Troju. Allir fræðimenn á sviði forn- leifafræðinnar andmæltu honum. Sumir álitu, að Troja hefði aldrei verið til, aðrir voru ósammála honum um, hvar hún hefði verið. Þeir litu allir á hann sem leikmann — og það var hann vissulega.— og hædd- ust að honum, af því að hann gekk um með Ilíonskviðu í hendinni og mældi út vegalengdir í skrefum, eins og Ilíonskviða væri ágætis landakort. Honum leizt einna bezt á hæð nokkra, sem stóð nær Dardan- ellasundi, en almennt er álitið, að Troja hafi staðið. Ástæðurnar fyrir skoðun hans voru þær, að Grikkir í Ilíonskviðu fóru tvisvar eða þrisvar á dag milli skipa sinna og borgarinnar og einnig að Odysseifur á leið til orrustu heyrir söng skógarþrast- ar. Það, sem hann nú skorti, var einhver, sem tekið gæti þátt í óbifanlegri trú hans á tilveru Troju og hjálpað honum í bar- áttunni til að sanna, að það væri satt. Hún varð að vera grísk, vel að sér í mál- inu, sem hann unni og í Ilíonskviðu; svo að hann skrifaði vini sínum erkibiskupn- um í Peloponnesus: „Veldu mér konu . . . Það skiptir engu máli þó að hún sé fátæk, en hún verður að vera vel menntuð og hrifin af Hómer. Hún má gjarna vera grísk í útliti, dökk- hærð, ef hægt er, og helzt falleg. En fyrst og fremst óska ég eftir góðu og ástríku hjarta." Svarið voru ótal myndir — af f átækum ættingjum erkibiskupsins auðvitað. Faðir minn valdi hina 17 ára gömlu Soffíu, sem honum fannst indœlust. Það vildi líka svo vel til, að hún var fallegust. Hann ferðaðist til Aþenu til að giftast Soffíu. En fyrst varð hún að lesa upp langan kafla úr Hómer utanbókar á forn- grísku. Og þegar hún haf ði þannig sannað, að vitsmunir hennar stóðu engan veginn fegurð hennar að baki, varð hún að svara einni spurningu til: „Hversvegna sam- þykktir þú að giftast mér?" „Af því að foreldrar mínir sögðu mér," sagði hún blátt áfram, „að þú værir rík- ur maður." Hann æddi út úr húsinu fokvondur. En hann var þegar orðinn heillaður af kyrr- látri fegurð hennar, og þau sættust auð- vitað. Hann komst líka fljótt að því, að hún var eins ástúðleg og hún var yndis- leg. Veslings stúlkan! Hún sagði mér oft frá því, hvernig þau eyddu hveitibrauðs- dögunum. Hann þaut með hana um öll söfn ítalíu og Frakklands. Hann lét hana læra ótal mál og gerði miskunnarlausar kröfur til kunnáttu hennar. Hann neitaði að segja orð á frönsku fyrr en hún hafði Framhald á bls. 10.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.