Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 13, 1952 9 Fretta,- felYNDIR Litla stúlkan á myndinni er frá Chicago í Bandaríkjunum. Hún er aðeins 1% árs gömul, en hefur tvisv- ar þurft að leggjast á skurðarborðið. Þegar hún fæddist var hún óeðlilega blá, og var það vegna truflunar á blóðrásinni. Hún var 6 mánaða í fyrra skiptið, sem hún var skorin upp, en þá gátu skurðlæknar að- eins hjálpað henni um stundarsakir vegna þess, hve ung hún var. Eftir seinni uppskurðinn, fórust móður hennar þannig orð: „Þegar hún kom úr skuröstofunni hafði hún fallegan, bleikrauðan litarhátt í staðinn fyrir bláan eins og áður." Myndin til vinstri er af kvikmyndaleikaranum George Sanders, sem hlaut verðlaun fyrir bezt leikna karlmannshlutverkið árið 1950, var það í kvikmyndinni „All about Eve", sem var úrskurðuð bezta mynd þess sama árs. Til hægri er mynd af Josephine Hull, en hún fékk verðlaun fyrir bezt leikna kvenhlutverkið árið 1950. Sjá má að hún er geislandi glöð yfir sigrinum. Efri myndin er frá réttarhöldunum í sambandi við prófsvikin, sem nýlega komst upp um i West Point-herskólanum. Neðri myndin er af nemendum West Point á leið til knattspyrnuæfingar. Frank Sedgman heitir þessi ungi maður, hann er frá Sidney, höfuð- borg Ástraliu. Hann tók þátt í tenn- isleik i Bandaríkjunum, og vegna frábærrar frammistöðu hans vann Ástralía Davisbikarinn annað árið í röð. Eftir leik þennan, sem stóð yfir í þrjá daga, tekur Frank Sedgman öllum leikmönnum í tennisíþróttinni fram. Hann er nú að íhuga ýmis til- boð, sem honum hafa verið gerð um að verða atvinnuleikari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.