Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 15

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 13, 1952 15 HUNDURINN. eftir HELLMUT von COBE. EINU sinni var lítill hundur og stór maður. Þeir borðuðu saman, þeir sváfu saman og þeir voru sam- an jafnt úti sem inni. Enginn hafði séð annan þeirra án hins. Litli hund- urinn var mjúkur á hár. Augu hans voru dimm og barnsleg. Trýni hans var rakt og fætur hans fráir. Rófan á honum var hringuð upp, og eyrun slógust til og urðu rauð á litinn, þeg- ar hann hljóp, en við það varð hann bara ennþá yndislegri. Barnið leitaði hann uppi og hafði í lófa sínum eitthvert lostæti, aðrir hundar lögðu lykkju á leið sína til að heilsa upp á hann við stakketið, virðulegir menn gældu við hann á götunni. Honum unnu allir, en sjálf- ur unni hann aðeins stóra mannin- um, því að stóri maðurinn var ein- stæðingur með marga auðsæja bresti og marga dulda kosti. Dag einn bar það til, að litli hund- urinn át ekki matinn sinn og morg- uninn eftir var hann svo máttfarinn, að stóri maðurinn bar hann til lækn- is í körfu. Læknirinn skrifaði lyfseð- il, en sagði fátt. E>á skildi stóri mað- urinn hvert stefndí. Slagæðin sló ótt og rykkjótt eins og rafmagn í slæmum leiðara, og hundurinn starði tómum augum út í bláinn og þekkti engan framar. Stóri maður- inn stóð hjá og skildi ekkert. Síðan tók hann gröf í trjágarðinum. En þegar hann ætlaði að leggja niður litla, stirðnaða líkamann og höfuðið hvíldi svo þyngslalega á handlegg hans, þá skildi hann allt og tár spruttu fram í augum hans. Þetta var stór og dugmikill maður, hann hafði ekki grátið síðan hann var smástrákur. En litli hundurinn lifn- aði ekki að heldur. ÞEGAR hundurinn sá ekki lengur stóra manninn, byrjaði hann að hlaupa upp til himnarikis til að leita hans þar. Hann hljóp lengi lengi, því að himnaríki er öllum stjörnum ofar, og margt skrítið bar fyrir augu hans á leiðinni, því að þarna ráfa um verur frá öllum heimshjörum. En litli hundurinn lét ekki tælast af neinu né neinum, hann var nefnilega að leita að stóra manninum. Það var dýrlegt i himnaríki, en hundurinn sá ekkert af þessu, hann hljóp í krákustigum með trýnið fast við völlinn, framhjá öllum kerúbum og seröfum, allt til hásætis Guðs. „Hvers leitar þú?" spurði smá- vaxinn engill. Þá rak hundurinn upp trýnið og dillaði rófunni. „Stóri níaðurinn er ekki hér," svar- aði engillinn, „en ég vona honum verði hleypt inn síðar." Og þá tók hundurinn aftur til fótanna og hljóp til baka alla þá leið, sem hann hafði áður hlaupið — og þó lengra, því að hann hljóp allt til vítis. Það var voðalegt að koma í víti, en hundurinn vissi ekkert af því, hann hljóp alltaf með trýnið niður við völlinn. Púki nokkur flanaði á mótí honum. „Hvað vilt þú?" hvæsti hann. Þá rak hundurinn upp trýnið og lét skína í tennur. „Stóri maðurinn kem- ur hingað bráðum," skrækti púkinn og þá hljóp litli hundurinn aftur til baka, þangað, til hann kom að kross- götum himnaríkis og helvítis. Þar lagðist hann fram á lappir sínar og beið; rólegur. Að nokkurn tíma liðnum kom púki og nam staðar hjá litla hundinum og eftir enn nokkurn tíma kom engill og gerði slikt hið sama. Síðan kom stóri maðurinn. Litli hundurinn spratt á fætur og þaut til hans með rófuna upphringaða, og rauðleit eyrun slóg- ust til. Hann var alveg frá sér num- inn, hann gjammaði og hoppaði upp i loftið og snerist eins og skoppara- kringla af gleði. En stóri maðurinn tók hann í faðm sér, og aftur spruttu tár fram í augu hans. Þegar púkinn sá tárin flýtti hann sér burt, og síð- an héldu þeir saman i átt til himna- ríkis með englinum. T1LKYNNING Vér viljum vekja athygli heiðraðra við- skiptavina vorra á því, að vörur, sem liggja í vörugeymsluhúsum vorum, eru ekki vátryggðar af oss gegn eldsvoða, og ber vörueigendum sjálfum að bruna- tryggja vörur sínar, sem þar liggja. H.f. Eimskipafélag íslands 5?\ SKIÐAFOLk, Páskarnir nálgast! Enginn getur verið án góðra skiða í páskafríinu. Beztu fáanlegu skíðin og skíðaútbúnaðinn fáið þið frá okkur. Fást hjá kaupmönnum og kaupfélögnm um land allt. Skíðagerðin „FÖNN" Skúlagötu 12. — Sími 1327.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.