Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 13, 1952 7 FJÁRHALDSMAÐURINN Framhald af bls. Jf. fyrir mat, 50 aurar fyrir te, 25 aur- ar fyrir brauðbita með osti. Og ef l>ið þurfið endilega að belgja ykkur á bjór, þá eigið þið 25 aura eftir." Rauður reyndi að tala, en honum var svo mikið niðri fyrir, að hann kom ekki upp neinu orði. Pési kingdi einhverju, sem hann ætlaði að fara að segja og spurði Isak gamla mjög kurteislega, hvort hann gæti ekki fengið heilt pund, því að hann ætlaði niður til Colchester og heimsækja móður sína og vildi ekki koma tóm- hendur. „Þú ert góður sonur, Pési,“ segir Isak gamli, „betur að fleiri væru eins. Ég skal koma með þér ef þú vilt; ■ég hef ekkert að gera.“ Pési sagði, að þetta væri fallega gert af honum, en hann vildi heldur fara einn, því að mamma sín væri feimin við ókunnuga. „Jæja þá, ég skal koma niður á stöð og kaupa handa þér farmiða," segir Isak. Þá varð Pési sjóðandi vitlaus, barði í borðið og braut helminginn af ílátunum. Hann spurði Isak, hvort hann héldi, að hann og Rauði Rikki væru krakkar, og hann sagði, að ef hann fengi þeim ekki alla peningana ■og það á stundinni, skyldi hann kæra hann fyrir fyrsta lögregluþjóni sem þeir sæju. „Eg er hræddur um, Pési, að þú hafir ekki ætlað að heimsækja hana móður þína,“ sagði gamli maðurinn. „Heyrðu," segir Pési, „ætlarðu að láta okkur fá peningana?" „Ekki þó að þú bæðir mig um það á hnjánum," segir gamli maður- inn. „Jæja," segir Pési, sprettur upp og gengur út. „Við skulum koma og ná í lögregluna." „Sama er mér," segir Isak, „en ég er með skjalið, sem þið skrifuðuð undir." Pési sagði, að sér stæði á sama þó að hann hefði fimmtíu skjöl, og svo fóru þeir að leita að lögreglu- þjóni, sem var mjög óvenjulegt af þeim. „Ég er að vona þín vegna, að það verði ekki sá sami sem þú og Rauði Rikki réðust á nóttina áður en þið voruð munstraðir á Plánetima," segir Isak og kiprar varirnar. „Það er ekki líklegt," segir Pési og var farinn að óska, að hann hefði ekki verið svona frakkur í munnin- um. „En ef ég segi honum frá því, þykir mér líklegt, að hann verði fljótur að finna hann," segir Isak. „Þama kemur einn, Pési minn; á ég að kalla á hann?" Pési horfði á hann, og svo horfði hann á Rauða Rikka, og þeir héldu áfram að gnísta tönnum. Þeir skildu ekki við Isak allan daginn og reyndu að hafa peningana út úr honum, og þeir voru sjálfir hissa á öllum þeim ónefnum, sem þeim datt í hug að kalla hann. Og um kvöldið settu þeir allt á annan endann I herberg- inu, þegar þeir voru að leita að peningunum, og aftur kastaðist í kekki, þegar þeir vildu fá Isak gamla upp úr rúminu, meðan þeir leituðu i því. Þeir borðuðu aftur saman morg- uninn eftir, og Rauður brá á nýtt ráð. Hann var blíður í máli við Isak og drakk þrjá stóra tebolla, til þess að sýna honum, að sér væri farið að þykja þetta gott, og þegar gamli maðurinn fékk þeim krónurnar, brosti hann og sagði, að vænt þætti sér um að fá ofurlítið aukreitis þennan dag. „Það er allt í lagi, lsak,“ segir hann. „Eg myndi ekki fá mér í staup- inu, þó að þú byðir mér það. Það er eins og ég hafi ekki lyst á því núna. Ég var að segja þetta við þig í gærkvöldi, Pési, — manstu ekki eftir því ?“ „Satt segirðu," segir Pési, ,,og ég sagði sama." „Þá hefurðu haft gott af mér, Rauður," segir Isak og klappar á bakið á honum. „Það hef ég,“ segir Rauður og beit saman tönnunum, „og ég þakka þér fyrir það. Mig langar ekki til þess að drekka, en ég var að hugsa um að hlusta á söngleik i kvöld." „Hlustað á hvað ?“ segir Isak gamli og réttir úr sér og er stórhneyxlað- ur á svipinn. „Söngleik," segir Rauður og reynir að stilla sig. „Söngleik," segir Isak, „nú, það er verra en brennivínskrá, Rauður. Ég væri þér lítið hollur vinur, ef ég léti þig fara þangað, — ég gæti ekki til þess hugsað." „Hvað varðar þig um það, þú grá- skeggjaði eiturormur?" öskraði Rauður, hálfvitlaus af reiði. „Því læturðu okkur ekki í friði. Hvað ertu að skipta þér af okkur. Við eigum peningana." Isak reyndi að tala um fyrir hon- um, en hann vildi ekki hlusta á það, og hann hafði svo hátt, að veitinga- maðurinn sagði honum að fara út. Pési elti hann, og þar sem þeir voru báðir í æstu skapi, eyddu þeir dag- peningum sinum fyrsta klukkutím- ann, og eftir það róluðu þeir um göturnar og kýttu um það, hvaða dauðdagi væri ísak gamla hæfileg- astur, þegar að því kæmi. Þeir fóru heim til sín um mat- málstíma, en þar var enginn Isak, og þar sem þeir voru hungraðir og þyrstir, fóru þeir með öll fötin sín, nema það sem þeir stóðu í, til veð- lánara og fengu nóg til þess að halda áfram. Og til þess að sýna frjáls- ræði sitt, horfðu þeir á tvo söngleiki, og þar sem þeim fannst einhvern veg- inn að þeir væru að gera ísaki til bölvunar, eyddu þeir hverjum eyri, áður en þeir fóru heim, og sátu svo uppi í rúminu og sögðu honum, hvað þeir hefðu skemmt sér vel. Klukkan fimm um morguninn vaknaði Pési og sá, sér til mestu furðu, að Rauður var alklæddur og var að leggja fötin hans Isaks gamla saman með mestu gætni. 1 fyrstu hélt hann, að Rauður væri orðinn vitlaus að dedúa svona við fötin gamla mannsins, en áður en hann gæti tal- að, tók Rauður eftir því, að hann var vaknaður og gekk til hans og hvíslaði, að hann skyldi fara á fæt- ur og hafa ekki hátt. Pési gerði eins og honum var sagt, og hann vissi hvorki upp né niður, þegar hann horfði á Rauð vöðla öllum fötum gamla mannsins í böggul og læð- ast út. „Ætlarðu að fela fötin fyrir hon- um?“ segir hann. • „Já,“ sagði Rauður og fór á undan niður stigann, „hjá veðlánara. Við skulum láta kallinn borga fyrir okk- ur í dag." Þá fékk Pési dálitla glóru, og hann hló svo óstjómlega, að Rauður varð að hóta því að slá hann kaldan til þess að hann hætti. Rauður hló sjálf- ur, þegar þeir voru komnir út, og svo gengu þeir um götumar, þang- að til búðir voru opnaðar, og fóru inn til veðlánara og fengu fimmtán krónur út á fötin hans Isaks gamla. Þeir fengu sér strax í svanginn og fóru út brosandi og byrjuðu að skemmta sér. Rauður var í bezta skapi, og Pési líka, og það þótti þeim bezt, að Isak gamli var í rúminu með- an þeir voru að drekka út á fötin hans. Tvisvar um kvöldið áminnti lögreglan Rauð fyrir að dansa á göt- unni, og þegar síðasti eyrinn var drukkinn, mátti Pési hafa sig allan við að koma honum heim. Isak gamli var í rúminu, þegar þeir komu, og orðbragðið var hroða- legt, en Rauður sat á rúminu sínu og brosti við honum, eins og karlinn væri að skjalla hann. „Hvar eru fötin mín?" segir gamli maðurinn og skekur hnefann fram- an í þá. Rauður brosti, lokaði augunum og datt í svefn. „Hvar eru fötin mín?“ segir Isak og snýr sér að Pésa. „Föt," segir Pési og glápir á hann. „Hvar eru þau," segir Isak. Það leið langur tími áður en Pési skildi, við hvað hann átti, en þegar hánn áttaði sig, fór hann strax að leifá að þeim. Menn breytast ýmis- lega við áfengi, en það hafði alltaf þau áhrif á Pésa, að hann varð allra manna hjálpfúsastur. Hann var hálfa nóttina að skriða á fjórum fótum, og fjórum eða fimm sinnum vaknaði Isak gamli við vondan draum, þegar Pési var fastur undir rúminu hans. Enginn þeirra var í sem beztu skapi, þegar þeir vöknuðu um morg- uninn, og Rauður hafði ekki fyrr opnað augun en Isak fór að spyrja um fötin. „Vertu ekki alltaf að jagast um fötin," segir Rauður; „við skulum tala um eitthvað annað." „Hvar eru þau?" segir Isak og sezt fram á stokkinn. Rauður geispaði og leitaði í vest- isvasanum, því að hvorugur hafði farið úr fötunum, og svo tók hann kvittun veðlánarans og fleygði henni á gólfið. eins og hann væri orðinn vitlaus. „Ætlarðu að segja mér, að þú hafir veðsett fötin?" æpir hann. „Við Pési," segir Rauður og sezt upp og er við öllu búinn. Isak hlassaðist niður á rúmið sitt eins og tuska. „Og hvað á ég að gera?" segir hann. „Ef þú hagar þér eins og maður," segir Rauður, ,,og lætur okkur fá peningana okkar, þá skulum við Pési fara og leysa þau út. Það er að segja, þegar við erum búnir að éta. Ekkert liggur á.“ „En ég hef enga peninga," segir Isak, „þeir voru allir saumaðir í fóðrið á jakkanum. Ég á ekki nema fimmkall. Þama hefur þú farið lag- lega að ráði þínu, Rauður." „Þú ert helvítis bjáni, Rauður, það er það sem þú ert," segir Pési. „Saumaðir í fóðrið," segir Rauður og gónir. „Seðlarnir," segir Isak, „og þrir gullpeningar faldir í húfunni. Veð- settirðu hana líka?" Rauður spratt upp og æddi fram og aftur. „Við verðum að ná í þau strax," segir hann. „Og hvar eru peningarnir til þess," segir Pési. Rauður hafði ekki hugsað út í það og varð eins og klessa. Hvorugur virtist geta séð neina leið til þess að ná í tíkallinn, sem á vantaði, og Rauður var svo ringlaður, að hann anzaði ekki því, sem Pési sagði. „Við skulum fara og biðja um að fá að skoða þau og segja, að við höfum gleymt farmiða í vasanum," segir Pési. Isak hristi höfuðið. „Það er ekki nema ein leið," segir hann. „Við verðum að veðsetja fötin þín, Rauður, til þess að leysa mín út.“ „Það er eina leiðin, Rauður, segir Pési og lifnaði allur við. „Hvaða vit er í að láta svona? Þér er ekki vandara að vera fatalaus dálitla stund heldur en aumingja Isaki gamla." Það tók þá hálftíma að sansa Rauð. Fyrst vildi hann láta veðsetja fötin af Pésa í staðinn fyrir sín föt, og þegar Pési benti á, að þau væru of slitin til þess að hægt væri að fá tikall út á þau, fór hann að rausa um að vera í þvílíkum görmum, og að lokum fór hann úr fötunum og grýtti þeim í vonzku á gólfið. „Ef þú ert ekki kominn aftur eftir hálftíma, Pési," segir Rauður og ygglir sig framan í hann, „skaltu eiga mig á fæti." „Hafðu ekki áhyggjur af því,“ segir Isak og brosir. „Ég ætla að fara með þau." „Þú", segir Rauður. „Þú getur það ekki. Þú sem ert fatalaus." „Ég fer í fötin hans Pésa," segir Isak brosandi. Þeir báðu Pésa að taka sönsum, en það var ekki til neins. Hann var með kvittunina, en að lokum gleymdi Pési öllu sem hann hafði sagt við Rauða Rikka um ljótan munnsöfnuð og tíndi spjarirnar af sér og fleygði þeim á gólfið og sagði Isaki sumt af þvi, sem hann hélt um hann. Gamli maðurinn virti hann ekki viðlits. Hann klæddi sig hægt og ró- lega í fötin af Pésa, og hann var nærri því búinn að gera þá vitlausa með því að eyða tíma í að búa um rúmið. „Vertu eins fljótur og þú getur, Isak," segir Rauður, „og hugsaðu til okkar, sem bíðum eftir þér." „Ég skal ekki gleyma ykkur," segir Isak, og hann sneri við, þegar hann var kominn niður í stigann og gægðist inn i gættina til þess að biðja þá um að fara ekki út að drekka, meðan hann væri í burtu. Klukkan var níu, þegar hann fór, og klukkan hálftíu fór Rauður að ókyrrast og talaði um, hvað gæti Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.