Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 17, 1952 „Hann er sterkur og hugaður .... Mér virðist sem þetta útiloki stúlkuna, — eða hvað?" „Ekki er það öruggt. Hún getur átt hlutdeild í morðinu. Það er ekki ennþá tímabært að dæma um það. Hvað segið þér um piltinn hennar? Hann gerþekkir að líkindum alla húsaskipun i þessu gamla hrófi, og þá líka þakið. Hún gæti hafa skýrt honum frá því." Þeir eyddu ekki tímanum frekar í bollalegg- ingar, heldur fóru aftur inn og Williams náði í Beeding, _ sem himdi ennþá þarna uppi án þess að hafa nokkuð sérstakt að gera. „Ég þarf að tala við yður, yfirforingi," sagði húsvörðurinn með ákefð. „Það er þó víst ekki rétt, að blaðrið í mér geti sett ungfrúna i vanda, eða hvað?" „Hafið engar áhyggjur af því,“ svaraði Willi- ams. „Morð hefur verið drýgt hér, og við hefð- um komizt að deilu þeirra með hinum venjulegu rannsóknaraðferðum, hvort sem var. Ég þarf að komast upp á þakið," sagði hann svo allt í einu. „Er auðvelt að komst þangað upp?" „Já, auðvitað," sagði Beeding undrandi. „Það er hleri í loftinu á skrankompunni. Þaðan kemst maður upp í rjáfrið, þar sem vatnsgeymirinn er, og þaðan liggja dyr út á þakið." „Vísið mér leiðina." Þeir fóru að innri endanum á ganginum. Beed- ing opnaði hurð. Herbergið, sem þeir komu inn í, var lítið geymsluherbergi; voru þar aðallega gaml- ar ferðatöskur, gulnaðir blaðapakkar og þess háttar dót. Hlerinn i loftinu var alveg út við vegginn og rétt uppi yfir dyrunum. „Skrítið, að þeir skyldu ekki setja hlerann í mitt loftið," sagði Davidson um leið og hann leit upp. „Ef til vill hefur hlerinn einhverntima verið í miðju loftinu, herra minn," sagði Beeding. „Þessi veggur, sem dymar eru á, er nokkuð nýlegur. Þetta var ekki alltaf geymslukompa. Það var hluti af ganginum, en herra Ólífant lét breyta þessu síðar." „Einmitt það," sagði Williams hugsandi. „Þá erum við í raun og veru aftan við uppganginn. Hjálpið okkur með þessar gömlu töskur, Beed- ing." Töskurnar voru færðar til og staflað hverri á aðra ofan. Davidson klifraði upp og opnaði hler- ann. Uppi yfir, undir rjáfrinu, var gínandi, þrí- hyrnt gímald, og voru gólfborð lögð á bitana aðeins á mjóu svæði. Þau lágu yfir að vatns- geyminum og svo áfram að þakdyrunum. Undirforinginn klöngraðist upp á skörina, og Williams á eftir, og fórst heldur ófimlega. Þak- dyrnar höfðu bersýnilega ekki verið notaðar mjög lengi — ef til vill ekki svo árum skipti. Hjör- urnar voru svo samanryðgaðar, að Williams varð að leggjast þéttingsfast á hurðina, áður en hún opnaðist. Þeir stigu út á þakið; þar var kalt og hráslagalegt. Það var auðvelt að ganga með- fram framhliðinni, þvi að brjóstvirkið var til öryggis. Þegar Williams beygði sig fram, sá hann götuljósin fyrir neðan, óglöggt í þokunni. „Þokunni virðist heldur vera að létta," sagði hann. Hann beindi nú vasaljósi sínu niður á þakið og fann þá fljótt slóðina í sótlaginu. Hún lá út á þakbrúnina og hvarf þar. En á brjóstvirk- inu fyrir ofan fann hann klór eða rispur. „Hver fjandinn er nú þetta?" tautaði yfir- foringinn. „Eftir slóðinni að dæma, hefur þessi náungi horfið út í loftið á þessum stað .... Hæ, bíðum við! Hvað er þetta?" Stálgrindin í húsinu, sem verið var að reisa við hliðina á húsi Ólífants, gnæfði þarna upp i mistrað loftið, og þverbiti einn á svipaðri hæð og þakbrúnin skagaði út úr grindinni í áttina til þeirra. Bilið var ekki mjög breitt. „Svo að þetta er leiðina, sem morðinginn fór, ha?“ sagði Williams. „Hann klifraði upp bit- ana í húsgrindinni og stökk, hingað yfir á þak- brúnina. Hann hlýtur að hafa farið sömu leið til baka, — en það var tífalt örðugra." „Ég tel þetta óhugsandi," sagði Davidson. „Jafnvel leikhústrúðar -gætu ekki haldið jafn- væginu á hálum bita í þessari þoku." Williams var nú í essinu sínu. „Helber heimska! Fjöldi atvinnutrúða gæti leikið þetta," sagði hann. „Dirfskufiflið hann Konkvest gæti hafa gert þetta; þetta er einmitt verk að hans skapi. — En hann vegur ekki aft- an að neinum." Þetta flaug snöggvast í hug hans, en hann vísaði þeirri hugsun strax á bug. En þetta sýndi að það var rétt, sem Konkvest hafði sagt Bobby Ólífant: Seotland Yard vissi, að hann var ekki manndrápari. „Jæja, það er vist ekki fleira, sem við getum gert hérna," hélt Williams áfram. „En ég ætla að líta yfir í nýbygginguna hérna við hliðina." Þeir fóru aftur inn um þakdyrnar og niður i íbúðina. Þeir töldu þarflaust að ónáða Sutton eða hina aðra lögregluforingja, sem þarna voru, og fimm mínútum síðar opnuðu þeir dyrnar á byrginu við nýbygginguna. Þeir þreifuðu sig á- fram milli bitanna og hauga af byggingarefni, og komu að síðustu auga á bjarmann frá eld- stónni. „Hver er á ferð?" var kallað hásri röddu. „Undir hvaða yfirskini eruð þið hér á ferð, á þessum tíma nætur? Látið mig sjá ykkur." „Næturvörðurinn," tautaði Williams. Þeir héldu áfram og stóðu brátt andspænis Sam gamla Pepper, sem sat innan við eldstóna, óhreinn og sóðalegur. „Einmitt maðurinn, sem ég þurfti að hitta," sagði Williams fjörlega. „Hafið þér verið á verði hérna síðustu fjóra til fimm klukkutímana ?“ „Auðvitað, maður. Hvað skiptir það yður?" „Hafið þér séð nokkurn mann nýlega hérna í byggingunni ? Hefur nokkuð óvenjulegt kom- ið fyrir hérna, síðan þér komuð á vörðinn?" hélt Williams áfram. „Við erum lögregluforingj- ar og ....“ Meðan hann talaði, hafði hann beint vasaljósi sinu framan i næturvörðinn, — ekki af því að hann tortryggði manninn á nokkurn hátt, held- ui; af því að hann var með það í hendinni. Og þegar hann virti fyrir sér andlit gamla manns- ins í þessu sterka ljósi, fannst honum hann kannast óljóst við eitthvað í svipnum — þess vegna var það, að hann þagnaði svona I miðri setningu og fór að virða manninn betur fyrir sér. Ef til vill var hugsunin um Konkvest ofar- lega i huga hans; það var svo stutt síðan hann hafði minnzt á hann. Hvernig sem á þessu stóð, þá brá honum kynlega. „Bíðið við — aðeins augnablik," sagði Willi- Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Torgsali: Átt þú ekki strák? Pabbinn: Það held ég nú, og hann ekki svo slakan! Torgsali: Má ekki bjóða handa honum sprellikall? Ég á ekki nema tvo eftir. Pabbinn: Ég kaupi þá báða. Pabbinn: Lilli er svo gáfaður. Hann sér undir eins hvernig á að láta þá sprella. Og svo get ég fengið mér blund á meðan hann leikur sér að þeim. Lilli: Sjáðu, pabbi, líttá! Pabbinn: Haltu áfram að leika þér, vin- ur, pabbi ætlar að fá sér blund. Klukkutíma síðar: Lilli: Þetta er orðið allt ein flækja, pabbi. Pabbinn: Já, ekki er annað að sjá. Láttu mig fá það. Mamman: Elskan mín, komdu nú að hátta, klukkan er orðin hálftvö og þú þarft að vakna svo snemma á skrifstofuna. Blessaður, láttu sprellikall- ana eiga sig. Pabbinn: Það mundi ég helzt vilja líka. En ég get það ekki: ég er fastur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.