Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 21, 1952 9 FRÉTTAMYNDIR Pyrrverandi næturklúbbaeigandi, M. Roland, 44 ára, grætur, eftir að hafa verið ákærður fyrir rétti í New York. Hann var ásakaður um að hafa stungið son sinn, Miguel, tl ára gamlan, til dauða i íbúð konu sinnar, sem var orðin honum fráhverf. Nancy Callaghan stiklar í hollensk- um búningi yfir túlípanabeð í blóma- sýningargarði í New York. Sýningin hét „Túlípanar í Hollandi." Sýndar voru 5.000 tegundir. Sýningin var haldin í tilefni af því að von var á, Júlíönu Hollandsdrottningu til Bandaríkjanna. á William Womack og unnusta hans, Kathleen May taka við gift- -ingarleyfi sínu i Síkagó. Ballet-dansmærin, sem missti sjónina fyrir tveim árum, hitti Womack í veizlu fyrir fimm mánuðum og varð ástfangin af barritonrödd hans. ,,Bronze“, hundur Kathleenar verður við hlið hennar i kirkjunni meðan á giftingarathöfninni stendur. Herflokkur í sundurskotinni götu í Ismailia í Egyptalandi, þar sem að minnsta kosti 46 Egyptar voru drepnir og 72 særðir, í bardaga milli brezks herílokks og aðstoðarlögreglu hjá Ismailia. Þessi atburður veikti mjög sambandið milli Stóra-Bretlands og Egyptalands. Brezk flotadeild fór frá Malta til Suez-skui'ðarins, en í henni var flugvélamóðurskipið Ocean (efri myndin).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.