Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 22, 1952 Ung listakona nýkominn heim (Sjá mynd á forsíöu). Þessi mynd er úr járni og vakti mikla athygli á sýningu Gerðar Helgadóttur í París síðast- liðinn vetur. Listablaðið Art Aujourd'hui birti mynd af henni. Ungfrú Gerður Helgadóttir er nýkomin heim eftir nærri fimm ára nám á Italíu og í Frakklandi. „Hvenær byrjaðirðu að höggva mynd- ir?" spurði ég Gerði, þegar ég heimsótti hana á heimili föður hennar, Helga Páls- sonar tónskálds, inni á Kópavogshálsi. „Eg var þá 16 ára gömul og hafði ný- lokið gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskól- ann í Reykjavík og átti að fara í Mennta- skólann en valdi Handíðaskólann í stað- inn. Þar stundaði ég nám í tvo vetur hjá Kurt Zier og Kjartani Guðjónssyni. Um vorið fékk ég tilsögn í að höggva grágrýti hjá Sigurjóni Ólafssyni." „Hvenær fórstu utan til náms og hvern- ig stóð á því að þú tókst Florens, sem er svo lítið þekkt af Islendingum, frani yf- ir Kaupmannahöfn ?" „Það má nú kalla lán í óláni, því ég var búin að fá inngöngu á Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn, en danskur gjald- eyrir fékkst ekki. Aftur á móti fékk ég ítalskan gjaldeyrir. É'g er í raun og veru mjög ánægð yfir þeim málalókum." „Hvernig líkaði þér á Italíu?" „Mér líkaði mjög vel. Italía er mikil- vægur staður fyrir þá, sem vilja kynna sér listir hðinna alda. ítalir eru líka mjög elskulegt fólk." „Eftir það fórstu svo til Parísar. Hvar stundaðirðu nám þar?" „Ég byrjaði við Academie de la Grande Chaumiére, en skipti og fór í einkaskóla hjá Zadkin (einn af þekktustu mynd- höggvurum sem nú er uppi). Síðasta hálf a annað árið vann ég svo sjálfstætt í vinnustofu minni. „Hefir þú ekki orðið fyrir áhrifum af hinum nýju listastefnum ?" „Ég hefi auðvitað reynt að kynna mér það sem er að gerast í listum í þeim lönd- um, sem ég hefi dvalizt í." „Hefir þú haldið listasýningar í þess- um löndum." „Já, ég hefi tekið þátt í samsýningum í Florens, Osló og París, tvisvar sinnum í Salon de Mai (maísýningunni) og einu sinni með fjórum öðrum Islendingum. Auk þess hefi ég haft tvær einkasýning- ar í París. Á síðari sýningunni, sem var síðastliðinn vetur, sýndi ég eingöngu myndir úr járni. 1 næsta mánuði tek ég þátt í tveim sýningum í París, önnur nefnist Salon de la Jeune Sculptur (Sýn- ing nýrra höggmynda) og er í garðinum á Rodinsafninu en hin er í sýningarsal sem nefnist Salon Babylon." „Ætlarðu ekki að lofa okkur að sjá það sem þú hefir gert?" „Jú, ég ætla að sýna í Listamannaskál- anum í september?" „Ætlarðu eingöngu að sýna nýrri mynd- ir þínar?" „Það er enn ekki ákveðið, en líklega sýni ég myndir frá öllum námsárum mín- um." „Hefirðu sæmileg vinnuskilyrði hér heima?" „Ekki enn, en ég vona að ég geti farið að vinna sem allra fyrst." Gerður er aðeins 23 ára gömul, fædd á Norðfirði 1928 og allir, sem til hennar þekkja, vita, að hún hefir ekki legið í leti þessi sjö ár, síðan hún ákvað að helga höggmynda- listinni krafta sína. Hún hefir sent heim f jölda mynda, og enn fleiri eru væntanleg- ar. Á Italíu mótaði hún mest í leir og hjó dálítið í marm- ara, en á síðasta ári hefir hún snúið sér að nýju efni, járn- inu, og fengið mjög góða dóma fyrir myndir sínar úr því. Flest blöð París- ar, sem hafa starf- andii gagnrýnendur, birtu mjög góða dóma um síðustu sýningu hennar og það er óvenjulegt að verkum ungra og óþekktra lista- manna sé veitt nokkur athygli í borg, sem hefir upp á að bjóða tugi listsýninga í hverjum mánuði. Nokkrir þessara dóma hafa verið þýddir og birzt í dagblöðun- um í Reykjavík. Það getur verið gott fyrir okkur að kynnast örlítið vinnubrögðum þessarar ungu listakonu, þegar við erum sínöldr- andi yfir þeim litlu styrkjum, sem lista- mönnum okkar er úthlutað, svo þeir geti dregið fram lífið. 1 Flórens t. d. vann hún allan veturinn í óupphitaðri vinnustofu sinni og hætti ekki að hnoða leir þó hún væri með bólgnar hendur og fætur af kuldabólgu. Það má líka geta þess þeg- ar þekktur ítalskur málari, Botzolíni, kom inn í vinnustofu hennar í París, hann margsagði frá þessum atburði á eftir. Hann sagði: „Eg get ekki gleymt því að sjá þessa litlu, grönnu og barnalegu stúlku vera að vinna að logsuðu svo gneistarnir stóðu í allar áttir. Ég hefi líka alltaf álitið það fullerfitt verk fyrir karhnenn að sverfa og slá járn." En Gerður lætur ekki erfiðleikana á sig fá. Það verður gaman að skoða verk henn- ar í Listamannaskálanum í haust. Sér- staklega þar sém mönnum gefst kostur á að sjá þróunina í verkum hennar frá því hún byrjaði að kynnast efninu og mögu- leikum sjálfrar sín í Handíðaskólanum, gerði al-naturalistiskar kvennamyndir við Listaskólann í Florens, fíguratívar mynd- ir undir áhrifum frá Zadkin og að síð- ustu abstraktar myndir í nýtt efni, alein, í vinnustofu sinni í París. E.P. Mynd þessi er úr brennduni leir og var fyrst sýnd á samsýn- ingu 5 Islendinga í París 1949.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.