Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 14
14 Skuggar ástarinnar Framháld af bls. 10. „Hugsaðu bara um að verða frískur," stakk hún upp á, „og þá kemur það í ljós hvort þú hefur rétt fyrir þér eða lögreglan." Svo beygði hún sig niður og kyssti hann á kinnina og roðn- aði sjálf yfir því að hafa gert það. James Murray komst á fætur og á skrifstof- una aftur. En þó frændi önnu væri farinn til Ameríku (auðvitað) var hann ekki ánægður. Þessi dularfulli atburður lá svo þungt á honum að hann sá enga leið til þess að létta honum af sér. Hann talaði stöðugt um þetta föðurmorð sem aldrei var tilkynnt., Fengi hann nokkurt tækifæri til þess, sagði hann sögu sína og tók ekki eftir því að áheyrendunum fækkaði stöðugt. Einn dag sneri skrifstofustjórinn sér frá hon- um, óþolinmóður yfir þessari heimskulegu sögu og sagði. „Farið þér heim Murray og hvílið yður og þá gleymið þér vafalaust þessari skáldsögu." James var í hræðilegu skapi þegar hann kom til önnu þetta kvöld: „Enginn trúir mér og ég þarf skilning." „Þú þarft tilbreytingu," sagði hún ákveðin." Nú förum við í leikhús og sjáum reglulega spennandi leikrit. Það er sýnt í Westend-leikhús- inu og heitir Skuggar ástarinnar. Margir á skrif- stofunni hafa séð það og þeim finnst það stór- kostlegt. Nú hringi ég og panta miða.“ Leikritið var reglulega æsandi og áheyrendur höfðu samúð með veikgeðja manninum, sem sveik heiðarlegan en hrokafullan félaga sinn. Þeir höfðu líka samúð með dóttur þessa manns sem var elskuð af einkasyni mannsins, sem fað- ir hennar hafði svikið. Þegar svikarinn hafði skotið sjálfan sig og hinir svokölluðu vinir dótturinnar höfðu yfir- gefið hana og unnusta hennar, náði leikritið há- marki. Það var ekki aðeins um að ræða arf unga mannsins heldur líka stöðu hans í þjóðfélaginu, í stuttu máli sagt heiður hans og hamingju. Og hinn stutti síðasti þáttur leysti þetta erfiða vandamál á mjög snjallan hátt. Sonurinn kom kvöld nokkurt til föðurins, sem var ekkjumaður og var einn heima þetta kvöld, því þjónustufólkið hafði farið í leikhúsið. Heimili feðganna var dálítið utan við borgina og það var þétt þoka þetta kvöld. Sonurinn kom til að kref j- ast þess að unnustu sinni væri sýnd virðing, en faðirinn neitaði því. Þetta endaði með harðri deilu milli þeirra og faðirinn sagði: „Eg endurtek það sem ég hefi sagt. Ég vil ekki kvenfólk inn á mitt heimili." „Mundu hverja þú ert að tala um, pabbi," sagði sonurinn aðvarandi. „Það geri ég einmitt," sagði gamli maðurinn háðskur. „Dóttur rétts og slétts svikara." „Hún getur ekki gert að því þó faðir hennar liafi svikið þig.“ „Það getur verið rétt, en hún er engu að síður dóttir hans og mitt hús er lokað fyrir henni." „Er þetta þitt síðasta orð?“ Anna kipptist við. Hún hafði af tilviljun litið á James Murray: hann sat þarna eins og hann liefði fallið niður úr tunglinu. Munnur hans var hálfopinn, augnaráðið starandi, hann virtist ekki sjá neitt. „James," hvíslaði hún, „hvað er eiginlega að þér." Hann leit svo undarlega á hana, að það gat ekki verið eðlilegt ? Ætli heilahristingurinn hafi . . . ? Hún þorði ekki að hugsa þá hugsun á enda. „Svaraðu mér,“ hvíslaði hún og kippti óþolin- móð og hrædd í ermina á jakkanum hans. En hann svaraði ekki, hristi bara höfuðið alveg ruglaður, að því er virtist og strauk yfir ennið. Hvernig gat hún vitað að hann var alls ekki í leikhúsinu á þessu augnabliki, heldur í einhverri leyndardómsfullri götu úti í borginni i niðá- dimmri þoku — og það eina sem hann sá voru VIKAN, nr. 22, 1952 KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. ílát. — 5. hljóðfæri. — 7. visa. — 11. fjalls- leið. — 13. líffæri. — 15. mannsnafn. — 17. spendýr. — 20. grjót- lendi. — 22. skatt. — 23. sviptur öllu. — 24. fóðurjurt. — 25. fata- efni. — 26. verkfæri. (fornt). — 27. op. — 29. greinir. — 30. himna. — 31. eðli. — 34. huga að. — 35. heyrist hljóð. — 38. flik. — 39. gapa. — 40. vergangur. — 44. skartgripur. — 48. refs- ar. — 49. æði. — 51. vindur. — 53. skyld- menni. — 54. skel. — 55. líkamshluti. -—■ 57. rim- ar. — 58. ílát. — 60. ílát. — 61. ílát. — 62. grísk gyðja. — 64. slæm. — 65. ungviði. — 67. guðir. — 69. mælt. ■—• 70. lítil. —- 71 hamingju. Lóðrétt skýring: 2. ökumaður. — 3. líkamshluti. — 4. enskur titUÍ. — 6. framför sjúklings. — 7. boga. — 8. frumefnistákn. — 9. mannsnafn. — 10. þraut. — 12. fyrirgefning. — 13. komst yfir. ■— 14. hina. — 16. fiskur. — 18. fá keim. — 19. í æsku. — 21. öfug. — 26. keyri. — 28. eldsneyti. — 30. deild (slanguryrði). — 32. félagi. — 33. kennd. — 34. á flík. — 36. stórfljót. — 37. mannskenning, þ.f. -— 41. refsa. — 42. fagmaður. — 43. trúarbragðahöfund. — 44. óraunverulegan atburð. —• 45. snertir. — 46. kvenmannsnafn. — 47. veðurlag. — 50. bylta. — 51. hrina. — 52. ílát. — 55. rakinn. — 56. á skipi, þgf. — 59. bragð. — 62. rödd. — 63. matjurt. — 66. samtenging. — 68. athuga. 625. Lausn a 624. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. arta. — 4. strók. —: 8. kola. — 12. Týr. — 13. I.S.I. — 14. kák. — 15. túr. — 16. órar. — 18. small. — 20. mura. — 21. fis. — 23. a.v.á. — 24. aur. — 26. tilberann. — 30. kkk. — 32. nói. — 33. run. —* 34. þel. — 36. Joumal. — 38. amasemi. — 40. lýu. — 41. þel. — 42. tínu- lok. — 46. kríunni. — 49. ina. — 50. afa. — 51. eim. —- 52. aim. — 53. kunnáttan. — 57. dós. — 58. nam. — 59. rok. — 62. árar. — 64. Maren. — 66. tapa. — 68. ræð. — 69. bað. — 70. táp. — 71. lem. — 72. alin. — 73. tifið. — 74. riða. Lóðrélt: 1. atóm. — 2. rýr. —■ 3. traf. — 4. sss. — 5. tímabil. — 6. óklárra. — 7. kál. — 9. otur. — 10. lúr. — 11. arar. — 17. rit. — 19. ave. — 20. mun. — 22. sinnulaus. — 24. anna- timar. — 25. sko. — 27. lóa. — 28. aum. — 29. sem. — 30. kjöti. — 31. kulna. — 34. þerna. — 35. liðin. — 37. rýu. 39. sáu. — 43. Ina. — 44. ofn. — 45. kannaði. — 46. ketmeti. — 47. rit. — 48. nnn. — 53. kór. — 54. áar. — 55. not. — 56. Lára. — 57. Daði. — 60. kali. — 61. dama. — 63. ræl. — 64. mat. — 65. náð. — 67. peð. gul gluggatjöld, sem hreyfðust hægt fyrir háum glugga á fyrstu hæðinni í vafningsviðarklæddu húsi. Og hann heyrði ekki frá sviðinu heldur frá herberginu bak við gulu gluggatjöldin, þeg- ar dauðhræddi faðirinn og örvæntingarfulli son- urinn æptu hvor á annan. „Þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu," hrópaði sonurinn og faðirinn stundi: „Hjálp, hjálp, ég dey!“ AJlt í einu virtist James átta sig. Hann stóð ákveðinn upp og fór að ryðjast út úr bekknum þrátt fyrir hávær mótmæli áheyrenda. Anna fylgdi honum viljalaus. „En James," sagði hún hrædd og hálfgrátandi þegar þau komu út á ganginn. Nú efaðist hún ekki lengur um að það væri eitthvað að honum. „Skilurðu ekkert," sagði hann og sneri sér reiður að henni. „Þetta var kvöldið sem ég hefi verið að tala um, en enginn vildi trúa mér. Æf- ing!“ Og han hneig niður á stól. Umsjónarmaður kom til hans. „Líður herranum ekki vel?“ spurði hann vin- gjamlega. „Það er ekkert að mér.“ mótmælti James móðg- aður. „Segið mér aðeins: þessir tveir, sem leika aðalhlutverkin, föðurinh og soninn . . .“ „John Barkley og Walter Rogers, Rogers er nýr í þessu hlutverki, svo Barkley varð að kenna honum það,“ útskýrði umsjónarmaðurinn. „Og hvar á Barkley heima?" spurði James. „Þér getið fengið heimilisfangið niðri hjá dyra- verðinum," sagði umsjónarmaðurinn. „Það er langt héðan. Ég fór þangað um daginn. Mjög af- skekkt hús þakið vafningsviði og það stendur við litla götu nálægt horninu. Það eru mjög fallegir litir I því, ég man sérstaklega eftir gulum gluggatjöldum." James Murray var dauðþreyttur þegar hann fór úr leikhúsinu nokkrum mínútum fyrir leiks- lok. „Héðan í frá fer ég ekki I slíkar gönguferðir," sagði hann ákveðinn. „Þú þarft heldur ekki að gera það oftar," svaraði hún og brosti stríðnislega. „Hvað áttu við?" „Hugh er farinn," sagði hún og horfði niður á tærnar á sér. „Er þér alvara?" Honum svelgdist á af gleði. „Já mér er alvara James . . ." Ég bað hennar nú samt, hugsaði hahn hreyk- inn þegar hann lagði sig út af um kvöldið og sofnaði draumlausum svefni. Hann dreymdi ekki einu sinni gul gluggatjöld. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Bjöm í Mörk. í Njálu. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. 5% ensk míla. 2. Flautaþyrill. 3. Charles Boyer og Ingrid Bergman. 4. J. L. Heiberg. 5. Narkissus, frá honum er sagt í grískri goða- fræði. 6. Það er mikið í heyinu af blautum kékkum. 7. Guttorm J. Guttormsson. 8. Leirkeragerð. 9. Heródót (484—425 f. Kr.). 10. 3. janúar 1754.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.