Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 6
VIKAN, nr. 22, 1952 urnar skiljum . . . Eölvaður saurlífisseggurinn. Dirfðist að gefa mér bílskrjóðinn sinn!" „Ef þú hefur enga þörf fyrir hann, þá get ég þegið hana. Veiztu, að þetta er fimmti bíllinn, sem hann gefur bláókunnugu fólki á síðustu átta Kiánuðum." „Þú ert að gera að gamni þínu?" „Jæja þá, ég er þá lygari. Gefðu mér bílinn; ég skal þiggja hann með ánægju. Eins og stend- ur, er hann tvímælalaust eign þín. Everdon hef- ur ekki tekið aftur neinn hinna bílanna sem hann gaf. Maðurinn er einstakur. Frásagnir um hann hafa verið á fremstu síðu æsifregnablaðanna undanfarið — frásagnir af léttúðarfullu athæfi hans og samkvæmiskliku hans." Williams gretti sig. „Því er nú fjandans verr, að við getum ekkert aðhafzt gegn honum, af því að hann brýt- ur ekki lögin." „Bifreiðin er sjálfsagt allt að þúsund punda virði," sagði Joy hugsandi. „Ég held enn hálft í hvoru, að þú sért að skrökva að mér." „Eg vildi hafa verið í þínum sporum." „Óskaðu þ«kss ekki, Bill. Ef þú hefðir verið í mínum sporum, þá værir þú nú í líkhúsinu. Þú hefðir ekki getað hlaupið fjögur skref á þrem- fimmtu úr sekúndu." „Eftir það sem Konkvest sagði mér i sambandi við Ólífants-morðið — um að setja hemil á fram- ferði Everdons, — finnst mér hálfskrítið að þú skyldir ekki þekkja Everdon, þegar fundum ykk- ar bar saman," sagði Williams og virti hana fyrir sér hálf tortryggnislega. „Mér virðist, að ef einhver segir hér ósatt . . ." „Nei, Bill, í hreinustu einlægni sagt," tók hún fram í fyrir honum. „Ég hef aldrei séð hann fyrr en i dag, — og kæri mig ekki um að sjá hann oftar. Eitt sinn er alveg nóg. Nú get ég skilið, hversvegna Bobby Ólifant var svo hrædd þegar hún stöðvaði bílinn okkar um nóttina. Ef þessi saurlifisseggur leit eins á hana og hann leit á mig . . ." „Ég býst við að hann hafi litið enn ósvífnari augum á hana, eftir því sem Konkvest skýrði mér frá," tók Williams fram i. „Miklum mun ósvífnari augum. Þú sást hann aðeins nokkrar mínútur, í umferðarþvarginu í Piecadilly, og rissir ekki einu sinni hver hann var. Þú seigist h&fa séð nóg af honum." „Meir en nóg, BiU. Stúlkur skilja . . ." „Að minnsta kosti siösamar stúlkur," sagði Williams stimamjúkur. „Þú ert að gera mig for- vitinn. Ég væri ekkert á móti því að hitta þenn- ar Everdon spjátrung sjálfur. Hann hlýtur að vera snöggt um verri en ég hélt. Hmm! 1 þetta sinn veit Konkvest ef til vill hvað hann er að gera." ,Hvað áttu við — í þetta sinn? Konkvest veit alltaf hvað hann gerir." „En veizt þú það, Joy?" sagði hann íbygginn. „Situr þú Jterna og ætlar að telja mér trú um að þú vitir ekkert hvað Konkvest er að gera í Ever- donmálinu?" „Ég held það sé bezt við breytum um umtals- efni," sagði Joy og stóð upp um leið. „Ég er að minnsta kosti að fara. Eg kom aðeins til að leggja bílinn í kjöltu þina. Þú mátt eiga hann, ef þú vilt." Yfirforinginn dæsti. „Ég vár aðeins að gera að gamni mínu — ég get ekki með nokkru móti tekið þessu ágæta boði." „Jæja, sjáðu þá um að hann verði seldur og andvirðið renni til líknarstofnunar lögreglunn- ar, eða einhverrar annarrar góðgerðarstofnunar." Hún kvaddi og Williams settist aftur í sæti sitt og varð hugsandi á svipinn. Hann áleit, að Joy vissi meira en hún vildi segja honum, og þótti miður, að hann hafði enga gilda ástæðu til að hitta hinn hvumleiða lávarð að máli." Þrem dögum síðar barst óvænt tækifæri upp í hendur honum — og það á mjög furðulegan hátt. Yfirmaður Williams sendi eftir honum nokkru eftir hádegi þennan dag og sýndi honum sím- skeyti. „Lesið þetta. Það er alveg nýkomið." „Undir eins eftir móttöku þessa símskeytis eigið þið að senda einn af færustu mönnum ykkar til Everdon-setursins, Litla-Everdon, Surrey. Ég hef hér boð inni, en ýmsum dýr- gripum hefurverið stolið frá nokkrum gesta minna. Ég hef ekki lagt mál*3 í hendur sveitarlögreglunnar, af því ég vil ekki hætta á að gestir mínir verði ofurseldir rudda- mennsku sveitarlögreglunnar. Ég þarfnast manns, sem er dugiegur, gætinn og skyn- samur. Ég hef þessvegna ákveðið, að engir aðrir en færustu menn Sootland Yards skuli hafa afskipti af málinu og finna hina stolnu hluti. Kostnaður er aukaatriði, en ég vænti árangurs. Svarið undir eins með símskeyti og segið til hvenær maður yðar kemur. — . Everdon lávarður." Williams leit upp forviða, þegar hann var bú- inn að lesa þessa furðulegu fyrirskipun, og á Santling ofursta, sem hallaðist aftur á bak í sæti sínu með hörkulegan hæðnisglampa í augum. „Everdon — ha?" tautaði Williams. „Hvaða djöfuls ósvífni er þetta? Hvað heldur hann eig- inlega hann sé?" „Lávarðurinn skipar fyrir," sagði hinn þurr- lega. , „Þér ætlið þó víst ekki að taka mark á þess- urri oflátungshætti eða hvað, herra minn?" spurði yfirforinginn. „Ef framið hefur verið rán á Everdon-setrinu, þá er honum bezt að tilkynna það sveitarlögreglunni. „Ruddamennska sveita- lögreglunnar." Bölvuð frekja!" Williams minntist þess að Konkvest hafði ein- hverntíma sagt, að hugsun 'og athafnir Ever- dons væri þrjú hundruð ár á eftir tímanum. Honum var ljóst, að Konkvest hafði alveg rétt fyrir sér. Hann hugsaði sýnilega eins og léns- herrar fyrri alda. Hann virtist ímynda sér að hann þyrfti ekkert annað en skipa fyrir, þá mundu allir flýta sér að hlýða. „Þér takið eftir, að hann segir að kostnaður sé aukaatriði," hélt ofurstinn i áfram. „Hann virð- ist halda, að Scotland Yard sé séreignarfyrirtæki og er þess albúinn að greiða háan reikning. Það er eftirlætis-viðhorf Everdons til fjöldans, að alla megi kaupa — og leitt er að verða að viður- kenna, að hann hefur of oft á réttu að standa." „Jæja, hann kaupir nú samt ekki Scotland Yard," sagði Williams með ákafa. ,,Við ættum að láta setja þetta í ramma, herra minn, og hengja það upp á vegg . . ." Hann þagnaði allt í einu. „Ég veit samt ekki . . . Þetta gæti verið ágætt tækifæri . . . Lítið á, herra minn, hvernig væri að sendá mig til Everdon-hallar ?" Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Hvað skyldi vera í pakkanum, sem frændi þinn sendi Lilla i afmælisgjöf? Mamman: Eg veit það ekki, elskan. Við skulum láta Lilla opna hann í eftirmiðdaginn, ásamt hinum gjöfunum hans. Pabbinn: Hvað ætlar þú. að gefa honum? Mamman: Ég hefi ekki ákveðið það. Eg ætla að kaupa eitthvað handa honum um leið og ég fer að verzla. Pabbinn: Lilli á svo mörg leik- föng, að ég veit ekki hvað ég get gefið honum. Ef til vill dettur mér eitthvað i hug í leikfanga- búðinni. Pabbinn: Það er ekkert í gluggan- um, sem hann ekki á. Ég ætla að líta á það sem er inni í búðinni. Pabbinn: Loksins fann ég það sem Lilli á ekki, elskan min. Ég keypti rúlluskauta. Mamman: Það gerði ég líka, elskan. En frænda virðist hafa dottið það í hug á undan okkur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.