Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 22, 1952 — til að gera neitt — til að fela neitt eða breyta nokkru, ef þú átt við það." „Ég veit ekki, hvað ég á við, Sue. En segðu mér eitt, ég spyr aðeins til að fá það útkljáð: Reyndi Bronson ekki að tala við þig, seinna á ég við? Það gæti verið ábending um, að hann vildi fá eitthvað fyrir að þegja." „Nei, nei, Fitz, aldrei." Hann hugsaði sig um augnablik: ,Ef einhver hefur komið ríðandi yfir akrana og stokkið yfir girðinguna hinu megin við garðinn gat Sam Bronson séð það frá hesthúsinu." „Kamilla sá mig og Jed," sagði hún fljótt. „Hún heyrði Ernestinu hringja til mín og hún kom hingað til að segja . . ." Hún sagði honum allt, en af kvenlegri hæ- versku minntist hún ekki á samninginn, sem Kamilla vildi gera við hana. En hann grunaði það. Það kom glampi í augu hans, eins og hon- um væri skemmt. „Nefndi hún nokkurt verð fyrir þögn sína?" sagði hann og horfði rannsakandi á hana og þegar hún roðnaði, hallaði hann höfðinu aftur og skellihló. „Fitz, gættu þin, þú vekur Karólínu." „Nei nú skal ég . . ." hann reyndi árangurs- laust að hætta. „En þetta er reglulega skemmti- legt. Heyrðu nú Sue — Kamilla er hagsýn stúlka, sem skilur fjármál, ég hefi ekki leikið mér að neinna tilfinninum — nema þínum, og það var ekki leikur. Þetta er ekki alvara Kamillu, en . . ." bætti hann við alvarlega, „ef hún fer með þessa sögu til lögreglunnar þá . . . Henley er einmitt að leita að einhverju slíku, til að geta handtekið þig. Það eru nokkur merkileg atriði í sögu hennar. Hún kemur nokkuð sein't fram með hana, en samt sem áður . . . ég skal segja þér, að ég áleit alltaf, að Ernestína hefði tekið skammbyssuna sjálf. En ég held ekki að hún hafi gert það þín vegna — hvernig skýrði Kamilla það, að hún sktpti svo snemma um föt?" „Hún sagSi ekkert um það. Hún vissi það ekki." „Ef til vill átti Ernestína von á öðrum gesti. Einhverjum, sem hún var hrædd við. Einhverj- um, sem hún ætlaði að ógna með skammbyssu, ef nauðsyn bæri til ... eða einhverjum, sem hún ætlaði að ryðja úr vegi áður en þú kæmir. Hún gat líka talað við einhvern inni i garSstof- unni, meðan þú og Jed voruð í kabananum." „Við þann, sem drap hana?" hvíslaði Sue. „Við getum ekki vitað neitt um þetta," sagði hann uppgefinn, en ég hefi aldrei álitið að morð- ið hafi verið framið af ásettu ráði úr því Erne- stína var ekki dáin, þegar þú komst. Ef það hefur verKS undirbúið, hlyti morðinginn hafa séð svo um, að hún dæi. Þessvegna litur það ekki út sem slys, heldur eins og bardagi . ..." „Já, en hún var skotin í bakið." „Ef það var bardagi, gat skotið komið hvar sem var." KamiMa með sitt óstjórnlega skaplyndi, alveg eias. og Ernestína. Skömmustuleg og ósjálfrátt spurði Sue: „Fitz, sást þú Wat fylgja Kamillu til þín?" „Nei," hann horfði lengi á hana. „Áttu við, hvort nokkur stund hafi liðið frá því hún kom og þangað til Jason opnaði? Hvort hún hafi haft tíma til að fara aftur til Duval-setursins ? Þá varð hún að fara ríðandi og söðla hest fyrst." „Hún var í síðum kjól," skaut Sue inn í. „En hún er dugleg á hesti." Hann þagnaði og hugsaði sig um. Sue gat ekki hætt að hugsa um, að fegurð og dugnaður Kamillu hafði auk- izt eftir dauða Ernestinu — Ernestínu, sem alltaf hafði skyggt á hana. Á næsta augnabliki skammaðist hún sín: „Nei, hún hefur ekki gert það. Hún gæti aldrei gert slíkt. Það er alls ekki rétt af okkur að tala svona." „En einhver hefur gert það." Fitz stóð upp, gekk út að glugganum og hlustaði. En nóttin var þögul. Hann kom aftur: „Einhver drap dr. Luddington — og í það skipti var það ekki slys. Þessi sami maður hefur reynt að draga þig inn í málið. Ef við aðeins vissum meira um hvað læknirinn gerði klukkutímann áður en hann dó. Hann hringdi í Ruby og bað hana að koma. Lík- lega bað hann einhvern sjúkling um að hringja til þín og Jed og biðja ykkur að koma. Ég mundi trúa því og lögreglan Hka, ef við gætum fundið sjúklinginn. Gamla eldabuskan hjá Luddington heyrði hann segja eitthvað, sem benti til, að hann vissi hver morðinginn væri og að hann hafi falið eitthvað vegna Jed og að hann vildi nú ekki halda því áfram, þegar þér væri ógnað með handtöku. Hann þagði — ef þetta er satt — þangað til handtökuskipunin var gefin út til að taka þig fasta. Það setti hann út af laginu. Ef hann hef- ur átt í hugarstriði og sveiflast milli skyldunn- ar og ástarinnar á einhverjum, skýrir það sím- talið. Lissy Jenkins heyrði hann annaðhvort að- vara einhvern eða ógna einhverjum. En hann hefði ekki nefnt nafnið — en það gerði hann auð- vitað ekki í símanum, þegar um var að ræða svo mikilsvarðandi mál. Og jafnvel það, að hún heyrði engin nöfn getur hafa villt þann, sem hann talaði við. Og þess vegna hefur hann, ja, ég trúi ekki að Luddington hafi verið hræddur við þann sem skaut hann. Og," bætti hann við skyndilega, „mig grunaði ekki að Wat hefði ekki fylgt henni þarna um kvöldið. Það hefur hann aldrei minnzt á." „Nei, hann vildi auðvitað ekki láta blanda sér í það." „En það verður bráðlega," sagði Fitz og fór fram í anddyrið. Hún heyrði fótatak hans inn eftir ganginum og til baka aftur. Hann kom aftur með ullarteppi og breiddi yfir hana. „Farðu nú að sofa. Ég vil heldur hafa þig liérna, svo ég geti horft á þig. Ætla Karólina og Woody á veiðarnar á morgun?" „Já, við ætlum öll. Við höfum að minnsta kosti ákveðið það, þegar . . ." Hann hlúði teppinu að fótum hennar: „Ég fer með og það gerir þú líka," sagði hann. Raddblærinn vakti athygli hennar. Hann varð var við spyrjandi augnaráð hennar og hristi höf- uðið. „Neí, ég veit ekkert, ég vona aðeins að ég geri það sem rétt er. Farðu nú að sofa, Sue." „Ég get það ekki — ég vil ekki — hvað áttu viS." ,,Ef ég vissi það," sagði hann allt í einu reiði- lega. Hann settist í hægindastólinn, hallaði höfð- inu aftur á bak og lokaði augunum. Þrátt fyrir óróleikann sofnaði Sue og þegar hún vaknaði næsta morgun, sat Fitz ekki lengur í stólnum. Það var slökkt á lampanum, teppið hafði dottið á gólfið og enihver fíautaði hátt í hesthúsinu. Woody kom hröðum skrefum inn. Hann var með reiðbuxur á handleggnum og svipur hans var áhyggjulaus og eðlilegur. Haím sveiflaði dagblaði: „Sjáðu hérna, Sue. Það stendur að það sé sjálfsmorð. Lögreglan segir það. Vaknaðu nú. Fitz er 'farinn heim fyrir löngu. Við erum búin að borða morgunverð. Þú lítur hræðilega út," bætti hann við með bróðurlegri hreinskilni, „þú ættir að sjá hárið á þér." „Réttu mér blaðið." Hann horfði áhyggjufullur á reiðbuxurnar sín- ar. „Það er dýrt aS fara á veiðar. Heldurðu að .Krisy nái þessum bletti af?" Hann beið ekki eftir svari. Enda var Krisy sérfræðingur í að bursta föt og ná af blettum. Hann gekk flautandi fram í eldhús og Sue greip blöðin. Morðinginn í Baily-málinu framdi sjálfs- morð. Dularfulli morðinginn, sem hræddi allt héraðið, fundinn skotinn í Luddington skóginum. Sjálfsmorð, sjálfsmorð, sjálfsmorð. Morðingi Ernestinu Baily og dr. Luddingtons var hestasveinninn Sam Bronson. Hann vann hjá Baily-fjölskyldunni og hafSi átt í erjum við Ernestínu Baily!. Hann skaut <Jr. Luddington, sem grunaði hvernig í öllu lá og skaut sjálfan sig á eftir. Reiði og ótti — það skipti reyndar engu máli hver var orsökin þvi ráðgátan um Baily- og Luddington-morðin var leyst. Það héldu allir — auðsjáanlega íögreglan líka. Neðst til vinstri: Hvaða mat á að borða eftir að tönn hefur verið tekin úr manni? Ávexti og ávaxtasafa, grænmeti og tómata. — Efst til hægri: Edward Winslow var einn af fyrstu landeig- endum Bandaríkjanna. Hann samdi við Indjánana um að pilagrímar eignuðust land með lögum. — Neðst til hægri: Tröllhákarlinn, stærsti fiskur af brjóstfiskategundinni, er mjög meinlaus.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.