Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 22, 1952 Heimsókn dönsku leikaranna Snilldarleikur í hvívetna Laugardaginn 24. maí frumsýndi danskur leikflokkur Lukku- legt skipbrot eftir danska leikritaskáldið Ludvig Holberg í Þjóð- leikhúsinu. Með í förinni hingað var H. A. Brönsted leikhússtjóri >og kona hans. Leikstjóri var Holger Gabrielsen. Holberg er með vinsælustu leikritahöfundum Dana og mörg leikrit hans hafa verið sýnd hér á landi, m. a. hefur Lukkulegt skipbrot verið tvíþýtt á íslenzku þó ekki hafi það nema einu sinni verið leikið hér: í Stykkishólmi 1879 og nefndist þá Skip- brotið heppilega. Leikrit þetta er bráðskemmtilegt, meinfynd- ið og háðskt þó oddurinn sé brotinn af sumri ádeilunni. Það er valinn maður í hverju rúmi svo hvergi slaknar og sviðskiptingar hraðar. Þarna leika líka margir af beztu leikurum Dana og marg- ir þeirra kunnir úr kvikmyndum þó engir hafi sézt hér fyrr á sviði nema snillingurinn Poul Reumert sem leikur Rosiflengius, Manden som roser i Fleng. En engin nauðsyn er að nefna neinn sérstakan því sérhver leikur öðrum betur og þó allir jafnvel. Smáhlutverkin eru 'dregin í skýrum og minnisstæðum dráttum, og t. d. má nefna Lucretiu, lauslætisdrós, sem leikin er af Ellen Gottschalch. Af öðrum leikurum má nefna: Johannes Mejer, Poul Reichardt, Lily Brobcrg, William Rosenberg, Elith Foss, Maria Garland, Astrid Villaume, Jörgen Reenberg. Alls eru leik- endur 21. Ekki er efunarmál að bæði íslenzkir leikarar og áhorfendur geta margt af þessum ágætu gestum lært. Poul Reumert leikur Rosiflengius, krypplinginn sem lofar fólk (og jafnvel hunda ef vel er borgað) í ljóði fyrir peninga. Leikur hans er allur með miklum snilldarbrag, hreyfingar og allt látbragð í furðulegu samræmi við hinn lemstraða líkama. Reumert steig fyrst á svið 1902 í ensku gamanleikriti sem nefndist „Da vi var en og tyve". E>á var hann nítján ára og síðan hefur hann leikið óslitið bæði á leiksviði og kvik- myndum, bæði í heimalandi sínu og erlendis, í París, Osló, Stokkhólmi, Helsingfors, Þórshöfn. Rosiflengius er með kunnustu hlutverkum hans[ én auk þess má nefna Tartuffe í leikritinu Tartuffe eftir Moliere, Vol- pone í leikritinu Volpone eftir Ben Jonson. Kvikmyndir, sem hann hefur leikið í eru einnig fjölmargar orðnar, t d. Det brændende Spörgsmaal, Otte Akkorder, For Frihed og Ret, en allar þessar myndir hafa verið sýndar hér. Til Islands kom hann fyrst 1929, og allir muna siðustu leik- komu hans hingað, þegar hann lék í Refunum og Dauðadansinum, ásamt lconu sinni önnu Borg og danska leikaranum Mogens Wieth. Hann er því kunnur hérlendis bæði fyrir leiksnilli sína og vinsemd í garð Is- lendinga. Poul Reichardt leikur æringjann Hinrik, en Lily Broberg leikur Pernille. Þau hafa bæði leikið í mörgum kvikmyndum. Tvær óðamála systur: Karen Berg og Inga Schultz.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.