Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 22, 1952 Halldóra Jóhannsdóttir: SÖFNUN OG ÞURRKUN DRYKKJARJURTA (Grein þessi birtist í Heilsuvernd, tímariti Náttúrulækningafélags Is- lands og er tekin hér með að láni, því að mörgum mun forvitni á að kynnast, hvernig má búa til góðan drykk úr alíslenzkum jurtum. Te þetta hefur undanfarna vetur verið framreitt á skemmtunum Náttúr- lækningafélagsins í Reykjavík. Jurt- irnar í það komu norðan frá Sauð- árkróki og safnaði þeim höfundur þessarar greinar). Síðastliðin fjögur sumnr hefi ég fengizt við að safna í tómstundum mínum villtum jurtum. Fyrst í stað safnaði ég aðeins fjórum tegundum: blóðbergi, vallhumli, rjúpnalaufi og ljónslöpp. 1 „Nýjum leiðum II" og Heilsuvernd hafði verið bent á gildi þessara nytjajurta og að af þeim mætti búa til hinn bezta og heilnæm- asta drykk. En hinsvegar vissi ég ekki, í hvaða hlutföjlum átti að blanda þeim saman. Fyrst reyndi ég að hafa jafnþyngd af hverri tegund. En þá varð vall- humallinn of áberandi, enda er hann mjög bragðsterkur. Af honum not- aði ég aðeins fræhnappinn, en af rjúpnalaufinu og ljónslöppinni blöðin ein. Og siðan hefi ég smámsaman bætt í þessa blöndu beitilyngi, tiim ¦—_..---- -^~-:~X' V „T Rétt skal rétt vera. smára, baldursbrá og jafnvel fleiri Jurtum, sem ég hefi látið fljóta með. Jurtir þessar sker ég upp með vasahníf, nema rjúpnalaufið, á það nota ég helzt pennahnif. Af ofan- greindum jurtum er ljónslöppin einna íyrst til að spretta á vorin, og hún íölnar með þeim síðustu. Blóðberginu fer ég að safna næsta á eftir henni. Það tek ég helzt, rétt áður en fræ- hnappurinn springur út, og læt sjálfa hrísluna ósnerta. Þá kemur smárinn og rjúpnalaufið. Þau grös þykja mér aðgengilegust, áður en þau fara nokkuð að blómstra, og tek ég þau eins nærri rótinni og hægt er, án þess að óhreinindi þurfi að fylgja með. Beytilyngið sker ég upp með öllu og ekki fyrr en það er farið að blómstra, enda illt að sjá það áður. Það blómstrar ekki fyrr en síðast í ágúst. Af baldursbránni nota ég ein- ungis fræhnappinn, tek jafnvel stundum hvítu blöðin af, en það er alltof tafsamt. Ég er komin á þá skoðun, að baldursbráin sé mjög heilnæm jurt, bæði drykkir af herni og eins í bakstra við útvortis bólgum og sár- um, og ég býst við, að hún jafngildi kamillujurtinni. Ekki hefi ég heldur orðið þess vör, að hún skemmi bragðið, þótt henni sé blandað í aðr- ar drykkjarjurtir, fremur hið gagn- stæða. Ég tini hverja tegund út af fyrir sig og aðeins þegar vel er þurrt á grasi. Þegar heim kemur, hreinsa ég jurtirnar sem allra fyrst og mjög vandlega og týni úr þeim allt rusl, set þær í gisna léreftspoka og síðan til þurrkunar, aðallega á snúrum, annaðhvort i hjalli eða undir beru lofti. En þa þarf að hagræða þeim a. m. k. tvisvar á dag, ef um nokk- urt magn er að ræða, einkum fyrst í stað. Þegar bezt gegnir, eru jurt- irnar allt að viku að þorna í hjalli, svo að hægt sé að láta þær í þéttari poka. Sumar jurtir þurfa þó enn lengri tíma til að þorna, sérstaklega baldursbráin og vallhumallinn, sem mér finnst nærri ógjörningur að þurrka nema við ofnhita. Og helzt kysi ég þá leið, af þeim, sem ég þekki enn sem komið er, að þurrka allar drykkjarjurtir við hægan ofn- hita. Það hefi ég gert í viðlögum í feinni tíð, og reynist það margfalt iljótlegra og virðist ekki hafa áhrif á bragðið. Þegar jurtirnar eru orðnar svo vel þurrar, að öruggt sé fyrir myglu, kemur að þvi að blanda þeim saman, annaðhvort eftir vigt eða af handa- hófi. Hefi ég nokkuð notað síðari að- ferðina í seinni tíð. Og nú eru hlut- föllin allt önnur en í byrjun. Ég verð að láta nægja að geta hér um aðeins eina samsetningu fjögurra algeng- ustu tegundanna, sem ég nefndi í upphafi. Ég blanda jafnan saman einu kilógrammi I einu, og verður blandan sem hér segir: Blóðberg 400 gr., vallhumall 150 gr., rjúpnalauf 200 gr. og ljónslöpp 250 gr. Með þessum hlutföllum ætti drykkurinn að geta orðið ljúffengur. Ég set allt I eitt ílát og smækka jurtirnar með sauðaklippum. Hræri þeim síðan saman og set þær til geymslu I loftþétt ílát. Með þessar þurrkuðu jurtir er far- ið eins og venjulegt te, þær settar I pott eða tepott og hellt á þær sjóð- andi vatni og látið standa um stund, áður en drykkurinn er framreiddur. Lætur nærri, að um eina teskeið eða 13 eitt gramm af hinum þurrkuðu jurt- um þurfi í bollann, og betra er að hafa drykkinn ekki mjög sterkan. Hella má oftar en einu sinni á sömu jurtirnar. Úr ýmsum áttum — Menn eru hlægilegir, ekki vegna þeirra hæfileika, sem þeir eru gædd- ir, heldur vegna þeirra, sem þeir þykjast vera gæddir. — (Lavater). I ! 1 Hinn gullni meðalvegur er farsæl- astur. Allar öfgar valda mannkyninu ógæfu. — (Platus). ! ! ! Unaður ástarinnar er fólginn i því að elska. Við erum hamingjusamari af þeirri ástartilfinningu, sem býr með okkur sjálfum, heldur en þeirri ást, sem við vekjum hjá öðrum. — (La Rochefoucauld). BIBLfUMYNDIR 1. mynd: Jesús sagði lærisveinum sínum að Lazarus væri dáinn, og að þeir mundu fara til hans (til að vekja hann upp frá dauðum), en Tómas sagði: „Vér skulum fara líka, til að deyja með honum." 2. mynd: Jesús sagði lærisveinun- um að hann mundi fara til föðursins og undirbúa komu þeirra. Tómas sagði, að þeir þekktu ekki veginn, en Kristur sagði: „Ég er vegurinn". 3. mynd: Tómas var ekki með þeim, þegar Jesús birtist lærisvein- unum, og þegar þeir sögðu honum það, sagðist hann ekki mundu trúa fyrr en hann sæi naglaförin og sár- ið á síðu hans. 4. mynd: Þegar Tómas hitti Jesús og sá fórin eftir sár hans, trúði hann að hann væri upprisinn, en Jesús ávitaði hann fyrir trúleysið. OKRADDARINN FRÆKNI Síðan lagði hann land undir fót með staf í hendi og malinn reiddan um öxl. Ekki hafði hann gengið lengi, þegar hann gekk fram á fugl, sem lá eins og dauður væri á veginum. „Ætli hann geti ekki orð- ið mér að liði síðar," sagði skraddarinn og stakk fugl- inum í vasann. Síðan hélt hann ferð sinni áfram, og lá nú leið hans um fjöllótt hérað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.